Heima er bezt - 01.01.1966, Side 37

Heima er bezt - 01.01.1966, Side 37
MAGNEA FRÁ KLEIFUM: HANNA MARlA og villingarnir FVRSTJ HLUTI I. Kátt er í koti. „Já, Hanna mín.“ „Hvernig heldurðu að þau séu?“ „Þau hver?“ „Krakkarnir sem eiga að koma hingað.“ „Já þau.“ „Afi.“ „Ha -?“ „Afi.“ „Já, Hanna mín.“ „Hvemig era þau, sagði hann þér það?“ „Hann hver?“ „Nú, presturinn.“ „Æi lambið mitt, lofaðu mér nú að lesa ofurlitla stund í friði, svo skal ég svara öllum þínum spurningum á eftir.“ „Lofarðu því?“ „Já, já.“ „Upp á æru og trú?“ „Já, já,“ sagði afi óþolinmóður, „og farðu nú hróið mitt og talaðu við Neró um þetta, eða við Sonju.“ Svo faldi afi sig aftur á bak við dagblaðið sem hann var að lesa, en Hanna gekk út. Amma hafði lagt sig miðdegislúr fyrir ofan afa, svo enginn var í eldhúsinu. Þar stóð sykurkerið á eldhúss- bekknum og tveir bollar hjá. Afi og amma höfðu auð- sjáanlega fengið sér molasopa, áður en þau lögðu sig. Hanna horfði á sykurkerið, — ætti hún að fá sér mola? Það þyrfti enginn að vita það. Jú, Guð, hann sá allt. En gat nú Guð séð í gegnum svona þykka torfþekju? Nei, það var ómögulegt, — og ef hún stæði nú fyrir glugg- anum, svo hann gæti ekki séð þar inn? Hanna horfði löngunaraugum á molana svo hvíta og gimilega. Síðan andvarpaði hún ofurlítið, setti hendurnar aftur fyrir bak og gekk hægt í átt til dyranna. Neró lá í gluggatóftinni og svaf. Hanna María lagð- ist niður hjá honum og strauk mjúka feldinn hans. Voða- lega voru hárin á honum heit, það mátti víst ekki miklu muna að það kviknaði í honum. „Er þér ekki voðalega heitt, viltu koma í bað?“ hvísl- aði hún í lágum hljóðum. Neró og hún máttu semsé aldrei tala hátt í gluggatóftinni, þegar afi og amma sváfu miðdegisblundinn sinn, því þau höfðu alltaf gluggann opinn til að fá gott loft inn. En hávaða vildu þau ekki hafa, það hafði amma margsagt, og stundum rekið þau burt, ef þau gleymdu að hlýða henni. Neró sperrti eyrun. Koma í bað, jú víst vildi hann það. Væri hann nógu blautur, létu flugurnar hann í friði, og nú voru þær einmitt óþarflega nærgöngular. Hann reis á fætur og teygði sig vel og vandlega. Það var hans leikfimi. Svo geispaði hann svo hroðalega, að Hanna María sá alveg niður í kok á honum. Hvílíkar tennur. Ekki vildi hún lenda á milli þeirra. Lá við að henni væri um og ó. „Heyrðu Neró minn, þarf ekki að draga eitthvað af þessum tönnum úr þér? Ertu ekki farinn að fá tann- pínu í þessar hvössu?“ spurði hún. Neró lokaði munninum með háum skelli og hremmdi um leið stóra flugu. Hanna horfði hugsandi á hann. Svo sannarlega var hann ekki með tannpínu, þá hefði hann ekki skellt munninum svona fast aftur heldur lokað honum ósköp varlega, eins og Hallfríður hafði gert, þegar hún var með tannverk. Þau tóku sér góðan sundsprett og lögðust svo í sand- inn hvítan og þurran. „Hvemig heldur þú að það verði að hafa tvo krakka hér, kvölds og morgna og miðjan dag?“ Neró horfði á Hönnu alveg hissa, eins og hann vildi segja: — Hvaða krakkar eru það nú, sem þú ert að tala um? Hanna hélt áfram og horfði uppí sólina gegnum grænt gler. „Þú veizt að það eiga tveir krakkar að koma hingað, strákur og stelpa. Þau eru systkini og hálfvitlaus, grey- in, sagði presturinn. Það var einmitt presturinn sem bað afa fyrir þau, manstu það ekki?“ En Neró mundi ekki neitt. Hann hafði ekki fengið að vera inni í stofu hjá prestinum eins og Hanna María. Reyndar hafði henni verið sagt að fara út og leika sér, Heima er bezt 33

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.