Heima er bezt - 01.05.1968, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.05.1968, Blaðsíða 14
Ingirnar Hallgrimison. Var þá efst í huga hennar nafn og minning Ingibjargar móður hennar. Hún lét því drenginn sinn heita Ingimar. Þegar Soffía Jónsdóttir var orðin heil heilsu eftir barnsburðinn, varð henni tíðhugsað til nánustu framtíð- ar sinnar. Henni var það fullljóst, að raunar átti hún ekki heimili á Hálsi, hafði aðeins verið komið þar fyrir um stundarsakir, verið ráðstafað þangað, eins og títt var um sveitlægt vandræðafólk. Henni Var fullljóst, að til- gangurinn með flutningi hennar að Hálsi var vitanlega aðeins sá, að koma í veg fyrir að hún fæddi „hóruung- ann“ heima í Miklagarði, og með því leitast við að breiða yfir lítið horn af því hneyksli, sem hún var þátt- takandi í að valda. Hún fann líka að hér var litið á hana sem einhverja gustukaskepnu. Við þetta var ekki un- andi. Nei, hún skyldi sýna, að hún væri ekki nein niður- brotin og úrræðalaus rola. Bezt væri að hverfa burt úr sveitinni, úr augsýn þeirra, sem líta mundu á hana vand- lætingaraugum sem fallna konu. Hún réði sig því í vist út í Kræklingahlíð hjá óþekktu og vandalausu fólki. Eftir fjögurra ára viðburðasnauða vinnumennsku í Kræklingahlíðinni fluttist hún vistferlum frá Lögmanns- hlíð að Syðri-Varðgjá í Kaupangssókn vorið 1863, þá 29 ára gömul. Þar var þá vinnumaður á bænum, sem Kristján hét. Hann var sonur Stefáns Kristjánssonar, er áður bjó á Uppsölum og síðar Ytri-Skjaldarvík. Kristján faðir Stefáns á Ytri-Skjaldarvík bjó á Garðsá. Hann var sonur Davíðs bónda á Arnarstöðum Tómassonar bónda í Hvassafelli, Tómassonar. Frá Tómasi er talin hin merka og mannmarga Hvassafellsætt. Kristján Stefánsson á Syðri-Varðgjá var fæddur 25. september 1840, og því sex árum yngri en Soffía Jóns- dóttir. Kristján var myndarmaður í sjón, greindur sem hann átti kyn til og hinn röskvasti maður. Hann hafði frá því innan við tvítugsaldur stundað hákarlaveiðar og aðra sjósókn fyrir húsbændur sína, og var svo enn. Hann var því æfður sjómaður og eftirsóttur til þeirra starfa. Árið 1868 var hann vinnumaður á Þverá í Staðarbyggð. Húsbóndi hans hafði ráðið hann háseta á hákarlaskipið „Ingólf“. Skipstjóri var Vigfús Loftsson frá Keflavík, austan Eyjafjarðar. Ingólfur lagði út frá Eyjafirði í síð- asta „túr“ sinn á þeirri vertíð, í byrjun júlímánaðar 1868. Fljótt á eftir hreppti skipið fádæma illviður. í þeim hamförum fórst Ingólfur með allri áhöfn, níu manns. Meðal þeirra var Kristján Stefánsson frá Þverá, aðeins 28 ára gamall. Þannig lauk hans stuttu æfi. Ekki alllöngu eftir að Soffía fluttist að Syðri-Varð- gjá felldu þau hugi saman vinnuhjúin þar, Kristján og Soffía, sem á öðru ári leiddi til þess, að hún varð barns- hafandi af völdum elskhuga síns. En þegar svo var kom- ið, gerbreyttist öll framkoma Kristjáns í garð Soffíu. Sýndi hann henni nú kulda og kæruleysi. Og þar kom, að hann lét uppskátt, að hann vildi ekkert meira með hana hafa. Urðu þetta Soffíu harmsár vonbrigði. Hún hafði verið farin að byggja sér fagra framtíðarkastala, þar sem hún hugðist mundi lifa ánægjusömu lífi í sam- búð við elskaðan maka og afkvæmi þeirra. Nú var allt frjálst og ekkert í meinum. En allt í einu reyndist öll framtíðarbyggingin tómir loftkastalar, sem á svipstundu hrundu til grunna og urðu að rústum einum. Og hvað var þá framundan? Áð bugast út af vonbrigðunum var fjarstætt eðli hennar og vilja. Á rústum hrundu kastal- anna skyldi hún aftur byggja yfir sig og barnið sitt, þótt það yrði ekki nema hreysi eitt í stað háreistra kast- ala. Ein og óstudd skyldi hún leggja til efniviðinn með eigin höndum og erfiði. Nú mundi engum takast að ræna hana barninu sínu, eins og áður. Þegar kom fram á vorið 1865 var henni ljóst, að í vist gat hún ekki ráðið sig eins og högum hennar var komið. En barnshafandi einstæðings konur áttu ekki um mörg prræði að velja. Engan ættingja átti hún að, sem hún gat leitað skjóls hjá. En þá kom henni í hug, að hún vissi til þess að í fyrravor fluttust að Kotá við Ak- ureyri ung hjón framan úr Saurbæjarhreppi, og bjuggu nú á Kotá. Þessi hjón þekkti hún mjög vel, frá því hún átti heima í Saurbæjarhreppnum. Bóndinn var Jóhannes sonur Jóns hreppstjóra á Strjúgsá Gíslasonar og kona hans var Rannveig Þorsteinsdóttir frá Hvassafelli. Rann- veigu í Hvassafelli hafði Soffía allnáið kynnzt á árun- um, er hún var í Miklagarði. Þær voru þá svo að segja nágrannar. Og þó Rannveig væri fjórum árum yngri en Soffía, tókst með þeim góð vinátta. Soffía Jónsdóttir leitaði því ásjár þessara hjóna og fornvina sinna, og tóku þau málaleitan hennar mjög vel. Vorið 1865 fluttist Soffía frá Syðri-Varðgjá að Kotá og taldist þar vinnu- 158 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.