Heima er bezt - 01.05.1968, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.05.1968, Blaðsíða 19
lag í huga, ef hann tæki að yrkja almenna dalalýsingu, og mun Jónasi hafa verið þar líkt farið og öðrum í þeim efnum. En lítum svo á einstök atriði landslýsing- arinnar. Fífilbrekku, flóa og fífusund er víða að finna, en óneitanlega hvarflar hugurinn þó að votlendinu sem var fyrir utan og neðan Steinsstaði, þegar hann talar svo kunnuglega um flóatetrið. „Grund“ er nefnd þrisv- ar í Dalvísu, en ekkert gróðurlendi einkennir eins norð- lenzka dali og valllendisgrundirnar fram með fjallsrót- unum, og á það ekki sízt við um Oxnadal, þar sem þær eru óslitnar um endilangan dalinn að kalla má, og „smáragrundin“ er óneitanlega tíðara fyrirbæri norðan- lands en sunnan. Minna má á það í þessu sambandi að í kvæðisbroti Jónasar um Oxnadal, talar hann einnig um grundina, og „sléttar grundir" verða eitt einkennið á dalnum í augum Hannesar Hafsteins, þegar hann yrkir um Oxnadal og Jónas. Þá munu og berjalautir vera fleiri og meira einkennandi í hlíðum Öxnadals en suð- ur við Eyjafjöll, og tæpast mundi nokkrum detta í hug að tala um hið „góða skarð með grasahnoss“ þar syðra, en grasaferðir upp í fjallið hjá Steinsstöðum virðast hafa verið algengar, sbr. áður tilfærð ummæli síra Tóm- asar, og Grasaferð Jónasar. Öxnadalsá er víða „baklta- fögur“, en svo eru að vísu fleiri ár, en þegar talað er um bakkafagra „á í hvammi“ þrengist hugtakið. En ef horft er af Steinsstaðahlaði norðvestur yfir ána, verður eitt hið fyrsta, sem athygli vekur, hve margir gras- hvammar blasa þar við vestan árinnar. Er sennilegt að sú mynd hafi verið Jónasi hugstæð og kær. Hnjúkafjöll eru eitt af sérkennum eyfirzkra byggða mörgum öðrum sveitum fremur, og má í því sambandi minnast þess, að „hnjúkur“ er mjög algengt þar í ör- nefnum, svo að ekki mun annað fjallsheiti tíðara þar um slóðir. Þá hefir bláma norðlenzkra fjalla, ekki sízt við Eyjafjörð, löngum verið viðbrugðið, og er sá fjalla- blámi miklu skýrara einkenni norðlenzkrar náttúru en sunnlenzkrar, enda fylgir hann að verulegu leyti blá- grýtissvæðum landsins. í því sambandi mætti benda á, þótt það sanni ef til vill ekkert í þessum efnum, að í kvæðinu Gunnarshólma er Eyjafjallajökull „silfurblár“, og Tindafjöll „blásvört“, þar sem hnjúkafjöllin í Dal- vísu eru himinblá. Er þá vert að minnast þess, hve næm- leiki Jónasar fyrir hinum smæstu blæbrigðum íslenzkr- ar náttúru var mikill, og hve nákvæmur hann er í orða- vali sínu um allar náttúrulýsingar í ljóðum, að naum- ast verður lengra komizt. Óg tæpast mun hann nokkru sinni falla í þá tálgröf að nota skakkt eða ónákvæmt lýsingarorð vegna rímsins. Óvíða á landinu eru hrika- legri „hamragarðar“ en Drangafjallið í Öxnadal, sem blasti við sjónum Jónasar alla bernsku hans og æsku. Og hvort mundi nú trúlegra að gægðist þar fram í hug- ann, fjall bernskusveitarinnar eða bæjarnafnið undir Eyjafjöllum? Að vísu eru ekki jökulþakin fjöll við Öxnadal, en fannir liggja þar viða lengi sumars, og oft gerist það síðla sumars að snjóar í fjöll, svo að hátind- arnir eru hvítir, og gæti þeirri mynd hafa skotið