Heima er bezt - 01.01.1966, Qupperneq 27
ÞATTUR ÆSKUNNAR
NAMSTJ
RITSTJORI
HVAÐ UNGUR NEMUR
Pah er svo margt, sem ekki má
Um áramótin gera menn skuldaskil. Flestir reyna að
gera sér þess grein, hvernig hagur þeirra stendur borið
saman við síðustu áramót. Þetta snertir ekki aðeins fjár-
málahliðina, heldur allt hið breytilega mannlíf frá ári
til árs. Það er talið góðs viti, þegar skuldir lækka, en
eignir hækka. Þannig þarf það einnig að vera með hið
breytilega mannlíf. Þroskinn þarf að aukast hvert ár,
en mistökum og óhöppum að fækka. Slík reikningsskil
um hið andlega lífið, gerir hver einstaklingur einn sér
í einrúmi. Erfitt er að ræða slíkt við sína nánustu, enda
gæti það stundum verið nokkur áhætta.
í janúarblaði Heima er bezt, þykir mér því ætíð fara
vel á því, að eyða nokkru rúmi til umræðu um vanda-
mál barna og ungmenna — um ýmislegt, er snertir laga-
boð, bönn og reglugerðir.
Við þá athugun mun það koma í Ijós, að þeim farn-
ast bezt í lífinu, sem skilja nauðsyn þess að sett séu lög
og reglur, og æfa sig á unga aldri í því, að fylgja þeim
lögum og reglum, bæði í umferð og allri framkomu á
heimilum, á samkomum og á opinberum stöðum.
En jafnframt mun það koma í ljós, ef málið er at-
hugað af alvöru og einlægni, að margt er það í lögum
og reglum, er snerta ungmenni landsins, sem þeim finnst
torskilið og hefta eðlilegt frelsi þeirra. Tel ég þar mesta
vandamál löggjafans að setja rétt aldurstakmark í Iög-
gjöfinni.
Allar þessar reglur og öll þessi bönn snerta meira
unglinga og börn í fjölmenni en fámenni, en þó er
margt í löggjöf um ungmenni, sem gildir um allt land-
ið.
Ef við lítum fyrst á löggjöf um útiverur barna á
kvöldin og aðgang að dansleikjum, þá kemur þetta í
Ijós: Reglur um útiverur snerta aðallega börn upp að
12 ára aldri, en unglingar 12 til 16 ára hafa ekki aðgang
að dansskemmtunum, nema sérstaklega sé til þeirra
stofnað fyrir þetta aldursskeið. Á aldrinum 16 til 20
ára fá unglingar aðgang að dansskemmtunum, þar sem
vín er ekki haft um hönd, en aðgang að dansskemmt-
unum, þar sem vín er haft um hönd, fá aðeins ung-
menni, sem eru 21 árs og eldri.
Nú hafa verið gefin út nafnskírteini með álímdri
mynd fyrir öll ungmenni á aldrinum 12 til 21 árs og
allt fullorðið fólk, og er því auðvelt að framkvæma
þessa löggjöf.
En svo vel þekki ég ungmenni á þessum aldri, að
þeim finnst þessi löggjöf oft hefta frelsi sitt, og telja
sér allt óhætt á þessum bannsvæðum. En sannleikurinn
er sá, að í nútíma þjóðfélögum, — þótt talin séu menn-
ingar þjóðfélög, — þá liggja viðsjálar snörur og freist-
ingar við hvert fótmál ungmenna, sem hætta sér of
snemma út á hálar brautir skemmtanalífsins, og þar
sem vín er um hönd haft margfaldast áhættan.
Þegar ég var á unglingsárunum, 12—16 ára, var vín-
nautn lítil í flestum sveitum landsins, þótt þá væri ekki
komið vínbann. Útsölustaðir voru þá líka mjög fáir á
landinu. Til dæmis urðu þá allir, sem búsettir voru á
svæðinu frá Hvalfirði og vestur á Snæfellsnes, að sækja
sitt vín til Stykkishólms eða í Reykjavík, því að mig
minnir að vínsala væri þá hvorki í Borgamesi eða á