Heima er bezt - 01.01.1966, Síða 28
Akranesi. Helzt var þá, að menn keyptu vín fyrir rétt-
irnar og einstaka menn vegna veizluhalda. í réttunum
varð því stundum allróstusamt, og jafnvel áflog og
slagsmál, sem svo var kallað. Ekki held ég þó, að nein-
um hafi á þeim árum, látið sér detta í hug, að banna
unglingum innan 16 ára réttaferðir. Aldrei minnist ég
þess heldur, að vín sæi þar á nokkurri konu, eða ung-
um manni innan tvítugs. Og hræddur er ég um, að
brúnir hefðu farið að síga á mér og mínum jafnöldr-
um á árunum 1905—1912, ef bréf hefði verið útgefið
um það, að unglingar innan 16 ára mættu ekki fara í
réttirnar.
Svona eru tímarnir breyttir, og því eru þessi bönn
sett af illri nauðsyn. Ég held líka að æskumenn á árun-
um 1905—1912 hafi ekki álitið að drykkjulæti rétta-
manna væru til eftirbreytni, þótt þeir vildu þoka sér
nærri, þar sem átök fóru fram, og helzt ekki missa af
neinu sögulegu.
Ekki veit ég, hvernig unglingar hugsa nú á tímum, en
þó held ég, að enn séu unglingar svo heilbrigðir í hugs-
unarhætti, að þeim þyki drykkjulæti lítt til eftirbreytni
og vorkenni ölóðum mönnum.
Einu sinni var lítil stúlka, sem vildi vera góð og hlýðn-
ast öllum reglum, og forðast að brjóta öll bönn og fyr-
irmæli. En hennar barnslega og fátæklega lífsreynsla
sannaði henni það, að það var æði margt, sem bannað
var. Þá varð henni eitt sinn þetta að orði: „Það er svo
margt, sem má ekki.“ En þessi litla stúlka er ekki ein um
þessa bitru lífsreynslu barna og unglinga. Hvar sem þau
fara, sérstaklega í þéttbýlinu, reka þau sig stöðugt á
það, að það er svo margt, sem má ekki.
Fyrir átta eða tíu árum urðu nokkur slys af boga-
skotum í Reykjavík, en þessir bogar voru eftirlíking af
bogum fornmanna, og hættulausir, ef varúð var við-
höfð, og örinni skotið beint upp í loftið. En vegna slys-
anna voru þessir bogar bannaðir sem leikfang. Eftir að
þetta bann var gengið í gildi, varð mér gengið fram hjá
húströppum í útjaðri Reykjavíkurborgar. Á tröppun-
um sátu fjórir eða fimm drengir 12 til 13 ára. Þeir voru
að búa sér til boga, og höfðu einhvers staðar náð í hent-
ugan sviga í þessu skyni. Ég vildi gjarnan koma í veg
fyrir þessa framleiðslu, en vildi þó fara varlega og egna
ekki piltana til reiði. En oft taka drengir því illa, ef
óviðkomandi menn eru að finna að við þá. Ég stanzaði
þó hjá drengjunum og sagði eins og hlutlaus: „Heyrið
þið drengir! Ég held að þessir bogar, sem þið eruð að
búa til, séu bannaðir.“ Þeir svöruðu fáu og ég ætlaði að
halda áfram mína leið. En þá leit einn þeirra upp og
sagði alvarlegur, eins og gamall, lífsreyndur maður:
„Þetta er líklega rétt hjá honum. Það er allt bannað,
sem gaman er að.“
Þessi tilsvör litlu stúlkunnar og 12 ára piltsins eru
byggð á beizkri lífsreynslu ungmenna. Þeim finnst svo
margt, sem má ekki.
Það fer varla hjá því, að börn og unglingar, sem lesa
blöð og hlusta á ræður og útvarpsfréttir, heyri ekki
ófagrar lýsingar á framkomu barna og unglinga í borg-
um og þéttbýli, bæði hér á landi og í nágrannalöndun-
um. Éru uppþot og óspektir ungmenna, til dæmis á
Norðurlöndum oft svo alvarlegar, að lögregla og vara-
lið borganna á fullt í fangi með að stilla til friðar. Og
oft tekst þetta ekki fyrr en meiðsli og áverkar hafa orð-
ið í báðum liðum, löggæzlumönnum og óspekta-ung-
lingunum. Hvað veldur þessu? Hvaða sálrænar misfell-
ur eru þarna að verki? Þessu er víst erfitt að svara. En
fréttir af þessum ærslum og óspektum eru gómsætar,
bæði í blöðum og útvarpi, og þeir, sem leggja stund á
aðfinnslur og umvandanir í ræðu og riti, fá þarna ágætt
tækifæri, að breiða sig út yfir spillingu æskunnar og
rótleysi.
Ég ætla ekki í þessum þætti að rekja slíkar sögur um
ærzl og ólæti ungmenna, en ég vil benda á það, að þótt
allstór hópur ungmenna sé viðriðinn ærzl og óspektir í
borgum, sem hafa hundruð þúsundir íbúa, og jafnvel
milljónir, þá er þessi hópur lögbrjóta, sem betur fer,
aðeins lítill hluti af hinum mikla fjölda æskumanna á
hverjum stað. En þessi fámenni hópur gefur meira efni
í blaðafréttir og útvarp, en öll háttprúðu ungmennin, er
ekkert brjóta af sér. Þetta er sorgleg staðreynd í blaða-
og útvarps-heimi, og afleiðingin verður lík því, eins og
í Njálu hefði verið sagt meira frá Merði og Skammkeli,
en Skarphéðni og Gunnari.
En hvers vegna segir litla stúlkan: „Það er svo margt
sem má ekki,“ og 12 ára drengurinn „að allt sé bannað,
sem gaman sé að.“ Er það ekki af því, að þeim finnast
lög og reglur þrengja að frelsi þeirra og sjálfstæði?
Börn, sem uppalin eru í strjálbýli, verða þess minna
vör. Reglur, sem þar gilda um háttsemi unglinga og
framferði, eru færri og auðskildari. Þær eru yfirleitt
ekki mikið vandamál. En vandamálið eykst í þéttbýl-
inu, og þar sem fólksfjöldi er mestur. Þar verður þjóð-
félagið að setja allstrangar reglur, því að annars lenti
allt í upplausn og öngþveiti.
í skólunum, og í sambandi við skólagöngu, ríkja fast-
ar reglur og í sambandi við þær reglur eru margs kon-
ar bönn.
í umferðinni gilda strangar reglur, og hver sem þær
reglur brýtur leggur sig í lífshættu og getur orðið öðr-
um að líftjóni. Um framkomu í kirkjum, við guðsþjón-
ustur, gilda fastar reglur, en þær reglur styðjast við svo
gamla hefð, að varla þekkist, að þær reglur séu brotnar
viljandi af þeim ungmennum, sem messur sækja.
Stundum brjóta unglingar ýmsar reglur óviljandi
vegna ógætni, og eiga þeir unglingar sína afsökun, en
þeir sem brjóta hefðbundnar reglur vegna uppreisnar-
anda, eru á hættulegum villigötum, og það eru líka slík
ungmenni, sem kölluð eru skríll á máli blaðanna.
En öll brotleg ungmenni eiga heimili og aðstandend-
ur, sem þau valda sorg og vonbrigðum. Jafnvel eru sum
frá efnaheimilum, þar sem ekkert skortir, hvorki til fata
eða matar. Hvað veldur þessum ógæfusporum ungling-
24 Heima er bezt