Heima er bezt - 01.03.1966, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.03.1966, Blaðsíða 35
og urra grimmilega, ef Viktoría hreyfði sig minnstu vitund. „Jesús minn almáttugur!“ veinaði Viktoría. „Hún trúir þá á Guð,“ hugsaði Hanna alveg hissa. Hún var að reyna að ná tóbakinu framan úr Hörpu litlu, sem jarmaði í sífellu, hana sveið svo í tunguna. „Taktu hundinn!“ skipaði Viktoría. Þá hló Hanna María og sagðist hreint ekki gera það, en hún skyldi láta Neró éta hana. Neró væri svo stór að hann munaði ekkert um að éta stelpu eins og hana í einni máltíð, en líklega yrði hann heilan dag með strákinn, því hann væri svo feitur. En Neró þætti feitt kjöt afskaplega gott, og bezt þætti honum að éta krakka úr Reykjavík, því þau væru búin að troðfylla sig af sælgæti, svo að Neró þætti bara sælgæti að gleypa þau í sig. „Hættu þessari bölvuðu lygi og taktu hundinn, eða ég kála honum,“ sagði Viktor. „Hann er alveg að sprengja mig, því hann er svo þungur, og ég svo saddur.“ „Þér var nær að háma minna í þig, ístrubelgurinn þinn,“ sagði systir hans. „Þú ázt alveg eins mikið, frekjan þín,“ sagði strák- urinn. Neró gætti þess vel, að strákurinn hreyfði sig ekki. Það var ánægjusvipur á andliti hans. Allt í einu lagð- ist hann makindalega fram á lappir sínar ofan á bak- hluta stráksins og fór að gapa með tunguna lafandi út úr öðru munnvikinu. Við og við rak hann trýnið rétt upp að andliti Viktoríu, sem starði á þessa blóð- rauðu, löngu og mjóu tungu og þessar voðalegu hvössu tennur, alltof hrædd til að þora að hreyfa sig. Elarpa var nú hætt að jarma og búin að hreiðra um sig í fangi fóstru sinnar. Hún hjúfraði sig upp að henni, eins og hún vildi með því votta henni þakk- læti sitt. Neró leit aftur og aftur til Hönnu, eins og vildi hann segja: „Er nú ekki búið að hræða krakkana nóg?“ „Viljið þið nú Iofa að hrekkja Hörpu litlu ekki aftur?“ spurði Hanna. Krakkarnir játuðu því bæði. Þau hefðu játað hverju sem var, bara til að sleppa úr prísundinni. „Jæja, Neró minn, láttu þau fara, en ef þau hrckkja Hörpu aftur skaltu tuska þau duglcga til.“ „Voff,“ sagði Neró glaðlega og spratt á fætur, hann gat samt ekki stillt sig um að bíta í rassinn á buxunum hans Viktors og dingla honum dálítið til svona í kveðjuskyni. Systkinin stóðu á fætur allshugar fegin, en ekki var Viktor fyrr kominn út fyrir dyrnar en hann hóf upp raust sína og blótaði og formælti svo voða- lega, að Hanna gapti af undrun. Slíkt og þvílíkt hafði hún aldrei heyrt áður. „Neró, þú verður að þurrka stráknum um munn- inn eftir þetta óþverra orðbragð sem hann hefir lát- ið sér um munn fara,“ sagði afi, sem hafði hevrt til stráksins. Neró lét ekki segja sér þetta tvisvar, hann rauk út á eftir Viktor sem dauðskelkaður tók á sprett ofan túnið. Neró náði honum í fáeinum stökkum og felldi hann til jarðar. Svo sleikti hann strákinn vandlegra í framan og sleppti honum síðan. Nú sat þessi stóri og feiti, freki, orðljóti og hrekkj- ótti strákur flötum beinum í einni af pentunum hennar Hönnu Maríu og hágrét. Viktoría hvæsti af vonzku: „Þið eruð illþýði öll sömun,“ sagði hún og hljóp til bróður síns, því þótt þau væru sífellt að rífast og slást, þótti þeim mjög vænt hvoru um annað, þau vildu bara ekki viðurkenna það, hvorki fyrir sjálf- um sér né öðrum. „Vesalingarnir litlu, þau eiga bágt,“ sagði afi og horfði alvarlegur á þau. „Mér finnst þau bara hafa gott af að grenja svo- lítið,“ sagði Hanna María. „Já, þau hafa gott af því, ég átti ekki við að þau ættu bágt þess vegna, en vonandi lagast þau litlu skinnin, og þá verðið þið góðir vinir,“ sagði afi. „Vinir! Nei aldrei, aldrei,“ sagði Hanna María. „Ég vildi óska að ég gæti látið prestinn senda þau aftur heim til sín strax í kvöld.“ „Þau hafa átt bágt,“ Hanna mín. „Nei, það er ekki satt, þau eiga bæði pabba og mömmu og hafa verið hjá þeim,“ sagði hún ákveðin. Afi andvarpaði ofurlítið og gekk þungt hugsi inn í bæ. Hanna María gekk niður í „Táradalinn“ sinn og bar Hörpu, sem vildi ekki frá henni fara. Hún ætlaði samt ekki að fara þangað núna til að gráta, heldur bara til að leika sér þar ofurlitla stund í friði við vini sína. Systkinin lágu í flekknum og grenjuðu bæði hátt og frekjulega. Þau ætluðu að strjúka þá strax um kvöldið. Heima er bezt 107

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.