Heima er bezt - 01.01.1966, Síða 25

Heima er bezt - 01.01.1966, Síða 25
Vonandi að árið verði þér og þínum happasælt. Adíos. G. Goodman. 987. Kawaiahon st. Honolulu. T. H. U. S. A. Holúalóa, Kóna hérað, seint í des. 1931, á eyjunni Hawaii. Kæri bróðir, bestu óskir til þín og frú Kristínar ásamt gleðilegar hátíðar, sem þó verða löngu liðnar þegar þetta bréf kemst áfram. Mér datt í hug að skrifa þér fáeinar línur áður en yfir lýkur. Ég var hálfvegis að vonast eftir línum frá þér nú síðast liðinn 2 ár. Ef ég skildi hafa sagt eitthvað í bréfum mínum er þér hefir mislíkað, þá bið ég þig afsaka, einveran og lasleikinn nú í fleiri ár, hafa gert mig svartsýnan máské um of ásamt þessari löngu út- legð frá Íslendíngum (ég er að vona að þessu fari bráð- um að ljúka, þar ég er orðinn svo aumur að ég get varla sinnt þeim fáu nauðsynlegustu þörfum mínum, þó er ég að mestu leiti nú, frí af verkjum, en minsta áreynsla orsakar óþægindi). — Fyrir sex mánuðum var ég 3 mánuði í höfuðstaðnum að leita mér læknishjálpar. Mér var sagt, að engin batavon gæti átt sér stað vegna elli og fleiri meinsemda. Ég var þar á spítala um tíma, hafði fíngurmein, og átti í því sama úti á landi um tvo mán- uði. Mér tókst eins vel að lækna handarmeinið eins og þeim lærðu læknum. Ég er sem fyr, landseti sama fólks, utan ég er nálægt því nú, svo ég get keypt af því brauð og mjólk daglega, og það færir mér, og er það heldur hjálplegt, náttúrlega fyrir borgun. Ég hefi heilt hús á stórum bletti. Það kostar mig aðeins 2 dali á mánuði, það er varla mögulegt að renta plássin hér í lægra jaðri kaffibeltisins. Alltof þurt, og þarf mikinn áburð ef eitt- hvað á að fást fyrir vinnuna. Arið 1930 var fjarska þurt svo að vandræði hlutust af í þessu héraði. Fólk varð að þvo föt sín í sjóvatni, og gripir féllu vegna grasleysis hér neðra. En þó fékkst nægilegt sjóblandað vatn við hafið fyrir skepnur, annars hefði nú fleira fallið. Erfið- leika tímar hér sem víðar, margir flosna upp að sagt er á kaffiblettunum, áburðurinn og kaffið stenst á með verð sem sé 5—6 cent pundið, aldrei verið svo lágt hér fyrr, svo um víða veröld er erfitt eftir blöðum er ég fékk frá íslandi þá er þar ekki gott útlit, en þar skilst mér að sé vöntun vegna þess að illa áraði, en hér og víða er vöntun af því að framleiðslan er ofmikil.T.d. var áætl- að að um 2 milljónir punda hefðu fengist hér af kaffi, framyfir venjulega framleiðslu. Þetta gerir það að verk- um, að kaffiverðið fellur niður úr öllu valdi. Sú tíð kemur vonandi, að betra skipulag ríki um framleiðslu og skiptíngu á arðinum meðal öreiga því vitanlega nær ekki neinni átt, að eyðileggja matvæli, og láta milljónir manna svelta. Það hefði ekki þótt hagsýni á íslandi í gamla daga. Uxi frá Kína að herfa hrisgrjónaakur. Líði þér og þínum alla tíma sem bezt. Ég skrifa utaná- skrift til mín ef kynni að ské að þú sendir mér línur. Verði ykkur nýárið happasælt. G. Goodmann 987 Kawaiahon street. Honolulu T. H. E. S. á nýársdag 1932. Kæri bróðir. Þar ég ekki kom bréfinu á póstinn þó löngu væri skrifað, því sá er hjálpar mér hefir haft of annríkt við gripi sína, sem sé smala þeim og senda á markað, bæti ég við þær fáeinum línum. Jólin liðu hjá mér kyrlátlega enn sem fyr því einn var ég í kofa mínum. Þó færði fólkið mér ýmislegan jólafagnað. Nú er eldur uppi á þessari ey, þó ekkert alvarlegt enn sem komið er. Við erum 100 mílur frá eldgígnum. Með nýmælum má telja hina undursamlegu upp- findníngu sem kallast Radío-telefón sem var sett í gang hér í Honolulu rétt fyrir jólin. Það gerir fólki mögu- legt að tala við fólk héðan til Ameríku ásamt Kanada og Mexiko. Það er yfir 2000 mílur yfir hafið til Ame- ríku. Ég var nú að enda við yfirlit yfir kjör kvenna hér, fyrir Halldóru Bjarnadóttir í Reykjavík. Hún hefir sent mér ársrit sitt nú í 2 ár, svo ég varð að sýna ofur- litla þakklátsemi. Systir hefir víst sagt henni um hagi mína, og hvað erfitt er fyrir mig að fá eitthvað að lesa að heiman. Og hér út á landi er ekki yfirleitt um neitt lesmál að ræða fyrir fólk, því margt eða flest af því er ólesandi, þ. e. a. s., það sem er við aldur en ýngra fólk- ið hirðir lítið um bóklestur. Systir sendir mér Grá- skinnu, og ég hefi mikla skemmtun af að lesa um allar kynjasagnirnar, einkanlega þær sem gerðust í námunda við okkur heima á Fróni. T. d. skipstapann á Sandi. Ég man eftir flestu er kom við þá sögu, og þekkti þá flesta Heima er bezt 21

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.