Heima er bezt - 01.05.1968, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.05.1968, Blaðsíða 25
oft áttu þær mæðgur bágt fyrsta friðarárið. Andúðin gegn setuliðinu hafði aldrei verið meiri en síðasta árið, en þegar setuliðið hvarf á braut, þá snerist andúðin gegn þeim Norðmönnum, konum og körlum, sem höfðu hænzt að setuliðinu og unnið fyrir það. Þetta voru erfiðir tímar og Ada htla setti sér það mark, að strax og hún næði 16 ára aldri, skyldi hún fara sem lengst í burtu frá móður sinni og Narvík. Og loks kom tækifærið. Hún sá auglýsingu í blaði, þar sem óskað var eftir ungri stúlku til að afgreiða í „sjoppu“ í Stokkhólmi. Hún fór til manns, sem hún treysti vel. Hann hringdi fyrir hana til Stokkhólms, og réð hana í „sjoppuna" og útvegaði henni öll þau skjöl, sem hún þurfti til að ráða sig til starfa í öðru landi. Sjálf hafði hún dregið saman aura, svo að hún átti fyrir farinu til Stokkhólms. Og þarna var nú Ada Andreas- sen komin inn í járnbrautarlest í Svíþjóð, sem ók með miklum hraða suður til Stokkhólms, hins fyrirheitna lands. Ég hafði hlustað með athygli á lífssögu þessarar ungu, norsku stúlku og stundum spurt nánar um ýmis atriði. Mér var það ljóst, að æði margt hafði á daga hennar drifið, þótt aldurinn væri ekki hár. Saga henn- ar var viðburðarík og oft hafði hún orðið fyrir sárri lífsreynslu á þessum árum, en ekkert hafði þó sært hana meir, en þegar hún missti trúna á mömmu sinni, er hún gerðist starfskona hjá setuliðinu og veitti hermönnum aðgang að heimili sínu. Um það sagði hún fátt. Þar fannst henni þögnin hæfa bezt. Það var sorglegra en nokkru tali tók. Þegar hér var komið tali okkar, sagði ég við hana eitthvað á þessa leið: „Jú, vissulega hefur margt á daga þína drifið og sumt reynt mjög á þrek þitt og stað- festu, en ef til vill leggur þú nú út á braut, sem reyn- ir enn meir á þessa eðliskosti þína, þú ræður þig nú til starfs í ókunnu landi og átt að vinna meðal fólks, sem þú hefur enga kynningu af. Þér er bæði málið og fólk- ið framandi, og átt engan bakstuðning í neinu fólki, sem þú þekkir og treystir. Þetta reynir mjög á þrek Innsiglingin til Narvikur. Kirkja i Narvik. Turninn er sérstæður. Nefndur Vábenhus. Þar skildu menn eftir vopn sin, er þeir gengu i kirkju. þitt og staðfestu. Ef til vill er þessi för þín að heiman til ókunnugs lands og ókunnugs fólks hættulegri en tvær flóttaferðir þínar yfir hálendi Skandinavíu.“ Stúlkan frá Narvík varð dálítið hugsandi við þessi orð mín. Hún laut höfði um stund, en leit svo upp sín- um bláu, geislandi augum og sagði: „Hve lengi verður þú í Stokkhólmi?“ Ég sagði, að ég yrði þar viku til hálfan mánuð, en þá flygi ég heim til Islands. Þá sagði Ada Andreassen og var þá alvarleg á svipinn: „Ef ég kemst í einhver vandræði fyrstu dagana í þessari nýju vist minni, má ég þá hringja til þín?“ Ég rétti henni nafnspjald mitt, með árituðu heimilis- fangi mínu í Stokkhólmi, ásamt símanúmeri, og hún stakk spjaldinu niður í tösku sína.... En ég bað hana ekki um hennar heimilisfang í nýju vistinni. Ég fann það með sjálfum mér, hve óendanlega lítið ég gæti fyrir hana gert, og því var betra að hún hringdi til mín, ef hún yrði í einhverjum vandræðum, heldur en ég færi að fyrra bragði að kynna mér hag hennar í nýju vist- inni, sem yrði ef til vill til að ýfa upp harma hennar. Bezt væri að kynningu okkar væri lokið í lestinni. Hennar meðfædda þrek og óvenjuleg lífsreynsla, var hið eina, sem hún gat á treyst í þessu nýja hlutverki. Stúlkan frá Narvík kvaddi mig með handabandi, er hún steig út úr lestinni í Stokkhólmi, en ég fór inn í minn klefa og sótti minn farangur. Síðan hef ég ekkert frétt af ungu stúlkunni frá Narvík. Eftir rúma viku yfirgaf ég Stokkhólm, og aldrei hafði hún spurt eftir mér í símanum, og því var ég feginn. Þetta er sagan um ungu stúlkuna frá Narvík. Hún er eins sönn og saga getur verið um samfund fyrir tveim- ur áratugum. Hún er að sumu leyti lærdómsrík fyrir unglinga, er leggja að heiman út á lífsbrautina með létt- an sjóð í aurum, en ef til vill sára lífsreynslu. Þá er ekkert á að treysta annað en meðfæddar gáfur, þrek og vVpfestu. Stgfán Jónsson Heima er bezt 169

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.