Heima er bezt - 01.01.1966, Page 39

Heima er bezt - 01.01.1966, Page 39
HEIMA_____________ BEZT BÓKAHILLAN John Pfeiffer: Fruman, Reykjavík 1965. Almenna bóka- félagið. Allan E. Nourse: Mannslíkaminn, Reykjavík 1965. Almenna bókafélagið. Almenna bókafélagið lætur skammt stórra höggva á milli með útgáfu ágætra fræðiritaflokka. Jafnskjótt og lokið var hinum prýði- lega flokki um Lönd og þjóðir, er byrjað á nýjum flokki, sem kall- ast Alfræðasafn AB. í þeim flokki verða einkum rit um náttúru- fræðileg efni, og eru þau um frágang og búnað lík og landfræði- bækurnar og samdar a£ hinum færustu sérfræðingum, og til þeirra valdir hinir beztu þýðendur. Bækurnar eru gæddar miklum og góðum myndakosti og að ytra búnaði prýði í hverju bókasafni. Mestu skiptir þó efnið, og af þeim tveimur bókum, sem þegar eru komnar er ljóst, að það stendur ekki ytra búnaðinum að baki, og gefa þær nokkra hugmynd um safnið allt. Fruman, sem dr. Sturla Friðriksson þýðir, segir frá gerð og slarf- semi frumunnar, smæstu lífsheildarinnar eins og hún hefur verið kölluð. Er það gert á sögulegum grundvelli, þannig að lýst er, hversu þekkingunni hefur smám saman þokað áleiðis, unz lesand- inn er leiddur inn í rannsóknarstofur nútímans með allri þeirra undratækni. í myndum og máli er svo gerð og starfi frumanna lýst, efnasamsetningu, breytingum, sem verða á efninu, sagt frá lausn á gátu erfðanna, svo að eitthvað sé nefnt. Lesandanum er opnaður nýr furðuheimur, ævintýralegri miklu en nokkur skáld- skapur getur gert sér í hugarlund, og er ég þá illa svikinn, ef mörg- um þykir þetta ekki nýstárlegt og vilja vita meira. Þótt um erfitt efni sé fjallað, er framsetningin ljós og auðskilin, þó virðist mér sums staðar, að nauðsynlegt sé að hafa nokkra undirstöðuþekk- ingu, til að hafa full not þess, sem sagt er. Verk þýðanda hefur verið erfitt en hefur tekizt vel. Sum nýyrða hans og notkun eldri orða getur að vísu orkað tvímælis, en úr því getur reynslan ein skorið. Mannslikaminn, sem þeir læknarnir Páll V. G. Kolka og Guðjón Jóhannesson þýða, er um margt lík hinni fyrri bók. Á grundvelli sögulegra rannsókna er mannslíkamanum lýst og skyggnst inn í heima læknisfræðinnar allt frá hinum fyrstu fálmkenndu tilraun- tim til nútímans. Er það allt sett fram á skýran og skemmtilegan hátt. Ég get vænst þess, að sumum þyki Mannslíkaminn skemmti- legri aflestrar en Fruman, enda stendur oss efnið að ýmsu leyti nær. Þýðingin er góð. Útgáfa þessara bóka er viðburður í íslenzkri bókaútgáfu. Og vandfcngin verða þau rit, sem betur séu fallin til að veita þekkingu og skapa forvitni á þeim undraheimi, sem vér erum sjálfir og lifum í. Merkir íslendingar. Nýr flokkur IV. Reykjavík 1965. Bókfellsútgáfan. Ekki verður um það deilt, að safnið Merkir íslendingar er eitt hið merkasta safnrit um söguleg fræði, sem nú kemur út og flest- um harðla kærkomið. í þeim 10 bindum, sem þegar eru komin, eru yfir 140 ævisögur íslendinga. Sumar þeirra áður hreinasta fá- g;cti, en aðrar dreifðar í tímaritum. Loks eru nokkrar sögur birt- ar hér í fyrsta sinni. í þessu nýja bindi eru 12 ævisögur. Elztur cr þar á þingi