Heima er bezt - 01.02.1966, Blaðsíða 31
Snorri tekur hljóður við bókinni og les það, sem
skrifað er á fremsta blaðið: Nafn Erlu, kveðju og þökk
fyrir samveruna í sumar, frá Nönnu, skrifað með fall-
egri rithönd.
— Þetta er sannarlega fögur vinargjöf. Svona var
Nanna góð, segir hann með klökkum innileik. — Þykir
þér ekki vænt um gjöfina, Erla mín?
— Jú, vænzt um hana af öllu því, sem ég hefi eignazt
á ævinni.
— Sástu Nönnu oft lesa í Nýja-Testamentinu?
— Já, oft. Og þegar mamma var nærri dáin á sjúkra-
húsinu í sumar, þá kenndi Nanna mér að biðja Guð
að hjálpa mömmu, og þá fór henni strax að batna.
— Jæja, systir góð, svo að Nanna vísaði þér inn á
þá braut?
— Já, og mér hefir aldrei fyrr verið kennt að biðja
á þann hátt. Hefir þér verið kennt það, Snorri?
— Já, Erla mín. Og það var skólabróðir minn og
herbergisfélagi úti í Ameríku, sem vísaði mér inn á veg
bænarinnar, ungur piltur frá Noregi. Síðan hefur bæn-
in verið mér dýrmætur aflgjafi og öruggasta leiðarljós.
Ég hef flugvél mína aldrei svo frá jörðu, að ég eigi
ekki áður hljóða bænarstund. Og starf mitt hefir líka
alltaf heppnast vel og blessazt. Og nú held ég, að örlög
mín á þessum degi hefðu orðið mér ofraun, hefði ég
ekki kunnað að sækja svölun og þrótt í bænina. — Og
það skalt þú líka ætíð gera í lífinu, Erla mín.
— Já, Snorri minn. Og ég skal líka alltaf biðja fyrir
ykkur Nönnu báðum. Mér þykir svo innilega vænt um
ykkur bæði! Erla lítur ástúðlega á bróður sinn, og nú
sér hún, að tár blika í augum hans.
— Guð blessi þig, Erla mín, hvíslar hann og réttir
henni aftur Nýjatestamentið frá Nönnu....
Klukkan niðri í borðstofunni slær sjö högg, og ómur
þeirra berst upp í herbergið til systkinanna. Erlu verð-
ur hálfhverft við. Hún hefir um stund alveg gleymt tím-
anum. Hvað skyldi mamma hennar segja um þetta
háttalag, að hafa enga hjálp fengið frá henni við kvöld-
verðinn!
Erla rís á fætur. Klukkan hefir kallað til kvöldverðar,
segir hún. Verður þú ekki samferða í matinn, Snorri
minn?
— Jú, það er bezt að ljúka því á réttum tíma. Snorri
rís á fætur og fylgist með systur sinni fram úr herberg-
inu. Erla snarast fyrst með Nýjatestamentið inn í her-
bergi sitt, og síðan ganga systkinin saman ofan í borð-
stofuna.
Hjónin eru bæði setzt til borðs, er systkinin koma, en
bíða þess að þau komi ofan. Snorri heilsar föður sínum
hlýlega og setzt síðan þögull við borðið. En frú Klara
segir svo við Erlu:
— Hvers vegna kemurðu svona seint heim núna?
— Fyrirgefðu, mamma mín. Ég kom heim eins og
venjulega, en ég hefi verið uppi hjá Snorra og gleymdi
alveg tímanum.
— Jæja, þá er ekld meira um það. Er langt síðan þú
komst heim aftur, Snorri minn? spyr frúin.
— Já, nokkuð.
— Og þú gerðir ekkert vart við þig. Ég er aldeilis
hissa. En látið nú ekki matinn bíða lengur, og gerið þið
svo vel.
Þau snúa sér nú öll að matnum og fara að borða.
Magnús reynir að halda uppi samræðum við borðið að
vanda, en það gengur dauflega. Slíkt er þó óvenjulegt,
þegar Snorri er heima. Hann er ætíð vanur að vera glað-
ur og fjörugur í samræðum og hafa frá mörgu að segja
frá ferðum sínum, en nú er eins og hann vilji helzt ekk-
ert segja.
Magnúsi lögmanni kemur helzt til hugar, að Snorri
sé eitthvað lasinn, en spyr þó ekki um það i svipinn, og
máltíðinni lýkur á óvenju skömmum tíma.
Oðar er Snorri hefur lokið að borða, rís hann úr sæti,
þakkar fyrir matinn og hverfur síðan aftur upp í her-
bergi sitt og sézt ekki framar niðri það sem eftir er
kvöldsins. En frú Klara lætur Erlu hafa nægilegt að
starfa, þar til gengið er til svefns, og Erla getur því ekki
rætt neitt frekar við bróður sinn.------
Snorri dvelur heima vikuna sem hann á frí frá störf-
um, en foreldrar hans sjá hann aðeins við máltíðir, og
þá er hann mjög fálátur og þögull. Allar stundir held-
ur hann sig á einkaherbergi sínu, og þangað kemur eng-
inn til hans nema Erla, þá sjaldan að hún fær tíma til
þess.
Magnúsi lögmanni er það hrein ráðgáta, hve sonur
hans hefur allt í einu orðið gerbreyttur. Hann hefur
spurt Snorra um heilsufar hans og fengið það svar, að
með það sé allt í bezta lagi. En hvað er þá það, sem
breytingu slíkri getur valdið? Á því fær hann enga skýr-
ingu og verður að sætta sig við það að svo stöddu.
Erla er sú eina, sem allt veit um þetta einkamál Snorra
bróður síns, og hún finnur innilega til með bróður sín-
um. En hún segir engum neitt um þessa vitneskju sína,
þótt hún sé spurð.
Frú Klöru er í fyrstunni ekki vel rótt. Hún getur
ekki annað en rennt réttan grun í ástæðuna fyrir þeirri
miklu breytingu, sem orðin er á syni hennar, og fund-
ið þar til sektar. En brátt róar hún samvizku sína að
fullu við þá hugsun, að þótt ungt fólk verði öðruhverju
smávegis hrifið hvert af öðru um hríð, og þótt því fylgi
örlítill sársauki, þegar þeim kunningsskap lýkur, þá
hljóti slíkur „góugróður“ að gleymast fljótt með öllu,
og hún óttast ekki afleiðingar gerða sinna.
Að vikunni liðinni kveður Snorri og heldur að heim-
an og hefur störf sín á ný, jafn öruggur sem áður. En
gleði hans er þorrin. Karlmannleg ró einkennir fram-
komu hans alla. Hann kemur mjög sjaldan heim, og hef-
ur þar jafnan örskamma viðdvöl. Hann hittir móður
sína oftast eina í húsinu, og ræðir fátt við hana um hagi
sína og hugsanir. Og veturinn líður.
(Framhald.)
Heima er bezt 67