Heima er bezt - 01.05.1968, Blaðsíða 18
STEINDÓR STEINDÓRSSON
FRA HLOÐUM:
Jónas og Gljúfrabúi
■ I" "lf ndanfarnar vikur hefir verið í blöðum rætt
um það, hvaða sveit Jónas Hallgrímsson hafi
J haft í huga, þegar hann orti Dalvísu sína.
Einkum hefir verið um það deilt, hvort
Gljúfrabúi kvæðisins sé foss ofan við túnið á Steins-
stöðum í Öxnadal eða alnafni hans, hinn kunni foss
undir Eyjafjöllum. Hefir Árni Óla, rithöfundur, eink-
um gerzt fyrirsvarsmaður síðari kenningarinnar að
þessu sinni. Ef til vill skiptir það ekki miklu máli um
hvorn fossinn er ort, listagildi og unaður kvæðisins er
hinn sami, en naumast mundi það að skapi höfundar, ef
rangt er með farið. Ég mundi tæpast hafa lagt hér orð í
belg, ef ekki vildi svo til, að ég hefi áður látið þar uppi
skoðun mína, svo að mér mun fyrirgefast þótt þar sé
nokkru við bætt.
Dalvísu lærði ég á barnsaldri. Þegar ég síðan á ferm-
ingaraldri kom fyrst í Öxnadal, þótti mér sem ég sæi
þar allt kvæðið fyrir mér, hefi ég aldrei síðan efast um,
að Jónas hafi haft æskusveit sína í huga, er hann orti
kvæðið, sem annars gæti verið ástaróður til íslenzkra
dala yfirleitt. Það kom því yfir mig næstum því eins og
ísköld gusa, er ég las í Árbók Ferðafélagsins 1931, að
Gljúfrabúi undir Eyjafjöllum hefði orðið „frægur af
ltvæði Jónasar“ eins og Skúli Skúlason kemst þar að
orði. Ekki er mér kunnugt, hvaðan Skúli hefir fengið
þann fróðleik, eða hvort hann er upphafsmaður þessar-
ar skoðunar, en ekki minnist ég þess, að hafa séð henni
haldið fram áður. Og ekki virðist Matthías Þórðarson,
sem manna mest hefir kannað ævi og störf Jónasar, vera
í nokkrum vafa um hvaðan kvæðið sé runnið (sbr. Rit
J. H. V. b. bls. XV).
Þegar ég á árunum kringum 1940 tók að efna til Lýs-
ingar Eyjafjarðar leitaðist ég við að afla mér fróðleiks
um þetta efni. Þar reyndist að vísu ekki um auðugan
garð að gresja, en allt hneig það í sömu áttina, að Dal-
vísan væri um Öxnadal. En öll tvímæli í þessu efni þóttu
mér þó ummæli síra Tómasar Hallgrímssonar á Völlum
taka, en hann var sonarsonur Rannveigar Hallgríms-
dóttur, systur Jónasar og ólst upp með henni á Steins-
stöðum. Tók ég þau upp í rit mitt í heild og taldi þá
vel frá gengið. En frásögn síra Tómasar hljóðar svo:
„Foss sá, er Jónas kveður um, er í djúpu og skuggalegu
gljúfragili í fjallinu fyrir ofan Steinsstaði. Foss þessi er
talsvert hár og þverhníptur og væri mjög fagur, ef
vatnsmegin væri nóg, en það er eigi nema í leysingum.
Öll hin önnur örnefni í kvæðinu eru í Steinsstaðalandi.
„Góða skarð með grasahnoss“ er í fjallinu beint upp
undan Steinsstaðabænum, og fór Jónas þangað stundum
á uppvaxtarárum sínum til grasa, því að honum þótti
þar mjög fagurt um að litast, með systur sinni, Rann-
veigu, er síðar varð húsfreyja á Steinsstöðum, því að
þau unnust mjög. Hefir hún skýrt mér frá þessu, því ég
ólst upp hjá henni á Steinsstöðum, og mörgu fleira við-
víkjandi bróður sínum, og er það miklu áreiðanlegra en
ýmislegt gambur þeirra manna, sem þóttust vita en vissu
ekki.“ (Stefnir III. bls. 88). Niðurlagsorð síra Tómasar
gætu bent til þess, að einhver orðræða hefði þá þegar
verið um kvæði þetta og uppruna þess. En ekki er Árni
Óla á sama máli um þetta atriði. Telur hann, að frá-
sögn Rannveigar sanni ekkert, og muni ummæli hennar
sprottin af óskhyggju. Víst er það rétt, að ekki er hér
um algilda sönnun að ræða, þar sem þau systkin sáust
aldrei eftir að kvæðið var ort, og Jónas því ekki getað
tjáð henni þetta berum orðum, nema í bréfi. En slíkt
bréf eitt telur Á. Ó. gæti tekið af allan vafa. En engu
að síður, hlýtur skynsamleg hugsun að viðurkenna, að
„óskhyggja“ nákominnar og kærrar systur skáldsins
muni fara nær um hug þess en tilgátur snjállra blaða-
manna heilli öld síðar, ekki sízt þegar öll gerð kvæðis-
ins bendir í sömu áttina. Verður nánar vikið að því
síðar.
Næst verður þá fyrir að kanna, hvort kvæðið sjálft,
náttúrulýsing þess og andi muni falla betur að Öxnadal
eða Eyjafjöllum. Eyjafjallamennirnir binda sig þar eink-
urn við fossinn Gljúfrabúa, en sá er grunur minn, að
sú tilviljun, að fossinn Gljúfrabúi, ef það er þá upp-
runaheiti hans, sem sumir draga í efa, og bærinn Hamra-
garðar eru þarna hlið við hlið líkt og í kvæði Jónasar,
hafi gefið tilefni til, að farið var að flytja kvæði Jónas-
ar suður yfir fjöll.
Segja má að mikið af náttúrulýsingu Dalvísunnar geti
átt við dali, hvar sem er á landinu, en ef vér berum
saman Fljótshlíð og Eyjafjöll annars vegar en Öxnadal
hinsvegar, verður myndin þó óneitanlega mildu nær
hinum síðarnefnda. Má í því sambandi einnig benda á,
að samkvæmt norðlenzkri málvenju og skynjan á lands-
lagi, verður tæpast talað um dal þar syðra. Að minnsta
kosti mundi Norðlendingur tæpast hafa það byggðar-
162 Heima er bezt