Jón biskup helgi, en yngstur dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði. Eins og vænta má eru ævisögurnar misjafnar að lengd og gæðum. Sumar þeirra eru með ágætum svo sem saga Þormóðs Torfasonar eftir Halldór Hermannsson, Björns frá Viðfirði eftir Guðmund Finnbogason og Þorvalds Jakobssonar prests eftir Lúð- vík Kristjánsson, birtist hún hér í fyrsta sinn og er um margt bezta saga bindisins. Alltaf er elskuleg ritgerð Hannesar Hafsteins um Jónas Hallgrímsson, enda góður að henni nauturinn, og ekki finnst mér minnst til um ævi sr. Gunnars Gunnarssonar eftir sr. Björn Halldórsson, þótt sumir hafi í hana hnýtt. Lesandinn fær þar glögga mynd af þessum ágætismanni, sem svo lítið hefur verið skrifað um, og ástúð og hlýja höfundar skín úr hverri setningu. Nokkrar prentvillur eru óprýði á þessari ágætu bók. — Sr. Jón Guðnason er ritstjóri verksins. Bólu-Hjálmar: Ritsafn I.—III. Reykjavík 1965. ísafoldar- prentsmiðja. Árið 1949 gaf ísafoldarprentsmiðja út ritsafn Bólu-Hjálmars, og lokabindi með æviágripi hans nokkrum árum síðar. Annaðist Finnur Sigmundsson landsbókavörður útgáfuna, samdi æviágrip- ið, skýringar og orðalista, allt af hinni mestu vandvirkni og prýði. Er ánægjulegt til þess að vita, að forlagið skuli nú geta sent frá sér nýja útgáfu ritsafns þessa, og sýnir það, að Hjálmar gamli á enn ítök í þjóðinni, og menn kunna að meta það, sem vel er gert. Þessi nýja útgáfa er endurprentun hinnar fyrri, með litlum kvæða- viðauka. Brotið er hins vegar stærra, svo að bindin eru nú þrjú í stað sex áður. í fyrsta bindi eru ljóðmælin, í öðru rímur ásamt skýringum, heimildaskrá og orðasafni, en í því þriðja laust mál Hjálmars, Æviágrip eftir Finn og ýmsir þættir og frásagnir um Hjálmar. Með útgáfu þessari er minningu hins gamla skálds gerð verðug skil, því að hún er vel frá gengin í hvívetna og snotur að ytra búnaði án alls íburðar, eins og vera ber. Efa ég ekki að henni verði fagnað að verðleikum. Guðrún frá Lundi: Sólmánaðardagar í Sellandi. Reykja- vík 1965. Leiftur h.f. Ekki veit ég hve margar sögur Guðrúnar eru nú orðnar, enda skiptir það ekki máli. Vinsældir hennar haggast ekki meðal les- enda. Þessi nýja saga er ekki verulega frábrugðin hinum fyrri. Þar segir frá daglegu lífi tveggja heimila. Þó eru hér meiri átök milli persóna en oft áður og skýrari persónulýsingar. Nákvæmni frá- sagnarinnar veldur þvf, að lesandinn gjörþekkir sveitina, bæina, fólkið og jafnvel skepnurnar. En er ekki einmitt þessi smásmugu- lega nákvæmni lykillinn að vinsældum höfundar. Hún lýsir því sem menn þekkja og skilja. Margir gera sér að skyldu að hnýta í sögur Guðrúnar og fleiri kvenna, sem skrifa í líkum stil. En er vér lítum á allar þær þúsundir lesenda, sem sögur þessar veita ánægju, er það þá ekki líka list að kunna að slá á slíka strengi. Og enginn getur borið Guðrúnu það á brýn að sögur hennar spilli nokkrum. Og sá er grunur minn, að í framtíðinni verði oftar vitnað til sagna Guðrúnar frá Lundi en margs þorra þess skáldskapar, sem sumir kalla list á vorum dögum. Heima er bezt 35

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.