Heima er bezt - 01.01.1966, Qupperneq 35

Heima er bezt - 01.01.1966, Qupperneq 35
þessa breytingu ekkert nánar að sinni. Hún reynir í öllu að hjálpa fósturdóttur sinni við undirbúning ferð- arinnar, og umvefur hana ástúð sinni og nærgætni sem ætíð áður. Og hratt flýgur stund.... Nanna er ferðbúin í Frakklandsför sína. Faðir hennar og fósturmóðir aka með henni til flugvallarins ásamt Þráni bróður hennar, sem nú er orðinn stúdent og ætlar að hefja guðfræðinám á komandi hausti. Þráinn er glæsi- legur piltur, gáfaður og háttprúður, og á milli þeirra systkinanna hefir ætíð verið mjög innilegt samband. Flugvélin er albúin að leggja af stað, og farþegar teknir að streyma inn í hana. Nanna og fjölskylda henn- ar eru komin, og kveðjustundin runnin upp. Nanna virðist glöð og örugg hið ytra og hlakka til ferðarinnar. Fyrst kveður hún föður sinn og bróður, en síðast vefur hún örmum sínum um háls Sigurrósar, og hana er þyngst að kveðja. Nanna hefir þó fullt vald yfir tilfinningum sínum eins og áður, og lætur ekki bera á neinni óþarfa viðkvæmni. En er hún hefir lokið kveðjum sínum, hvíslar hún að Sigurrós í miklum flýti: — Um eitt ætla ég að biðja þig að skilnaði, elsku mamma, það er að gefa engum upp heimilisfang mitt erlendis, þó að þú verðir beðin þess. Má ég treysta því, að þú gerir eins og ég bið þig nú? Um leið og Nanna hvíslar þessum orðum, mætast augu þeirra Sigurrósar, og þar les Sigurrós að baki þessarar einkennilegu beiðni mikinn og viðkvæman leyndardóm, sem hún fær enga skýringu á að þessu sinni. — Já, vina mín, þér er alveg óhætt að treysta því, svarar Sigurrós með undrun, en jafnframt með einlægni í rödd sinni. — Ég geri það líka! Nönnu tekst að brosa glaðlega að skilnaði, og síðan snarast hún upp í flugvélina eins og örskot án þess að gefa Sigurrós nokkurt færi á að spyrja sig nokkurs frekar. Þetta er Nönnu þungbær stund, en á þennan hátt varð hún að leika lokaatriðið í þessu erfiða uppgerðar- hlutverki sínu hér heima. Og nú er því lokið, hvað svo sem framtíðin kann að færa henni í framandi landi. Dyrum flugvélarinnar er lokað. Hún hefur sig til fiugs og hverfur brátt inn á brautir blárra geima.... Fjölskylda Nönnu ekur heimleiðis. Sigurrós situr djúpt hugsi á heimleiðinni og hugleiðir síðustu beiðni fósturdóttur sinnar. Hún veltir fyrir sér því, sem hún las í augum hennar á skilnaðarstundinni: — Er nú stúlk- an hennar hætt að hafa hana að trúnaðarvini sínum eins og áður? Hvað hefir komið fyrir Nönnu, og hví vill hún leyna heimilisfangi sínu erlendis? Ef til vill er leyndarmálum hennar þannig varið, að hún geti ekki einu sinni trúað mömmu sinni fyrir þeim. — Elsku stúlkan mín, hugsar Sigurrós klökk. Mamma skal alltaf biðja góðan Guð fyrir velferð þinni. Hans vegir eru órannsakanlegir okkur til blessunar. — Gefðu engum upp heimilisfang mitt erlendis! — Þetta var ein- kennileg bæn að skilnaði — og leyndardómsfull. En hún gaf Nönnu loforð um fullan trúnað í því máli. Og henni skal hún aldrei bregðast. XI ÓVÆNT VONBRIGÐI OG UNG SORG Magnús lögmaður og Erla koma bæði heim að þessu sinni í bifreið Magnúsar og verða samferða inn í húsið. Frú Klara er vöknuð fyrir góðri stundu og komin niður í eldhúsið til þess að framreiða kvöldverðinn. Hún hefir á ný náð sínu venjulega hugarjafnvægi, en hún er ó- venju máttfarin, og henni líður allt annað en vel. En hún skal ekki játa vanlíðan sína fyrir neinum, heldur koma fram eins og ekkert hafi í skorizt á þessum degi, og allt hafi verið með felldu um brottför Nönnu af heimilinu. Frú Klöru er alveg ókunnugt um, hvað til sé af mat- föngum heima, því það hefir Nanna séð um að öllu leyti, og hún sjálf ekki þurft að hafa neinar áhyggjur af slíku, síðan hún kom heim af sjúkrahúsinu. Hún skoðar fyrst hvað ísskápurinn hafi að geyma, og verður þar sannarlega ekki fyrir neinum vonbrigðum. Sjálf hefir hún aldrei gert meiri né hagsýnni innkaup en þar gefur að líta. Það getur hún ekki annað en viðurkennt fyrir eigin samvizku sinni. En hún hrindir því óðar úr huga sínum, ásamt öllu öðru, sem Nanna hefir fyrir hana gert, og ætlar aldrei að hugleiða það framar. Hún tekur fram það, sem fljótlegast er að framreiða til kvöldverðar og kveikir síðan á eldavélinni óstyrkum höndum. En nú er frú Klara ekki lengur alein í húsinu. Maður hennar og dóttir koma samtímis inn í eldhúsið til henn- ar og nema þar staðar. Þau heilsa henni og spyrja síðan einum rómi, er þau sjá að hún er ein við eldhússtörfin: — Hvar er Nanna? — Hún fór héðan alfarin í dag, svarar frú Klara eins blátt áfram og eðlilega og henni er unnt. — Farin! segja feðginin bæði í samróma undrun. — Og hver var ástæðan fyrir svo óvæntri brottför? spyr Magnús lögmaður og horfir rannsakandi á konu sína. — Stúlkan var ekki ráðin hér neinn vissan tíma, eins og þú veizt, og nú get ég sjálf annazt um heimili mitt með aðstoð Erlu, svo að það varð að samkomulagi hjá okkur í dag, að hún fengi sig lausa úr vistinni, svarar frú Klara í léttum, leikaralegum tón, sem henni er síður en svo eðlilegur, en nær þó tilgangi sínum að þessu sinni. — Það var heppilegt, að mánaðamót skyldu einmitt Heima er bezt 31

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.