Heima er bezt - 01.01.1966, Blaðsíða 32
þetta söngljúfa ljóð. Höfundur ljóðsins er þjóðskáldið
Davíð Stefánsson. Þetta Ijóð birtist fyrst í ljóðabók
skáldsins, sem hann nefndi Kvceði, en hún kom út í
fyrsta skipti 1922.
Hér birtist þá Ijóðið
HAMRABORGIN.
Hamraborgin
rís há og fögur
og minnir á ástir
og álfasögur.
A hamrinum bláa
og bergið háa
sló bjarma lengi.
Þar var sungið
á siifurstrengi.
Og meðan djáknar
til messu hringja,
opnast bergið
og álfar syngja.
Strengir titra,
og steinar glitra
í stjörnusalnum.
Friður ríkir
í fjalladalnum.
Úr byggð er sveinninn
í bergið seiddur,
af álfadætrum
í dansinn leiddur.
Hann hlær og grætur
og heillast lætur
af huldumáli.
Bergið lokast
sem brúðarskáli.
Og svo er drukkið
og dansinn stiginn,
unz syrtir að kveldi
og sól er hnigin.
í hamrinum bláa
og berginu háa
er blundað á rósum.
Nóttin logar
af norðurljósum.
Nú liggur hjá mér um áramótin allstór bréfabunki,
þar sem beðið er um ný og gömul ljóð, sem ég hef ekki
enn getað birt. Fyrir því eru tvær ástæður. Hin fyrri er
rúmleysi í tímaritinu, en hin ástæðan er sú, að ég hef
ekki getað náð í sum hin umbeðnu ljóð, en úr því ræt-
ist, ef til vill smátt og smátt.
Þátturinn þakkar svo mörg vinsamleg bréf og vænt-
ir góðrar samvinnu á nýbyrjuðu ári.
Stefán Jónsson.
28 Heima er bezt
Hljómfa gra röddin
r
g er fædd að Heiðnabergi á Mýrum í Homafirði
18. janúar 1891. Við vorum 14 systkinin, og eru
12 á lífi.
^ Foreldrar mínir, Sigríður Aradóttir og Guð-
mundur Sigurðsson fluttu svo þaðan og að Skálafelli í
Suðursveit, þar er ég uppalin.
Mamma var vön að taka ýmis verk af kunningjakon-
um sínum í sveitinni og víðar, t. d. vefi, prjón og sauma,
sem kom þá upp í greiða. Um prjónavélar var þá ekki
að ræða, nema á stöku bæjum, og man ég að hálfleiðin-
legt var að sitja lengi í einu við að prjóna, uppundir hné-
háa karlmannssokka og annað eftir því. Ég var yngst af
okkur þremur eldri systmnum, sem heima vora, því
Steinunn var uppalin hjá ömmu sinni á Reynivöllum í
Suðursveit, Steinunni Þórðardóttur, og er kona Stein-
þórs á Hala, bróður Þorbergs Þórðarsonar, rithöfundar.
Ég var mjög kvöldsvæf, þegar ég var unglingur, en
vaknaði fyrir allar aldir á morgnana, og settist ég þá
upp og fór að prjóna, þótt í skammdegi væri og svarta-
myrkur, bjó þannig í haginn a ðkvöldinu að geta prjón-
að viðstöðulaust, þótt dimmt væri.
Nú er það einn morgun, nokkru fyrir jól og allir í
fasta svefni, að ég tek prjóna mína, að venju, þá ég
vakna (vildi ekki verða á eftir hinum systrum mínum
með það, sem ég átti að prjóna). Ég mun hafa verið 10
ára, þegar þetta kom fyrir, sem sagt skal.
Ég svaf í rúmi gegnt hliðarglugga á baðstofunni, sem
vissi út að sundi, sem skildi baðstofu og inngöngubæ.
Sit ég uppi í rúminu og prjóna af kappi í myrkrinu.
Allt í einu hrekk ég við, við að heyra að sagt er hátt og
með hvellum rómi: „Flýttu þér.“ Auðvitað var ég fljót
að henda prjónunum og leggjast fyrir, og settist ekki
upp næsta morgun til að prjóna. En ekki leið nú víst
langur tími að ég byrjaði aftur. Þarna var tvíbýli og
gæti fólk hugsað, að einhver af nábúunum væri að hræða
mig, en það var ekki. Fyrst var enginn þar, sem átti
þessa rödd, og svo hafði það ekki þann sið að hræða okk-
ur systkinin, og því sízt í brúna myrkri fyrir fótaferð
og allir í fasta svefni.
Bjarmalandi, Höfn, 7. nóvember 1965.
Jóhanna frá Höskuldsstöðum.
LEIÐRÉTTING.
í Dægurlagaþættinum í desemberblaðinu 1965, þar
sem rætt er um Guðm. Guðmundsson, skólaskáld, er
fæðingarstaður hans rangnefndur Hrólfsskálahellir; á
að vera Hrólfsstaðaheílir.
Stefán Jónsson.