Heima er bezt - 01.03.1966, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.03.1966, Blaðsíða 21
ÞATTUR ÆSKUNNAR RITSTJORI HVAÐ UNGUR NEMUR (Niðurlag.) KNAFAHÓLAR. í austur frá Keldum, handan Eystri-Rangár, eru Knafahólar í hraunjaðri rétt við ána. Við Knafahóla var þeim gerð fyrirsát Gunnari á Hlíðarenda og bræðrum hans Hirti og Kolskeggi. Hjörtur var yngstur þeirra bræðra. Voru þeir að koma úr boði frá Asgrími Elliða- grímssyni, er bjó í Tungu vestan Þjórsár. Þar heitir nú Bræðratunga. Ekki er þess getið í sögunni á hvaða vaði þeir bræður fóru yfir Þjórsá, en er þeir voru skammt komnir frá ánni, syfjaði Gunnar mjög og kvaðst vilja æja um stund. Gunnar sofnaði fast og lét illa í svefni. Kolskeggur mælti: „Dreymir Gunnar nú.“ Hjörtur mælti: „Vekja vildi ég hann.“ „Eigi skal það,“ mælti Kolskeggur, „og skal hann njóta draums síns.“ Gunnar lá mjög langa hríð og varp af sér skildinum og var honum varmt mjög. Kolskeggur mælti: „Hvað hefur þig dreymt frændi?“ „Það hefur mig dreymt, að ég myndi eigi riðið hafa úr Tungu svo fámennur, ef mig hefði þá þetta dreymt.“ „Seg oss draum þinn,“ mælti Kolskeggur. „Það dreymdi mig, að ég þóttumst ríða fram hjá Knafahólum. Þar þóttumst ég sjá varga (þ. e. úlfa) marga, og sóttu þeir allir að mér, en ég sneri undan fram að Rangá. Þá þótti mér þeir sækja að öllum meg- in, en ég vörðumst. Ég skaut alla þá, er fremstir voru, þar til þeir gengu svo að mér, að ég mátti ekki bogan- Um við koma. Tók ég þá sverðið og vá með annarri hendi, en lagði með atgeirnum annarri hendi. Hlífða ég mér þá ekki, og þóttumst ég þá eigi vita, hvað mér hlífði. Drap ég þá marga vargana, og þú með mér Kol- skeggur, en Hjört þótti mér þeir hafa undir og slíta á honum brjóstið, og hafði einn hjartað í munni sér. En ég þóttumst verða svo reiður, að ég hjó varginn í sund- ur fyrir aftan bógana, og eftir það þóttu mér stökkva vargarnir. Nú er það mitt ráð, Hjörtur frændi, að þú ríðir vestur aftur í Tungu.“ „Eigi vil ég það,“ segir Hjörtur, „þótt ég vita vísan bana minn, þá vil ég þér fylgja.“ Síðan riðu þeir áfram og komu austur hjá Knafahól- um. Þá mælti Kolskeggur: „Sér þú frændi mörg spjót koma upp hjá hólunum og menn með vopnum?“ Þarna voru í fyrirsát 30 manns og fyrir liðinu voru þeir feðgar undan Þríhyrningi, Þorgeir og Starkaður. Er þeir bræður sáu, hverjir þarna sátu fyrir þeim, þá sneru þeir niður að ánni „í nesið“ segir í sögunni, en þar er nú ekkert nes, en aðeins eyrar við ána. Er ekki að fjölyrða um það, að bardaginn fór alveg eins og í draumi Gunnars. Þeir Kolskeggur og Gunnar vógu þar marga menn, en Austmaður úr hði þeirra Starkaðs og Þorgeirs varð banamaður Hjartar. En þótt þeir bræður Gunnar og Kolskeggur væru þarna tveir á móti 30 manns, þá fór svo að fyrirsetumenn, sem ekki féllu, flýðu af hólmi.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.