Heima er bezt - 01.02.1966, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.02.1966, Blaðsíða 19
ir? Segjum að Jrað þyrfti enga húsaleigu að borga, ætti sitt hús sjálft. Ég meina nú t. d. á Fossá, án þess að fást við sjóvolk. Ég hafði aldrei neitt brúk fyrir sjóinn þó mig langaði til að lifa nálægt honum. Hvað áttu mörg börn? mig minnir þú ættir tvö þá þú skrifaðir mér síðast. Vonandi hittir miðinn þig og þína í góðu standi, þess óskar G. Goodmann. Adress: G. Goodmann. Pt. Roberts Waatcom Co. Vashíngton U. S. A. Sennilega er bréf þetta skrifað 1921—2. Var Gísli þá í miklum heimferðarhug, þó ekkert yrði úr því áformi, sennilega mest af heilsufarslegum ástæðum. Skömmu síðar flytzt hann til Hawaii eyja og dvelur þar til dauða- dags, einstæðíngur eins og sjá má á bréfum hans sem hér birtast. G. E. Holúlóa North Kóna, 27. maí 1936. .... mér líður bærilega eftir því sem vænta má á mín- um aldri, verið laus við að mestu vonda verki er vana- lega fylgja hjartabilun, hef haft af og til, styrk frá stjórninni, er hefir dugað að mestu út á landsbygðinni hvar húsaleiga er lág, í bænum hefði mér verið íllfært að vera utan í ódýrustu fátækra kompum innanum rusl- ara lýð. í það heila tekið, get ég ekki kvartað um kjör mín, verið margboðið á Elliheimili, en ákveðið að vera laus við þá stofnun meðan fært er. Hefi verið einn svo lengi án nokkurs aðhalds, og á ei samleið með vanalegu fólki, líldega orðinn að viðundri í einverunni. Það er fólk allt í kríng, örskammt frá kofa mínum, er enn í sama stað, þá ég skrifaði þér 1932 að mig minnir, bara í öðrum kofa en rétt við aðalveginn til hafnarinnar. Hef 3 verelsi og landblett í kríng, sem þó er gagnslaus, þar ekkert er á landinu nothæft að heita má, og ég ófær til als er vinnu heimtar, enda æði fátt er borgar fyrirhöfn á smáblettum, síðan kaffið féll í verði, sem er enn að- eins 5 cent pundið eða minna. Það eru aðeins þeir sem eiga nautgripi sem þéna á landbúnaði hér, því nú fá þeir allgott verð, n. 1. 10—12 cent á pundið í þeim á fæti, en það tekur æðimildð land, og land er dýrt og ófáanlegt að sagt er til kaups. Stóru landeigendurnir vilja leigja en ei selja, svo þeir hafi að eilífu yfirráð yfir alþýðu í hendi sinni. Því sagt er, að leiguliðar séu vanalega eign- arfé landsdrottins, hvað sem ykkar pólitíkusar mótmæla því, ég fylgist með enn, hvað gerist á íslandi, fæ blöð af og til. Vigfús Guðmundsson gestgjafi ritstjóri og hóteleigandi, hefir nú í ár, eða meira, sent mér stjórnar- blaðið, og svo sé ég Kanada íslensku blöðin. Eg hef verið að skrifa eitt og annað, er máské kemur út í tíma- riti Vigfúsar, með tímanum. Verð að hafa eitthvað að gera til að drepa tímann. Aldrei sé ég neitt úr eyjum eða af Barðaströnd, utan að öll hlunnindi þar eru búin að vera. Þá fýsir að drepa svartbakinn. Virðist andlegur doði ríkja þar sem áður voru æði mörg andans mikil- menni, svo fyrstir verða síðastir, og síðastir fyrstir. En þetta er máské ekki rétt, þó fólkið þar fáist ei við að skrifa í blöðin um málefni sín. Eg veit ekki hvort verzl- un er enn í Flatey. í áætlun báta um Breiðafjörð, er Flateyjar aldrei minst, þó þeir flækist um allt sunnan til inn í Gilsfjörð. Það sýnir áhugaleysið að fá þá að koma vestan megin. Skip komu í fornöld á Hagabót og eflaust víðar ykkar megin. Eg hygg að hrein sé sigl- ing af hafi allt máské inn á Vatnsfjörð eða yfir á Múla- nes, fyrir báta sem ekki draga nema 5—6 fet í sjó, þar líklega verður langt að bíða að vegur fáist yfir Þíng- mannaheiði, þó á ströndinni smáþokist vegurinn vestur á bóginn og kominn fyrir Gilsfjörð. Jæja, systir er óánægð þarna á Sandi, allt erfiðara þarna en á Rauðsstöðum, þá hreppsbúar á Sandi séu efnaðri þá er það henni engin bót. En ef þeir fara að virkja sandinn þarna á Patreksfirði geta drengir hennar fengið þar vinnu við sementsgerðina. (Hér mun vera átt við þann orðróm er kom á gang, að sementsverk- smiðjan yrði reist hér vestra, vegna hins mikla sands í Sandodda. G. E.). Og þá verður líklega hægt að nota kalk til áburðar með tíð og tíma. Mildl eru harðindin þarna nyrðra, líklega flyst fólk þaðan með tíð, þar sem þeir eru að útbúa nýbýlin syðra, þar ætti að vera allgott að vera nálægt besta markaðinum í landinu. Það eru víst engin hlunnindi þar sem þú býrð að mig minnir? Ekki man ég hvort fiskur var í vatninu (þ. e. Vatns- dalsvatn) í dalnum inn af Vatnsfirði. En eflaust mætti færa hann þangað, ég les að bændur í Skaptártungu hafi alið upp fisk í ám, hvar hann aldrei var áður að fá, frændi þess manns er flestar rafstöðvar hefir byggt á landinu (þ. e. Bjarni Runólfsson í Hólmi. G. E.). Nú myndast líka markaður á Suðurlandi fyrir búsafurðir að sumri til, þegar ferðamenn byrja að koma í stórum stíl að heimsækja heitu svæðin þar. Ölvusið, Krísuvík o. fl. staði, þar sem stjórnin hefir sett af stað skrifstofu til að hæna ferðafólk til landsins. Hér taldist til að 5 milljónir dala hefði fengist frá ferðafólki s. 1. ár. Þar allt er fullt nú í bænum af gestum svo sumir renta eigin heimili um tíma fyrir 100—150 dali á mánuði, eða tvö- falt og þrefalt við venjulega leigu á húsum. Allt má heita bærilegt með afkomu fólks hér í sveit, þar nægt regn hefir fengist í 2 s. 1. ár. Líka töluverð hjálparvinna er Washingtonstjórn borgaði, en sú sögð á förum. Það er sagt að skuldirnar séu orðnar gífurlegar, en hér kemst fólk af allt að einu, með að lifa á því sem landið gefur af sér, langtum betur en í Ameríku, þar aldrei er kalt hér að heita má, og alltaf má fá eitthvað til bjargar, og landblett með kofa má fá hér á 25 dali yfir árið, eða sama og mánaðarleiga í bænum fyrir óvandað fjögurra verelsa hús. En atvinna sama og engin utan lítilsháttar Heima er bezt 55

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.