upp í huga skáldsins. Þá mun það tæpast vafamál, að erindið „Hnjúkafjöllin himinblá11 o. s. frv. dragi upp mynd af fremur þröngum dal í skjóli hárra fjalla, en ekki af hinni opnu sléttu umhverfis Markarfljót. Sumir munu telja, og ekki með öllu að ófyrirsynju, að hæpið sé að tala um sólina að „hún sé snemma risin og seint sezt“ í Öxnadal, sem eins og alkunna er, er fremur þröngur og luktur háum fjöllum. En þá er þess að minnast, að á æskuheimili Jónasar, Steinsstöðum, er sólargangur lengri en á mörgum öðrum bæjum dalsins, og snemrna roðar morgunsólin fjallið þar andspænis, og kvöldsólar nýtur alllengi á Steinsstöðum, þar sem fjall- ið á móti er tekið mjög að lækka þar, svo að það verð- ur ekkert öfugmæli um dalinn sem sagt er um göngu sólarinnar. I því sambandi má og benda á ummæli Jón- asar í kvæðisbrotinu nafnlausa, „þar sem háir hólar“ o. s. frv. en þar segir hann „þar sem hamrahilla hlær við skini sólar, árla fyrir óttu en á meðan nóttu, grundin góða ber græn í faðmi sér“. Enginn vafi er á að hér er kveðið um Öxnadal, morgunsólin roðar hamrahillur Drangafjalls, meðan enn hvílir skuggi á „grundinni góðu“. I stuttu máli sagt bendir öll náttúrulýsing kvæðisins svo miklu meira til æskustöðva skáldsins í Óxnadal en til Eyjafjalla og Fljótshlíðar, að naumast mun hugur nokkurs manns hvarfla að þeim sveitum, ef ekki væri þar fossinn með Gljúfrabúaheitinu. Annað einkenni Dalvísu, sem mér virðist þó taka enn meiri tvímæli af en náttúrulýsingin, um að þar sé hugs- að til kærra æskustöðva, og það er innileiki sá og hlýja, sem stafar næstum frá hverju orði. Vér skulum bera það.saman við önnur náttúrukvæði Jónasar svo sem „Þú stóðst á tindi Heklu hám“ eða þó einkum Gunnars- hólma, sem kveðinn er um slóðir Gljúfrabúa hins ey- fellska, en Arni Óla telur Dalvísuna einskonar eftir- mála við það kvæði. Náttúrulýsing Gunnarshólma er fögur, en þar bregður ekki fyrir hinum fögru smá- myndum né hlýju, sem eru einkenni Dalvísunnar. Þótt ekki væri annað en „góða skarð“ og „gilið mitt“, sem benti til kærra staða og bernskustöðva skáldsins, væri það nóg til að sanna, að þar er ort um heimasveitina, en ekki fagurt hérað, sem það þekkti einungis af skyndi- ferðum. Að vísu telur Á. Ó. að „mitt“ sé þarna atviks- orð, sem segi frá gilinu mitt í klettaþröngunum. Slíkt verður ekki sannað málfræðilega, þar eð mynd eignar- fornafnsins er hin sama. En andi og blær Dalvísunnar hnígur þó miklu fremur að því að skáldið sé að kveða um gilið sitt, eins og skarðið góða, en ólíklegt þykir mér eða öllu heldur fráleitt, að Jónas hafi átt nokkrar minningar bundnar við nokkurt skarð suður í Fljóts- hlíð eða Eyjafjöllum, góða skarðið, gilið mitt og flóa- tetrið eru allt saman gamlir vinir, sem um er kveðið af ástúð og hlýju. Þau eru öll af þeim stöðvum, þar sem skáldið þekkir hvem blett, á minningar og spor af hverri þúfu og í hverju lautardragi. Ferðamaður, jafn- vel þótt hann sé gæddur náttúruskyni og náttúmást Jónasar Hallgrímssonar, finnur naumast þessa smá- drætti landslagsins, þótt hann hrífist af hinni stórbrotnu Heima er bezt 163

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.