Heima er bezt - 01.03.1966, Blaðsíða 24
Merkjárfoss í Fljótshlíð.
Sá bauð henni að bera heim vatnið fyrir hana, ef hún
vildi gefa sjálfa sig í kaupið. Því játaði hún. Maðurinn
tók þá til að bera vatnið heldur ótt og títt. Sæmundur
kom út og sá, hvað um var að vera. Hann sagði við
manninn, að hann kæmist aldrei áfram með vatnsburð-
inn, því að ílátin væru of lítil, og fékk honum hrip tvö
og heldur stór og tók miðrimina úr hvorum botni.
Karli varð seint um vatnsburðinn, því að hripin voru
jafnan tóm, þegar hann kom heim til bæjarins frá brunn-
inum. Hann missti því af griðkonunni.
GUNNARSHOLT.
Um Gunnarsholt á Rangárvöllum er þetta sagt í
Njálu, þar sem fyrst er getið Gunnars á Hlíðarenda:
„Gunnar hét maður. Hann var frændi Unnar dóttur
Marðar gígju. Rannveig hét móðir hans. Faðir Gunn-
ars hét Hámundur og var sonur Gunnars Baugssonar.
Við hann er kennt Gunnarsholt.“ í Landnámu er Gunn-
ars Baugssonar líka getið í sambandi við Gunnarsholt.
Um kvöldið, þegar ég var á Keldum, ákvað ég að fara
vestur um auðnir og uppblásin holt að Gunnarsholti.
Liggur leiðin fyrst um sanda og örfoka land, en þegar
nær dró Gunnarsholti, breyttist heldur útlitið. Það var
eins og að koma í aðra heimsálfu. Tún og sáðsléttur
breiddu þar úr sér um víða vegu. Fjöldi heystakka var
þar á vallgrónum, nýslegnum sléttum, en sums staðar
voru kafsprottnar sáðsléttur óslegnar. Á einum stað
voru stórar hjarðir nautgripa á beit.
Fyrir nokkrum áratugum var þarna örfoka land. En
hér hefur gerzt kraftaverk í ræktun lands og heftingu
sandfoks. Framfarir í búnaðarháttum landsmanna hafa
verið miklar undanfarinn áratug, en ekkert hrífur mig
meira á ferðum mínum um landið en sandgræðslan og
skógræktin.
FLJÓTSHLÍÐ - GUNNARSHÓLMI.
Ein fegursta, hlýlegasta og frjósamasta sveit á íslandi
er Fljótshlíðin, og þangað er fagurt að líta neðan frá
Markarfljótsaurum. Eins og fyrr er sagt í þessum þætti,
ligur nú allt það vatn, er áður lá í Þverá, Álum og Af-
falli, í Markarfljóti. I sumar fór ég neðan úr Landeyj-
um austur undir Markarfljótsbrú, og þaðan eins og leið
liggur fram hjá Stóra-Dímon og Gunnarshólma, beint
í Fljótshlíðina. Er þá ekið óhindrað yfir þurra farvegi
Þverár. Og þá liggur leiðin líka fram hjá „hólmanum,
þar sem Gunnar sneri aftur.“ — Vegna þess, hve Þverá
hefur brotið þarna land um aldir osf áratusfi, er ekki
hægt að vita, hvernig Gunnarshólmi hefur litið út á
dögum Gunnars á Hlíðarenda. Þó hefur hólmimi aldrei
orðið Þverá algjörlega að bráð. Hann hefur sigrað
„ógnarbylgju ólmau og nú er Þverá horfin af aurunum,
svo að nú getur hólminn fríkkað og gróið upp að nýju.
í þessari för fór ég inn á innstu bæi Fljótshlíðar, en
þeir eru: Barkarstaðir og Fljótsdalur. í Heklugosinu
1947 féll geysilegt vikuregn yfir Fljótshlíðina, og sagði
mér Sigurður bóndi á Barkarstöðum, að svo hefði litið
út í fyrstu, að þar myndi allur gróður fölna og eyðast
undir vikurlaginu, sem huldi allan gróður. En um vorið
var unnið kappsamlega að því, að ryðja með vélum
vikrinum af túnunum og regnið og stormurinn unnu
líka að því að eyða vikrinum. Og svo fór, að landið
Múlakot og garðurinn.
96 Heima er bezt