Heima er bezt - 01.05.1968, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.05.1968, Blaðsíða 20
fegurð og fjölbreytileika, eins og ljóst er af Gunnars- hólma. í myndinni, sem þar er brugðið upp, eru raunar ekki sýndir aðrir drættir en þeir, sem ferðamaður með opin augu hlýtur að sjá, þar er enginn bunulækur, fífil- brekka, grasaskarð né smáragrund, að ekki sé nefnd flóatetur og fífusund, sem sjaldnast vekja athygli ferða- mannsins, sem hefir nóg að gera að virða fyrir sér stóru drættina og heildarsvipinn. Það eru æskustöðvarnar með minningum sínum, sem þarna koma fram, og hin hlýja fyrirbæn kvæðisins er fyrir þeim en ekki einhverri fagurri sveit í fjarlægð. Jónas orti Dalvísu þegar hann dvaldist í Sórey. Sama daginn eða dagana orti hann einnig Sláttuvísu, og urn sömu mundir þýddi hann eða endurkvað Illan læk eða Heimasetuna. OIl þessi kvæði eru bersýnilega af sama toga spunnin. í kyrrðinni úti í Sórey, fjarri íslandi og íslendingum, reikar hugurinn heim á æskustöðvar skáldsins. Myndin af dalnum hans kemur fram í hug- ann, og minningum frá bernskuleikjum og æskustörf- um skýtur þar upp. Sláttuvísan verður til, er hann hugs- ar um, þá tíma er hann stóð að slætti og skáraði á grundunum við Steinsstaði, og hver myndin rekur þar aðra, myndir, sem ekki komust að í Dalvísunni, en eiga heima við hlið hennar. Og þó að Illur Iækur sé sagður þýddur, þá hlýtur þeirri hugsun að skjóta upp hjá les- andanum, að þar hafi Jónas í huga minningu frá bernskuleikjum þeirra systkinanna. Það er engin tilvilj- un, að telpan í kvæðinu er að seilast eftir þrílitu fjól- unni, þegar lækurinn skvettir á hana. Svo annt er Jónasi um að það verði ekki misskilið, að hann beinlínis tekur það fram í athugasemd, að þar sé átt við Viola tricolor. En varla mun nokkurt blóm verða fremur talið ein- kenni í eyfirzkri sveit en þrílita fjólan. Víðar munu og myndir æskustöðvanna gægjast fram í kvæðum, sem Jónas þýðir og staðfærir til íslands. Þannig hygg ég að skuggafingurnir, sem Selfjall teygir fram í kvæðinu eftir Heine, sé einmitt myndin af kvöldskuggunum í Öxnadal, sem Hraundrangi og bræður hans varpa yfir sveitina þegar líður að sólsetri. Ég gat fyrr um frásögn Rannveigar á Steinsstöðum, sem Á. Ó. telur sprottna af óskhyggju einni saman. I því sambandi skulum vér minnast þess, að mjög var kært með þeim systkinum frá barnæsku, eins og ber- lega kemur fram í kvæðum Jónasar. í síðustu ferð sinni til íslands dvaldist Jónas um skeið heima á Steinsstöð- um. Ekkert er trúlegra en að þá hafi þau systkinin rifj- að upp bernskuminningarnar og ef til vill gengið sam- un um gamlar slóðir upp í gilið hjá Gljúfrabúa og ef til vill upp í skarðið, þar sem grösin voru, og áreiðan- lega hefir Jónasi orðið þá tíðrætt um þessa staði, og ■ekki hefir hann gleymt flóatetrinu eða smáragrundinni, 'hvömmunum við ána, bunulæknum og fífusundinu. Rannveig hefir áreiðanlega þekkt svo hug bróður síns, ^að hún hefir fundið orðalag hans um æskustöðvarnar í kvæðinu, þekkt þar í ljóðinu, þá staði, sem þau oft höfðu talað um, svo að hún hefir ekki velkst í vafa um hvert væri yrkisefni Dalvísu. Síðar segir hún Tómasi sonarsyni sínum frá þessu, sem mörgu öðru um bróður- inn kæra. Ég tel því, að orð hennar, sem ætla má, að geymzt hafi óbrjáluð, svo tryggt sönnunargagn í þessu máli sem bezt verður kosið, fyrst ekki er til að dreifa skrifaðri heimild. í þessu sambandi dettur mér í hug smáatvik úr eiginni reynslu. í leysingum á vorin rann að jafnaði nokkra daga smá vatnssytra sunnan við hús Ólafar skáldkonu á Hlöðum. Hún unni þessari seytlu, fylgdist með henni og talaði um hana daglega meðan hún var til. Þegar kvæðakver Ólafar kom á prent með vísunum, Seytlan mín, blandaðist engum af heimafólki á Hlöðum hugur um hvað þar væri ort. Og á allmörg- um stöðum víðar í kvæðum Ólafar þekki ég blettina, sem til er vísað, af samtölum við hana, þótt ég aldrei heyrði hana tala um þá sem yrkisefni. Og skyldi ekki eitthvað líkt hafa gerzt í viðræðum þeirra systkinanna á Steinsstöðum. Jónas Hallgrímsson yrkir um marga staði á íslandi, alls staðar mun þess getið með nafni, hvaða staðir það eru. í Dalvísunni þurfti ekki að nefna nöfn. Efni henn- ar var sótt í hjarta hans sjálfs. Samtíðarmönnunum þurfti ekki að segja hver dalurinn var, þeir þekktu hug hans, og ekki mun hann hafa órað fyrir, að eftirkom- endurnir færu að efast um svo sjálfsagða hluti. Á páskum 1968. r Ardagskæla og aftanblær Framhald. af bls. 161. ---------------------- hans, síðustu æviárin og naut ástríkis og umönnunar sonar síns. Hún andaðist í Reykjavík 1908, 74 ára gömul. Lífsbaráttu hennar var nú lokið. Undir henni hafði hún aldrei bognað né bugazt. Ásetningurinn um að það skyldi aldrei verða, sem mótaðist í huga hennar þorra- kvöldið, er hún kom frá jarðarför móður sinnar, þrettán ára gömul, stóðst hverja æviraun hennar. Minningin um ástríka móður, sem hlaut að heyja langvinna og þján- ingarfulla baráttu við fátækt og veikindi vék aldrei úr huga hennar og veitti henni þrek og viljastyrk. Kulda- gjósturinn, sem um hana blés á árdegi ævi hennar, hafði hert hana til andspyrnu gegn örðugleikunum, sem hún náði að yfirstíga. Nú strauk hlýr aftanblærinn þessari þrekmiklu og lífsreyndu konu mjúklega um vanga og jafnaði yfir örin eftir hrjúfa hendi örðugra örlaga henn- ar. — Allt var orðið milt og hljótt. BREFASKIPTI Maria Gestsdóttir, Forsæti, Villingaholtshreppi, Árnessýslu, ósk- ar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 12—14 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Gunnhildur Björk Eliasdóttir, Sveinseyri, Dýrafirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 13—15 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. ,164 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.