Heima er bezt - 01.05.1968, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.05.1968, Blaðsíða 35
HEIMA----------- BEZT BÓKAHILLAN Will Durant: Grikkland hið foma. Reykjavík 1967. Menningarsjóður. Eftir að hafa lesið bók Durants um Rómaveldi, munu margir hafa beðið þess með eftirvæntingu að fá meira í hendur af hinu mikla ritverki hans á íslenzku, og nú er fyrri hlutinn af Grikklands sögu hans kominn. Ekki þarf að rekja hér, hver áhrif menning forn-Grikkja hefir haft á alla sögu og menningu vestrænna þjóða, næstum því á hvaða sviði sem er. Saga þessarar þjóðar vakir í hugum manna sem heillandi ævintýr. Venjulega horfum vér að- eins á ytra borðið, vísdótn heimspekinganna, list skáldanna, mynd- höggvaranna og húsameistaranna, frækni íþróttagarpanna og hyggni stjórnvitringanna. En þessi bók sýnir oss ekki aðeins tind- ana, hún leiðir oss inn á heimilin, sýnir oss fólkið í daglegri önn þess, eða að leikum og í samræðum í friði og stríði. En hún dreg- ur ekki fjöður yfir veilurnar í hinu hellenska þjóðfélagi, sem hvíldi á hinum veiku stoðum þrælahaldsins, og að í raun réttri var um að ræða sundurþykka þjóð, sem að lokum féll vegna eigin vankanta. Þótt í bók þessari sé mest dvalizt við hið glæsta yfir- borð grísku hámenningarinnar, gleymast ekki skuggarnir né skúmaskotin. Höfundur vefur alla söguna í samfellt listaverk, þar sem engu er gleymt og engu ofaukið, allt hið marglita líf þess- arar furðulegu þjóðar er dregið þar fram í einni listrænni heild. Ekki vcrður því þó neitað, að sumir kaflar bókarinnar eru nokk- uð þungir og þreytandi, sakir þess hve víða verður við að koma og mörgum stoðum frá hinum misjöfnu borgríkjum að renna undir heildarbygginguna. En hjá því verður ekki komizt til fulls skilnings á sögunni. Annars er þess ekki kostur í fáum orðum að gefa heildarmynd af þessari bók og erfitt að skera úr, hvort þar er meira ráðandi sagan eða listaverkið. En eitt er víst, þetta cr ein þeirra bóka, sem teygir úr lesandanum, gerir hann menntaðri og gefur honum færi á að hugsa dýpra og skyggnast víðar en um næsta umhverfi sitt. Þýðingin er snilldarverk, og virðist mér þýð- andanum, Jónasi Kristjánssyni, takast þar bezt sem mest á reyn- ir. En nú hlýtur það að verða krafa lesandanna, að ekki verði látið staðar numið fyrri en allt hið mikia ritverk Durants er komið á íslcnzku. Guðtnundur Danielsson: Landshornamenn í H-dúr. Rcykjavík 1967. ísafoldarprcntsmiðja h.f. Eitt geta lesendur bóka Guðmundar Danielssonar verið sam- mála um, og það er, að hann er aldrei leiðinlegur. Honum fylgir ætíð hrcssandi gustur, hvar sem hann fer, og hvað sem hann skrif- ar. Þetta kcmur glöggt fram í þessari bók, sem er garaansöm lýsing á sumarleyfis- og veiðiferðum hans og nokkurra félaga, og kemur þar Matthías skáld og ritstjóri Johannessen mest við sögu. Höf- undur gerir ótæpt skop að þeim félögum, stundum mcð nokkurri gráglettni, ef vel cr að gætt. En það lciðist engum meðan liann les Landshornamcnn, þótt efnið sé ekki stórfellt og ntargar sög- urnar hvcr annari líkar, og lítið verði eftir að loknum lestri. Og satt að scgja virðist mér höfundur hefði fremur átt að hafa þessa þætti