Heima er bezt - 01.01.1966, Page 30
setning: „Allan gróður þarf að vernda, líkt og lítil börn,
til þess að hann vaxi.“ Og þriðja setningin: „Gróður-
reitimir og garðamir eru fegurstu blettirnir í bænum.
Þeir verða að fá að vera í friði.“
Við skulum nú athuga þessar setningar. Er það rétt,
að allir góðir menn elski blómin og jurtirnar? Þið get-
ið svarað spurningunum sjálf. Em fyrstu vorblómin
ekki kærkomnir gestir? Er nokkuð yndislegra en ilm-
andi blómabrekka, og gróðursælir trjágarðar? En þá
kemur vandinn að vernda þessa staði. Þar er vandinn
meiri í fjölbýli en strjálbýli. í bæjunum reyna margir
að prýða umhverfið með trjágarði og blómabeðum í
kringum húsin. í Reykjavík og víðar í kaupstöðum,
fara valdir menn um og skoða trjágarðana, og veita
viðurkenningu fyrir fegurstu og bezt hirtu garðana. Það
er gaman að fá slíka viðurkenningu, og það er gaman
fyrir börn, að eiga heima í húsi með fallegum garði í
kring. Garðurinn ber vitni um góða umgengni barns-
ins eða barnanna, annars væri hann ekki fallegur. En
það er líka vandi fyrir börnin í nágrenninu að umgang-
ast þennan fagra trjágarð. í útjöðrum bæjanna era börn-
in oft í alls konar útileikjum á kvöldin. Þá gleymist
stundum gróðurinn og trjáplönturnar, sem ef til vill era
huldar snjó. í eltingaleiknum hoppa drengir og stúlk-
ur yfir girðingarnar og lenda ef til vill á lítilli trjáplöntu
og brjóta hana niður, eða sparka sundur blómabeð. Er
nokkur undur, þótt eigandi garðsins verði reiður, og
kalli stundum ómjúk orð á eftir börnunum?
í æsingi leiksins gleyma börn því oft, að trjágarðar
við hús' eru friðhelgir staðir. Það er sorglegt, þegar
börn verða til þess að traðka á gróðri, eða brjóta niður
trjáplöntur, sem áttu fyrir sér að bera fagra trjákrónu.
A blaðinu með græna letrinu stendur líka þessi setn-
ing: ,
„Sá, sem fegrar framkomu sína, fegrar allt umhverfi
sitt, skólann sinn, heimili sitt og sjálfan sig.“
Þetta er fögur setning og athyglisverð. Ég vil ráð-
leggja Reykjavíkur börnum, sem eiga þetta spjald með
græna letrinu, að leita það uppi og lesa það vandlega og
með athygli.
Falleg framkoma barns og prúðmennska er betri
framtíðar fjársjóður en mikil auðæfi. Slík börn fegra
umhverfi sitt, skólann sinn og heimili sitt. Hugarfar
hinna fullorðnu mýkist við að umgangast slík börn. Með
lífsgleði sinni og brosmildri framkomu geta þau brætt
kuldann og hörkuna úr framkomu hins harðlyndasta
manns. En þannig er það oft í mannlífinu, að mildin,
lífsgleðin og brosin vinna stærri sigra en kuldinn, hark-
an og hrakyrðin. Líklegast kannast flestir við dæmisög-
una um storminn og sólina. Þau veðjuðu um það, hvort
þeirra gæti fyrr fengið ferðamann, sem klæddur var í
skjólgóðan frakka, til að fara úr honum.
Stormurinn byrjaði og blés og ólmaðist. Kaldur gust-
urinn næddi um ferðamanninn og tætti frá honum
frakkann, en maðurinn þreif um hann og hneppti hon-
um upp í háls. Vindurinn gafst þá upp og sagðist ekki
geta ráðið við þetta. Rétt á eftir kom sólin fram undan
dimmu, dökku skýi. Geislar hennar yljuðu ferðamann-
inum. Skap hans hlýnaði og bros breiddist um andlitið.
Hann hneppti frá sér frakkanum, fór úr honum og hélt
á honum á handleggnum. Stormurinn varð að viður-
kenna að sólin væri sterkari og hefði unnið veðmálið.
„Meira vinnst með blíðu en stríðu,“ er gamall máls-
háttur, sem enn er í fullu gildi.
í einni málsgreininni á litla spjaldinu með græna letr-
inu, er talað um að barnið fegri heimih sitt. Líklega
finnst sumum börnum þetta skrítin kenning, því að
miklu oftar heyra börnin það, að þau færi allt úr lagi
og skemmi á heimilinu. En nú ætla ég að segja hér
sögu, sem sýnir það, að börn geta fegrað heimili sitt,
og gert það skemmtilegra, þótt þeim verði oft ýmislegt
á, sem svo er nefnt.
Sagan heitir: Hættumerkið. Ég las þessa sögu fyrir
mörgum árum, en ég man ekki, hvar ég las hana. Hún
gerist í Danmörku og að mig minnir úti á Jótlandi.
Eins og flestir vita, er Danmörk þéttbýlt og frjósamt
land. Um landið þvert og endilangt liggja járnbrautir
og eftir þessum brautum þjóta járnbrautarlestir með
feikna hraða eftir fastákveðinni áætlun. Víða þurfa
járnbrautarlestir að skipta um brautarspor. Þeir, sem
stjórna umferðinni og gæta þess að lestirnar rekist ekki
á, heita brautarverðir. Ef einhver hætta er á ferðum,
setja brautarverðirnir upp rauð flögg, til að vara við
hættunni. Eru slík flögg kölluð hættumerki. Starf braut-
arvarða er vandasamt og fylgir því mikil ábyrgð. Ef
þeir gæta ekki vel starfs síns, getur það kostað mörg
mannslíf.
Einu sinni var járnbrautarvörður í Jótlandi. Hann
átti unga konu og sex ára gamla dóttur. Þessi brautar-
vörður var ágætur maður, og litlu dótturinni þótti mjög
vænt um pabba sinn. En eitt var þó, sem skyggði á ham-
ingju heimilisins.
Þessi ungi efnilegi maður var drykkfelldur og sá oft
vín á honum heima hjá sér. Litla stúlkan tók eftir því,
að þá var mamma hennar ætíð svo áhyggjufull, og
stundum hafði hún jafnvel séð hana gráta, er svona
stóð á.
Einu sinni, er litla stúlkan var að leika sér hjá pabba
sínum úti á brautarstöðinni, spurði hún hann, hvað
þessi rauðu flögg ættu að merkja, sem hann setti stund-
um út á brautarteinana. Pabbi hennar sagði henni, að
þau væru hættumerki. Ef lestarstjórarnir sæju svona
merki á teinunum, þá stöðvuðu þeir lestina, því að þá
vissu þeir, að hætta væri á ferðum. Hún spurði svo ekki
meira um þetta.
Um kvöldið sá hún pabba sinn ganga að hornskáp í
stofunni, taka þar út flösku með mörgum skrautlegum
miðum á, og fá sér vænan teyg. Nú datt litlu stúlkunni
ráð í hug. Hún vissi það að hættan var falin í flöskunni.
Hún bjó til lítið rautt flagg. Festi það á örmjóa spýtu,
laumaðist að hornskápnum, náði í vínflöskuna og stakk
flagginu litla í flöskustútinn niður með tappanum. Hún
26 Heima er bezt