Heima er bezt - 01.02.1966, Side 27
HÁRLOKKURINN.
Allt er hljótt, nema hafið, sem gnauðar,
og í húmi ég stjörnurnar spyr,
hvort hún sjái ekki fley þitt á sævi
sigla heimleiðis óskljúfan byr.
Því ég veit, að þú kemur, minn vinur,
og ég veit, hvar sem ber þig um höf,
berð þú lokk mér úr hári við hjarta,
mína heitvígðu skilnaðargjöf.
Og ég veit, að sú stjarna, er við völdum,
stöðugt valdr og skín okkur tveim.
Að hún lýsir þér leiðir um höfin,
að hún lýsir þér stefnuna heim.
Hverja nótt, er þú heim til mín hugsar,
og minn hárlokk ber dapur að vör,
bið ég stjörnuna að vaka og vernda,
þig minn vinur, unz heim snýrð úr för.
Þá hefur verið beðið um Ijóð, sem heitir: Ó, mín kæra
vina. Höfundur ljóðsins er Valgeir Sigurðsson, kennari,
Seyðisfirði, en lagið heitir: Unchained melody.
Ó, MÍN KÆRA VINA.
Ó, mín kæra vina, ég þrái þig svo heitt,
mín þrá aldrei dvín.
Tímar hafa liðið, sem ýmsu geta eytt.
Ástvina mín,
á leið til þín
guð leggi sporin mín.
Áin rennur lygn út í sjó, út í sjó,
opinn, víðan brimþungan sjó.
Bakkafagra á, bíð þú mín, bíð þú mín,
bráðum kem ég heim, bíð þú mín.
Sveipuð eru fjöll svartri nótt, svartri nótt,
sem á hlíðar árdegið skín.
Hjúpuð er sorg mín svartri nótt, svartri nótt
svefninn flytur mig heim til þín.
Ó, mín kæra vina, ég þráði þig svo heitt,
mín þrá aldrei dvín.
Tímar hafa liðið, sem ýmsu geta eytt.
Ástvina mín,
á leið til þín, á leið til þín
guð leggi sporin mín.
Hanna Guttormsdóttir, Marteinstungu, biður um
ljóðið: Pabbi minn kæri. Þetta ljúfa ljóð birtist í þess-
um þætti í nóvember-blaðinu 1962, og get ég því ekki
birt það aftur um sinn.
Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135.
BRÉFASKIPTI
Jón Ragnar Gislason, Engimýri, Öxnadal óskar eftir bréfaskipt-
um við stúlku á aldrinum 14—15 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Eftirtaldir piltar, allir við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal,
óska eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 15—18 ára. —
Sigurður Þ. Steingrímsson — Róbert Hlöðversson — Hjálmar
Jónsson — Jósep Blöndal — Daniel Berhent — Benjamin Stefáns-
son — Helgi Ársœlsson — Helgi Þórarinsson — Þórður Jónsson —
Friðrik Steinsson og Sigurður J. Björnsson.
Óla Magnúsdóttir, Stakkahlíð, Loðmundarfirði, N.-Múl., óskar
eftir bréfaskiptum við pilta 16 ára og eldri.
Alda E. Stefánsdóttir og Gúðbjörg Eygló Þorgeirsdóttir, báðar í
Heimavistinni í Reykjadal, Mosfellssveit, Kjósarsýslu, óska eftir
bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15—17 ára. Mynd
fylgi.
Oddný B. Vatnsdal, Lundeyri, Glerárhverfi, Akureyri, og Jóna
Antonsdóttir, Vallholti, Glerárhverfi, Akureyri, óska eftir bréfa-
skiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15—17 ára.
Sveinn Elísson, Starmýri, pr. Djúpavog, Suður-Múlasýslu, óskar
eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 17—21 árs.
Brynja Kristjánsdóttir, Guðrún S. Guðjónsdóttir, Maria Eyvör
Halldórsdóttir og Sigríður Guðný Jóhannesdóttir, allar í Reyk-
holtsskóla, Borgarfirði, óska eftir bréfaskiptum við pilta og stúlk-
ur á aldrinum 15—16 ára.
Gulnuð blöð frá Hawaii
Framhald af bls. 56. --------------------------
breytingum sem á urðu og telja þær upphaf nýrri og
betri tíma. En Adam var ekki lengi í Paradís. Höfnin
varð fullsmíðuð og bryndrekar Kyrrahafsflota Banda-
ríkjanna tóku sér þar bólfestu. Byggingarvinna drógst
saman. Þá voru bændurnir, sem flestir áttu jarðir sínar
þegar Bandaríkjamenn komu, búnir að selja þær eða
missa á annan hátt, og urðu nú að gerast leiguliðar.
Bæja- og borgalýður lifði á styrkjum frá herraþjóðinni,
og hafði hvorki til hnífs eða skeiðar, allar afurðir féllu
í verði, því kreppan sem við könnumst svo vel við frá
eftirstríðsárum fyrra stríðsins, breiddi hramma sína
jafnt yfir Hawaii eyjar og aðra staði á vesturhveli jarð-
ar. Og nú verður dauft hljóðið í Gísla Guðmundssyni,
sem þá er orðinn roskinn maður og farinn að bila til
heilsu. Á tímabili er hann jafnvel farinn að hugsa til
heimferðar, og virðist þó heimþrá hans aldrei hafa ver-
ið ýkja mikil. En þá veikist hann (mér skilst mest af
hjartasjúkdómi), treystir sér ekki til að þola veðurfars-
breytinguna, ráðgerir þó að koma og dvelja yfir heit-
ustu sumarmánuðina hér heima og fara svo aftur. En
þó hann hefði verið einhleypur maður alla ævi taldi
hann sig ekki hafa efni til ferðar fram og til baka, svo
úr þessu varð aldrei. Mörg seinustu árin bjó hann einn
í kofa út á landi á einni eyjunni „Kóna“, og þar mun
hann hafa endað ævi sína, líklega einn og yfirgefinn,
73 ára að aldri.
Heima er bezt 63