Heima er bezt - 01.02.1966, Blaðsíða 20
Var aðsetur „Konungs Kanaka“ þjóðarinnar, þ. e. a. s. frum-
byggja fyrr meir.
vegagjörð, svo margir flytja í bæjinn í þeirri von að
atvinna sé þar, en verða svo flestir fyrir vonbrigðum
og fá ef í nauðir rekur atvinnustyrk aðeins 15 krónur
á mann á mánuði, eða helmingi minna en í Reykjavík.
Hitinn borgar sig vel fyrir ríka fólkið, því öreigarnir
komast af með hálfa gjöf, eins og sagt var heima í gamla
daga. Hérna úti lifir fátækasta fólkið á brauðaldinum
og ávöxtum, og olía fæst til neytzlu úr hnotum af ýms-
um trjám, ef ekki er hægt að kaupa feitmeti vegna aura-
leysis. Kjöt og fiskur er dýr vara hérna jöfn að verðlagi
25 cent pundið. En Japanar færa oss fisk úr norðurátt,
furðu ódýran saltaðan og hertan. Með því að kaupa
vætt eða meira er prísinn 7 cent pundið, en 10 í smá-
sölu. Innflutt er eflaust 2 milljón pund, fyrir utan það
sem fiskifloti eyjanna aflar, og svo frá Ameríku en það
er mest niðursoðið einnig mikið af niðursoðnum laxi
frá Rússum á Sagalíey.
Nóg mun komið, það er ekki gott að vita hvað ókenda
intresserar fregna svo maður verður að giska á eitthvað.
Mér líkar allt er viðkemur alþýðunni, og gamlar sagnir
hvaðan sem þær koma. Var að lesa um Ólaf sýslumann
í Haga og Halldóru, Ólafur var afi Vigdísar í Hergils-
ey er var gift Bergsveini í miðbænum. Sá Ólafur lét
drepa 2 menn í Haga, Sigurð eldra frá Geirseyri og
Bótólf þann er drap Jón Gottskálksson sunnan við vað-
alinn í Vatnsfirði. Svo' ýmislegt skeði nú á Ströndinni
áður fyr. Þetta var um 1738 eða 9, í tíð Sigurðar Þórð-
arsonar prests á Brjánslæk föður Gunnlaugs Bríem
sýslumanns. Halldóra kona Ólafs sýslumanns, var dótt-
ir Teits Pálssonar bróðurdóttir mála Snæbjarnar. Séra
Páll afi Halldóru var hinn alþekkti ofsóknarmaður
þeirra er fjölfróðir þóttu, og hjálpaði til að lögsækja
þá til brennudóms. Páll var prestur í Selárdal. Enda er
víða „óhreint“ á ströndinni frá fyrri tíð. Sveinn Björns-
son var drepinn í Rauðuskörðum, var dæmdur dræpur
á alþíngi 1646, í tíð Brynjólfs biskups. Svo var í seinni
tíð „óhreint“ á Auðnum í Kjálkafirði. Kona í Kanada
skrifaði mér nýlega um þú afturgöngu, og hvaðst með
hörkubrögðum hafa komist heim að Auðshaugi frá
draugsa. Hún (konan) er dóttir Péturs Steinssonar í
Skáleyjum, Svanborg að nafni, ég þekkti hana þaðan,
þar ég var vinnumaður hjá Pétri ár eða svo. Hún var
ári eldri en ég, skýr kona og vel hagmælt.
Að ýmsu leiti er Ströndin (þ. e. Barðaströndin) í
seinni tíð, talin með betri sveitum, bæði í búnaðarriti
Vestfjarða og svo af Sigurði í Yztafelli og í lýsíng
Islands. Sérstaklega leist Sigurði vel á til viðhalds skógi
þeim er þar er eða var, líklega er þar varla hrísla nú á
tíð? plássið er nægilega langt frá úthafi og vindum að
skógrækt ætti að blessast þar. Ef þið hefðuð örlítið af
gróðrarmagninu sem við höfðum hér á Havaii, það
væri gaman. Ég hef hríslu eða tré rétt við kofann minn,
sem hefur vaxið 35 fet á 4 árum, en það er laust í sér,
og þarafleiðandi fljótt að vaxa.
Jæja, eins og Þorleifur Þórðarson sagði, „Silfurkerin
sökkva í sæ, en soðbollarnir fljóta.“ Það virðist oft til-
fellið, að bestu mannsefnin missast úr lestinni, þó við
eða ég sem aldrei varð til neinnar uppbyggíngar hangi
nú á áttunda tugnum. (Þessa seinustu setníngu skrifar
Gísli í tilefni þess, að Sigurmundur hafði þá nýverið
mist uppkominn son sinn, hið mesta mannsefni. G. E.)
Ég býst ekki við neinu bréfi frá þér, en allt getur skéð
og læt því áskrift mína fylgja. Forláttu alla útúrdúr-
ana og vertu í guðs friði, adíos
G. Goodmann
Honolulu
Hawaii. Póstbox 2560.
OFURLÍTILL EFTIRMÁLI.
Þegar fyrsta bréf af þessum framanskráðu bréfum
Gísla Guðmundssonar er skrifað, eru rúm tuttugu ár
liðin frá því Bandaríkjamenn tóku Hawaii eyjar af
Spánverjum, sjálfsagt án þess að spyrja innbyggja þeirra
leyfis. Áður hfðu eyjabúar að mestu á kvikfjárrækt
mest nautgripum, og svo kaffiræktinni, og fiskiveiðum
að nokkru. Éftir bréfunum að dæma hefur fátækt ver-
ið almenn. En við komu Bandaríkjamanna hefst næg
atvinna, og ýmsir verða nýríkir, svona eitthvað svipað
og menn þekktu hér á landi, með tilkomu hersins í
byrjun síðari heimsstyrjaldarinnar. Og Bandaríkjamenn
létu hendur standa fram úr ermum. Þeir hófu smíði ein-
hverrar stærstu herskipahafnar í heimi, Perluhafnar, sem
fræg varð í síðari heimsstyrjöldinni. Fólkið úr sveitun-
um flykktist í bæi og borgir og yfirgaf sveitirnar og
lifði á daglaunum. En Bandaríkjamenn gerðu fleira en
að byggja herskipalagi þarna, þeir byggðu skóla og
lögðu vegi og allt var í uppgangi. Gísh Guðmundsson
virðist eftir bréfum hans að dæma, hafa fagnað þeim
Framhald á bls. 63.
56 Heima er bezt