til að skemmta með þeim í þröngum kunningjahópi, cn gcfa þá út scm bókmenntir handa alþjóð. Katrín Ólafsdóttir: Tvímánuður. Rvík 1967. ísafoldar- prentsmiðja hf. Höfundur lýsir hér viðburðum frá síðustu heimsstyrjöld með því að rekja sögu íslenzkrar konu, sem dvelst á styrjaldarárunum í Austurríki. Er sagan rakin í minningaformi, þegar hún, nokkr- um árum síðar fer um fornar slóðir, þar sem hvert fótmál vekur minningar bæði um blítt og strítt. Sagan er vel sögð, mannlýsing- ar margar hnitmiðaðar og tilfinningum og viðbrögðum fólksins lýst af næmum skilningi. Ekki fær lesandinn varizt þeirri hugs- un, að höf. segi að verulegu leyti frá eigin ævi og reynslu, gerir það söguna á margan hátt áhrifameiri en ella. Þetta mun vera fyrsta bók höf. í skáldsöguformi, en mörgum mun fara líkt og mér við lestur hennar að hlakka til þeirra næstu. Jóhann Briem: Til Austurheims. Reykjavik 1967. Menn- ingarsjóður. Það er löngu kunnugt, að Jóhanni Briem er hvorttveggja lag- ið að beita penna og pensli, og ber bók þessi greinilegan vitnis- burð þess. En þar segir hann nokkra ferðaþætti frá löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og nágrenni þeirra. Leiðir hann þar lesandann við hlið sér um helgistaði kristinna manna og Gyðinga, konungagrafir, musteri og sandorpnar borgir hins forna Egypta- lands, svo að eitthvað sé nefnt. Lýsir hann því, er fyrir augun ber í ljóðrænum, lisfengnum stfl, sem yndi er að lesa. Annað mál er svo, að lesandinn næstum því ofmettast af öllum þeim grúa fornra listaverka og minja, sem þarna er lýst, og mundi ég því vilja ráða hverjum þeim, sem njóta vill bókarinnar til fulls að lesa hana í smásprettum likt og ljóð. Bókin er prýdd bæði teikningum og lit- myndum og öll hin glæsilegasta að ytri sýn eigi síður en efni. Hannes Pétursson: Eyjarnar átján. Reykjavík 1967. Menningarsjóður. Höfundur birlir lesandanum hér dagbókarblöð frá sumardvöl í Færeyjum. Þótt skammt sé til Færeyja, þjóðin skyld oss, og lífs- barátta hennar og saga að ýmsu leyti lík því, sem hér gerist, er- uin vér samt furðulega ófróðir um flest það er Færeyjum kemur við. Af þessum sökum hljóta þessar svipmyndir Hannesar að verða mörgum kærkomnar. En svo bætist það við, að stíll höfundar er lifandi og auga hans næmt fyrir hinum minnslu blæbrigðum nátt- úru og iandslags, og hann kann að gera lesandann þátttakanda í því, sem hann sér og heyrir. Bókin verður enn hugþekkari vegna þeirrar hlýju til lands og þjóðar, sem býr þar að baki. Ekki verð- ur því neitað, að höfundur gerir sér minna títt um fóikið en land- ið og náttúru þcss, en þó fáum vér nokkra mynd af þvi i daglegri önn þess. Framan við dagbókina er alllöng fræðileg lýsing af Fær- eyjum og sögu þeirra. Er það góður bókarauki, þótt ekki sé hann í beinum tcngslum við dagbókina sjálfa. Hefir höfundur gert rélt í að láta þenna kafla fylgjast með handa þeim, sem vilja fá að vita eitthvað af þurrum staðreyndum. Bókina prýða teikningar eftir Sven Havsteen Mikkelsen, og er allur frágangur hennar snot- ur og hlýlegur eins og frásögn höfundarins sjálfs. St. Std. Heima er bezt 179

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.