Heima er bezt - 01.02.1966, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.02.1966, Blaðsíða 29
— Á Nanna Harðardóttir heima hér? spyr Snorri hæversklega, og virðir konuna einnig fyrir sér. — Hún hefir átt það, svarar konan örlítið hikandi. — Er hún ekki heima? — Nei. — Getið þér þá gert svo vel og sagt mér, hvar hún er? — Hún er ekki hér á landi. — Ekki hér á landi! hefur Snorri eins og ósjálfrátt upp eftir konunni. — Hvar er hún þá? Konan horfir á Snorra, og bjartur svipur hennar lýsir einlægni, en jafnframt djúpri alvöru. — Því miður get ég ekki gefið yður upp heimilisfang hennar erlendis. — Vitið þér þá ekkert um það, hvar hún dvelur nú, frú mín? Konan hikar andartak við svarið, en hún hefir aldrei lagt það í vana sinn að segja ósatt, og ætlar heldur ekki að beita því núna. Hún svarar því brátt hlýtt og ró- lega: — Jú, ekki neita ég því. En ég skal segja yður sann- leikann í fullri hreinskilni, ungi maður: Nanna bað mig þess að skilnaði við brottför sína héðan af landi að gefa engum upp heimilisfang sitt ytra, og því hét ég henni. Og nú vona ég að yður sé Ijóst, af hverju ég get ekki sagt yður hvar hún dvelur nú, og aðrir en ég hérlendis munu ekki þekkja til heimilisfangs hennar erlendis með neinni vissu. Snorri náfölnar, en segir rólega: — Þá er óþarft að ræða þetta frekar, fyrirgefið mér ómakið, frú. Verið þér sælar. — Hann lítur á konuna andartak um leið og hann kveður hana, og mætir aug- um hennar í snöggri svipan, en hlýjan og mildi sú, sem lýsir úr augum hennar fer eins og friðandi straumur um hið ólgandi haf heitra og sárra tilfinninga, sem svellur í brjósti hans á þessari örlagaþrungnu stund. En honum finnst ekki viðeigandi að njóta þess lengur. Þetta hlýtur að vera góð kona. — Verið þér sælir, ungi maður, segir hún lágum, hlýjum rómi. — Það hryggir mig, hafi ég sært yður, en það var þá sprottið af óviðráðanlegum orsökum. Snorri lyftir húfunni kurteislega á ný, en eins og í leiðslu og reikar svo burt frá húsinu. Hann stígur inn í bifreiðina og lætur svo aka heimleiðis. Sigurrós snýr aftur inn í húsið og hugleiðir þessa óvæntu heimsókn. Hún veit ekki einu sinni nafn þessa unga manns, því að þau kynntu sig ekki hvort fyrir öðru, meðan þau ræddust við. En hún minnist ekki að hafa séð öllu glæsilegri ungan mann um ævina með jafn fágaða framkomu. Og henni mun seint gleymast það andartak sem augu þeirra mættust, eftir að hún hafði gefið honum lokasvarið urn heimilisfang Nönnu erlend- is. Hvílík dýpt sársauka og hryggðar sem hún las þar. Aumingja pilturinn! Og er hún nú hugleiðir framvegis, að þessi ungi mað- ur var klæddur flugstjórabúningi, minnist hún þess að Nanna hafði sagt henni, er hún kom heim eftir að hafa ráðið sig bústýru hjá Magnúsi lögmanni, að þau hjónin ættu tvö uppkomin börn, og að sonurinn, sem hún nefndi ekki með nafni, væri flugstjóri og því sjaldan heima. En hann hefir þá sennilega verið svo mikið heima síðastliðið sumar, að þau Nanna og hann hafi kynnzt nokkuð náið, eftir því, sem henni finnst líkur benda til. Og nú vakna hjá henni nýjar spurningar í sambandi við hina snöggu og óvæntu utanför Nönnu. Stæði hún ekki eitthvað í sambandi við þennan pilt? Og hvernig þá? Eru örlögin að færa hér á svið einhvern ástar-harm- leik, þar sem stúlkan hennar kæra sé ef til vill annar aðal-aðilinn? Frú Sigurrós veit, að hún muni alls ekki að sinni fá neitt svar við þessum spurningum sínum, fyrr en ef til vill einhvern tíma í framtíðinni, því að hún trúir því og treystir, að sannleikurinn sigri að lokum í hverju máli. Ætti hún að skrifa Nönnu um heimsókn þessa unga manns? Nei. Það skal vera algjört leyndarmál af henn- ar hálfu, þar til hún hittir Nönnu sjálfa á ný. Hitt get- ur orðið of viðkvæmt að skrifa um slíkt. En ef til vill skýrist þetta mál á einhvem ófyrirsjáanlegan hátt, áður en fundum þeirra ber saman að nýju. Og frú Sigurrós tekur til starfa á ný í sinni björtu trú á sigur sannleik- ans og réttvísinnar í hverju góðu máli. Leigubifreið Snorra nemur staðar heima við hús for- eldra hans. Hann greiðir bílstjóranum gjaldið og reikar síðan inn í húsið og beina leið upp í einkaherbergi sitt, án þess að gera vart við sig niðri. Hann þráir einveru um stund. En er hann kemur inn í herbergi sitt, mætir hon- um þegar nýtt og sársaukafullt undrunarefni: Kjóllinn, sem hann færði unnustu sinni að gjöf síð- ast, þegar fundum þeirra bar saman, liggur þar á legu- bekk hans. — Hvað hefir komið fyrir Nönnu? Hví skyldi hún hér eftir fyrstu gjöfina frá honum? Gat hún ekki einu sinni hugsað sér að eiga svo mikið sem einn kjól til minningar um hann? Hvað hefir eiginlega gerzt, síðan hann var hér á ferð síðast? Hvar fær hann rétt svar við þeirri spurningu? Snorri trúir því alls ekki, að Nanna hafi bmgðizt honum alveg að ástæðulausu, þó að hann eigi enga sök þar á, svo hann viti. En hver gat þá ástæðan verið? Hversvegna fór hún strax af landi burt og bað þess, að heimilisfang sitt ytra yrði engum gefið upp? Hann er þess fullviss, að það hafi verið fósturmóðir Nönnu, sem hann talaði við í dag, þótt þau kynntu sig ekki hvort fyrir öðru. Honum fannst fara bezt á því að hafa það svo, úr því sem komið var, að nafn hans væri henni íeyndardómur. En hann er þess jafnframt fullviss, að sú kona sagði honum ekki ósatt, og hann hefði viljað mega tala lengur við hana í dag, en slíkt átti ekki við, þar sem þau voru bláókunnug hvort öðru. Snorri tekur kjólinn varlega upp af bekknum og Heima er bezt 65

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.