Heima er bezt - 01.01.1966, Side 23

Heima er bezt - 01.01.1966, Side 23
100 hesta og sigla með til Englands. Þrem árum áður, haustið 1872, hafði Pétur Eggerz reynt að fá gufuskip í Englandi til að sækja hingað sauði. Af þessu varð þó ekki og bar það til, að sá, er sauðina skyldi kaupa í Englandi, óttaðist að bannaður yrði innflutningur þang- að á lifandi fé vegna fjársýki nokkurrar, er þar gaus upp um þessar mundir. Nú átti Grafarósfélagið kost á að koma út með skipinu „Frey“ 300—400 sauðum og 40—50 hestum. Skyldu sauðirnir vera fullorðnir og hestarnir 4—8 vetra, hryssur voru ekki teknar. „Verð á hestunum er ákveðið 100 kr. og á sauðunum 18 kr., er borgist í krónumynt að hálfu leyti eða meira strax“, segir í bréfi forseta, dags. 16. sept., til umboðsmannafélagsins í hreppunum vestan Blöndu, þeim er við félagið skiptu, þ. e. Svína- vatns-, Torfalækjar-, Sveinsstaða- og Áshreppum. Hef- ur þetta verið hagstætt verð á þeim tíma. „Ég hef nú íhugað þetta mál“, segir forseti ennfremur, „ásamt þeim félagsstjóranum, sem ég náði til í þessum hasti (B. Pét- urss.) og fannst oss viðurkvæmilegast, að félagsmenn vestan Blöndu fengi að nota þessa hrossa- og fjársölu, ef þeir vildu, þar sem þeir eiga svo fjarska erfitt með að reka fé hingað í Grafarós, og hafa líka komið litlu út af hrossum í sumar....“ Bendir þessi síðasta setning til, að útflutningur hrossa af félagssvæðinu hafi þá þeg- ar verið hafinn fyrir nokkru. Kemur hér fram hvort tveggja í senn, sanngirni félagsstjórnar og sjálfsögð hagsýni: Hún telur einsætt að láta þá sitja fyrir hag- kvæmri sölu, sem fjærst búa slátrunarstað félagsins, Grafarósi, og torveldasta sókn eiga þangað með fé, enda áttu og þeir hinir sömu öðrum félagsmönnum skemmri leið til Borðeyrar — og var þó drjúgur spölur. Merkilegast er þó þetta bréf fyrir sakir þess, að þar kemur enn fram, í lokin, hinn sí-vakandi áhugi forráða- manna þessa félagsskapar á aukinni vöruvöndun og glöggur skilningur á því, hvílíka meginþýðingu hún muni hafa í allri baráttu fyrir batnandi verzlun. Áminn- ir stjórnin umboðsmenn félagsins „að sjá um, að bæði fé og hestar sé valið og vel úti látið, þvt að þar á ríðnr oss mikið fyrir framtíðina.“ (Framhald.) Suðurskautið (Framhald af bls. 11.) ----------------------- ið áfram án afláts sólarhringum saman. Meðan greinar- höfundur dvaldist þar stóð eitt slíkt veður í 9 sólar- hringa. Maðurinn hefur hvergi gert náttúruöflin sér undir- gefin og allra sízt hér. Hann hefur einungis fundið þau mörk, sem náttúran leyfir honum að starfa innan við, sagði Adrian Hayter, forstöðumaður rannsóknarstöðv- ar Nýja Sjálands. Náttúran hefur búið allar lífverur Antarktíku með undursamlegum vörnum gegn hinu óblíða umhverfi. Maðurinn einn er þar undantekning, enda er hann að- skotadýr í þessu landi. í blóði fiskanna eru sérstök efna- sambönd, sem tálma því að blóðið frjósi í þeim. Af skor- dýrum eru kunnar þar um 60 tegundir. Þau hreyfa sig einungis þegar sólin vermir loftið upp fyrir frostmark. Dýr þessi eru gædd furðulegum hæfileika til að liggja í dvala. Þegar þau liggja í kuldadái þarf ekki nema að anda á þau til þess að þau fari á kreik. En ef ís leggur yfir ból þeirra, sofa þau þar tímunum saman, unz hann bráðnar. Það er talið að skordýr hafi lifnað þar við eft- ir 70 ára vetrarsvefn. En leyfir þessi undursamlegi vetrarbúnaður dýrun- um nokkuð annað en það að draga fram lífið í hinni ströngustu lífsbaráttu. Það virðist þrátt fyrir allt, að þau geti notið unaðssemda lífsins á sína vísu, rétt eins og annars staðar. Þegar greinarhöfundur dvaldist um nokkurt skeið í mörgæsanýlendu, þar sem voru um 60 þúsundir fugla, þóttist hann sjá þess greinileg merki, að fuglar þessir höfðu aðlagað sig hinni ströngu náttúru svo vel að þeir höfðu þar alla sína hentisemi og nutu tilverunnar. Adélie-mörgæsirnar lifa mestan hluta ævinnar á sjón- um. Aðalfæða þeirra eru rækjur, þær eru ófleygar sem aðrar mörgæsir, en geta í þess stað synt með allt að 30 mílna hraða á klukkustund. í októbermánuði ganga þær á land til að verpa. Þær koma á sama blettinn í sama varplandinu ár eftir ár. Þegar maddaman hefur orpið sínum tveimur eggjum fer hún aftur til sjávar sér til hressingar og endurnæringar, en karlinn tekur við heim- ilisstörfunum. Sagt er að hann geti soltið við þau í allt að sex vikum, ef svo beri undir. Við Balletthöfða varð ég áhorfandi að því, þegar kerlumar komu í heimsókn í varplandið. Þarna komu þær vaggandi í stórhópum eftir ísnum, fagurgljáandi á skrokkinn, enginn blettur sást á hvítri bringunni og það ljómaði á tinnusvört bök- in. Þegar að varpstaðnum kom dreifðust hóparnir, og hver húsfreyja leitaði til maka síns og hreiðurs. Ég gat ekki að mér gert að brosa. Adélie-mörgæsirnar sýna bókstaflega gagnkvæmar tilfinningar og ástaratlot. Þeg- ar kerlurnar nálguðust hreiðrin hoppuðu karlarnir upp, tylltu sér á tá framan við maka sinn, veltu vöngum, kjáðu framan í þær og sögðu ga ga ga hvað eftir annað með dálítið hásri röddu. Síðan þegar karlinn hafði brugðið sér frá, til þess að fá sér eitthvað í svanginn, og frúin tekið að sér hreiðrið á meðan, sá ég þær standa upp öðru hverju, horfa á eggin og láta í ljós ánægjuleg svipbrigði yfir þeim. Rannsóknirnar á Suðurskautslandinu eru reknar af kappi, og aukast með hverju árinu sem líður. Fyrr á tímum voru gerðir út rannsóknaleiðangrar til fjar- lægra landa, til þess fremur öðru að leita að gulli og gim- steinum. Nú á tímum kanna menn Suðurskautslandið og búa sig undir tunglflug í þeim tilgangi einum að afla sér meiri þekkingar á heimi þeim, sem vér lifum í. En munurinn er raunar ekki eins mikill og í fljótu bragði virðist, því að þekkingin er gæsin, sem gulleggjunum verpir. St. Std. endursagði. Heima er bezt 19

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.