Heima er bezt - 01.01.1966, Side 38

Heima er bezt - 01.01.1966, Side 38
því fullorðna fólkið þyrfti að tala saman, en stofuglugg- inn var opinn, og út um hann gat hún heyrt hvert ein- asta orð, ef hún hlustaði vel. „Það er víst ljótt að hlusta, þegar maður á að vera úti,“ sagði Hanna, „en ég skal segja þér, Neró minn, að maður getur ekki með nokkru móti staðizt allar freist- ingar, hvað ætti maður þá líka að hafa til að biðja Guð að fyrirgefa sér, en ég stóðst stóra freistingu í dag. Ég held að Guð hljóti að hafa verið glaður, þegar hann sá að ég gekk út úr eldhúsinu án þess að snerta molana, heldurðu það ekki líka?“ Neró játaði því með því að dilla skottinu. „Hvað ætli klukkan sé nú orðin, afi er áreiðanlega vaknaður, og þá skal hann fá að svara öllu, sem mig langar til að vita. Hann lofaði því upp á æru og trú, svo hann má ekki svíkja mig.“ Hanna stökk á fætur og klæddi sig í fötin, svo þutu þau Neró af stað eins og stormsveipur heim að Koti. Afi var einmitt að fá sér molasopa við eldhússborðið, þegar þau ruddust inn. „Nú skal ég þó fá að vita allt sem mig langar til,“ sagði Hanna María hróðug. „Hvernig ætlarðu að fara að því, litla bullukollan mín?“ sagði afi brosandi, hann var alveg búinn að gleyma, hverju hann hefði lofað. „Þú átt að svara öllum mínum spurningum, þú lofaðir mér því upp á æru og trú.“ „Ha —? Það er ómögulegt, hvenær gerði ég það?“ spurði afi alveg hissa. „Áðan, þegar þú varst að lesa og nenntir ekki að tala við mig,“ sagði Hanna María. „Er það mögulegt, að ég hafi verið svo heimskur. Nú má ég aldrei framar lesa eða sofa, því ég trúi varla að þú verðir uppiskroppa með spumingar næstu fimmtíu árin,“ sagði afi og lézt vera mjög áhyggjufullur. „Heyrðu mig nú hrokkinkolla, eigum við að gera samn- ing?“ Hanna María hugsaði sig um, afi var vís til að leika á hana. „Viltu semja?“ spurði afi. „Lofaðu mér fyrst að heyra, hvemig þú ætlar að plata mig?“ sagði Hanna María. „Ég ætla að hafa það þannig, að fyrstu spurningunni svara ég, svo segir þú eina upphátt, henni þarf ég ekki að svara, þeirri næstu svara ég, þá margfaldar þú þessa einu með tveimur, og þeim losna ég við að svara. Svona höfum við það, ég svara alltaf einni, og þú margfaldar þær sem ég læt ósvarað með tveimur, er það ekki ágætt. Þá fæ ég tíma til að taka í nefið og hugsa ofurlítið, meðan þú spyrð útí loftið.“ Hanna María hugsaði sig um, þetta virtist nú ekki vera svo slæmt, hún gæti áreiðanlega bjargað sér með þessu. „Allt í lagi, við höfum það þá svona, má ég svo byrja?“ sagði hún áköf. „Nei, nei, ekkert óðagot, nógur er tíminn,“ sagði afi og brosti kankvís meðan hann dró upp tóbaksdósimar sínar. „Svo setjum við það í reglurnar, að þú spyrjir aldrei tvisvar sömu spumingar, mundu það.“ Hanna sá að það væri nú hægur vandi, hún ætlaði að spyrja einhvers sem hún vissi, eða bara að því sem væri tómt bull, þegar afi þurfti ekki að svara. Þó var hún ekki viss um nema afi væri að leika á hana, hann var svo glettinn á svipinn. „Líki okkur ekki samningurinn, segjum við honum upp með þriggja vikna fyrirvara,“ sagði afi. Hanna María játti því, hún vissi samt ekki vel, hvern- ig samningi væri sagt upp, svo það var eitt af því sem hún þyrfti að spyrja afa um. „Má ég nú byrja?“ „Ætli ekki það,“ sagði afi. „Hvenær koma krakkarnir hingað?“ „Eftir svona viku.“ „Hvernig eru þau?“ Afi svaraði ekki, en fór að hlæja. Þá áttaði Hanna María sig, hún mátti sveimér passa sig að spyrja ekki útí loftið að því, sem hana langaði til að vita. „Jæja, þetta gerir ekkert til, þú veizt hvort sem er ekki, hvernig þau eru,“ sagði hún rólega. „Hlakkar þú til að fá krakkana, afi?“ „Já, því ekki það, það er alltaf gaman að krökkum.“ „Er líka gaman að villingum?“ „Einu sinni tveir era tveir,“ sagði afi. „Ó!“ sagði Hanna, þetta ætlaði að verða dálítið erf- itt. „Farið þið nú út og haldið þessari vitleysu áfram þar,“ sagði amma. „Hve mörg hár eru á Neró?“ spurði Hanna. Afi skellihló. Hanna María myndi áreiðanlega reyna að spyrja útí loftið að því sem hún var viss um, að hann gæti ekki svarað. Þau gengu saman útí skemmu. Afi þurfti að athuga öll amboð vel og vandlega fyrir sumarið. Hann tók nú reiðingana og bar þá út á hlaðið, veðrið var svo gott, að hann ætlaði að sitja úti við að bæta reiðingsdýnumar. Svo þurfti hann að smíða nýjan klakk í klyfberann hans Mósa gamla. Hanna María hjálpaði afa við að bera dótið út, svo settist hún í varpann hjá honum. „Nú getum við farið að sauma, þú getur svo vel feng- ið stóra rúllupylsunál hjá ömmu og hjálpað mér, er það ekki gott?“ sagði afi. Jú, Hanna María var fús til þess, það var alltaf svo gaman að hjálpa afa. — Hún hljóp inn eftir nálinni og togþræði til að sauma með. „Ég held að amma ætli að fara að steikja kleinur,“ sagði Hanna, þegar hún kom út aftur. „Namm namm,“ sagði afi, „ég er strax farinn að hlakka til kaffitímans.“ (Framhald.) 34 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.