Heima er bezt - 01.01.1966, Side 26

Heima er bezt - 01.01.1966, Side 26
Sd er vann sigur á öllum höfðingjum eyjanna og sameinaði þœr undir einn konung, ca. 1815, er við hlið dómshúss bœjar- ins við aðalstrœti beejarins. er drukknuðu þar af Snæbyrni (Sjá sögu Snæbjarnar í Hergilsey. G. E.) hvers ævisögu mig langar að lesa, sem mér skilst að sé nýlega útkomin eða muni fara að koma á prent. Eg vonaði að einhver skrifaði um ásóknina er Sigurður á Látrum varð fyrir frá óvætt eður skrymsli úr Látrabjargi, sem átti sér stað í úngdæmi mínu, og mun vera sönn .... Nú þar eð prófessor Nordal sem var annar stofnandi Gráskinnu er hættur, má búast við að hún lognist útaf. Prófessor Nordal var fyrir þeim heiðri að vera boðaður til Harwards háskóla í Ame- ríku, sem er elsti og virðulegasti skólinn vestan hafs. Þá missið þið mikið ef hann sltyldi ílengjast þar. Ef ekki rignir bráðlega verða hér sömu vandræðin og í fyrra þá fjöldi var vatnslaus. Þó er betra með sölu af- urða hér en í Kanada eftir nýkomnu blaði þaðan er margt óseljanlegt, t. d. uxar seldir 2—3 cent pundið. Hér þykir verðið ekki gott og er þó 11 cent, og hér er þeim aldrei gefið hey eða annað gjört fyrir þá en rífa af og til illgresi úr beitilandinu. Ég sá í ísafold, að Barðaströnd varð að fá hjálp frá stjórninni í fyrravor, vegna harðinda (þetta hlýtur að vera misminni Gísla, því ekki man ég til, að til slíks kæmi. G. E.). Ég vona að þið hafið sloppið frá ísíng- unni er eyðilagði beitina þar .... Ég kom eitt sinn að Fossá þar sem þú býrð nú, mig minnir að foss sé í fjall- inu fyrir ofan bæjinn. Þá bjó þar Eggert og Soffía, sá fór til Ameríku ásamt sonum hans, sem báðir eru dán- ir, einnig kom ég eitt sinn að Auðshaugi, þá bjó Gunn- laugur Blöndal sýslumaður þar. Björn sonur hans og ég, ásamt Magnúsi Eggertsyni frá Fossá vorum stað- festir (fermdir) sama vorið 1879. Aldrei vissi ég um afdrif Björns. Hugurinn hvarflar oft til æskustöðvanna í einverunni. Já nú skal banna innflutníng á öllum vörum til íslands, sem er hægt að vera án, les ég í íslensku blaði, ótal- margt á svarta listanum þar á meðal autómatbílar. og ég sé að þín sýsla á engan bíl, sú eina í landinu er setur gott eftirdæmi í því efni. Ég hata þá óvætt, bílana. Mót- orbátar ættu að nægja á íslandi vegurinn er sjálfgjör fyrir þá, og þeir hvorki drepa eða limlesta gangandi fólk. Ég vona nú að koma þessum línum af stað þann 5ta eða 6. þ. m. Ég verð að eiga við aðra um allt, er ófær til að ganga svo er allt uppímót hér í þessari fjallshlíð. Að- eins kirðin hefir haldið mér hér, og lág húsaleiga, því það má fá hús hér, með bletti yfir árið fyrir sama verð allt árið, og lakara húsnæði kostar einn mánuð í bæn- um. Jæja, fyrirgefðu þínum gamla bróðir allt málæð- ið. Sumir álíta mig víst fortapaðan sauð, og ég er það sjálfsagt í huga þeirra sem trúa óprófanlegum sögnum, sem oftast komast þó í mótsögn hver við aðra. Ég hefi aldrei þurft á neinum sólaróbíum að halda, né heldur reynt til að svifta þá er þess þurfa þeirri huggun er hún getur veitt þeim, eða að sagt er að veiti þeim. Hví ætti ég að taka stafinn frá þessum andlegu kripplíngum? þó svo ég gæti. Ég hefi lifað í friði með allskyns trúflokk- um, jafnvel fanatískum ofsatrúarmönnum. Við höfum hér 40 eða meira af vegvísum til ímyndaðra sælustaða annars heims, og engum þeirra ber alveg saman. Já, einn af þeim segir heimsendir verði á næsta ári í október- mánuði. Hvernig á nokkur maður með óbrjálaða dóm- greind að taka allt þetta trúarrugl alvarlega, nei, ekki ég enda er ég nú kannské manna heimskastur. Ég læt þar nótt sem nemur, en enginn veit sína æfina til öll er sagði gamli Sólon. Þinn gamli bróðir G. Goodmann. BRÉFASKIPTI Kristin Gunnarsdóttir, Króki, Víðidal, V.-Hún., óskar eftir bréfa- skiptum við pilta á aldrinum 15—17 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Páll S. Eliasson, Arnarnúpi, V.-ís., óskar eftir bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 12—14 ára. Sigrún Sigurgeirsdóttir, Völlum, Innri-Akraneshrepp, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—16 ára. Ólafur Sigurgeirsson, Völlum, Innri-Akraneshrepp, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 12—13 ára. Sex ókvæntir Austur-Skaftfellingar, allir úr Suðursveit, óska eftir bréfaskiptum. — Þeir eru: Björn Sigfússon, Brunnavöllum, við 17—20 ára stúlkur. Gisl Jóhannsson, Brunnum, við 18—22 ára stúlkur. Jón Sigfússon, Brunnavöllum, við 16—19 ára stúlkur. Helgi Skúlason, Leiti, við 26—30 ára stúlkur. Gunnar Stefánsson, Borgarhöfn, við 26—30 ára stúlkur. Ragnar SigurSsson, Borgarhöfn, við 30—35 ára stúlkur. Björk Vermundsdóttir, Sunnudal, Strandasýslu, óskar eftir bréfa- skiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 14—16 ára. Jónína Fjóla Þórhallsdóttir, Húsmæðraskólanum, Hallormsstað, S.-Múl. óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15-20 ára. Mundhildur B. Guðmundsdóttir, Hlíð, Fellshrepp, Strandasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15—18 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. 22 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.