Heima er bezt - 01.05.1978, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.05.1978, Blaðsíða 2
Hugleiðing á kosningavori Kosningavor mundi vorið 1978 hafa verið kallað í annál- um fyrrum. Tvennar allsherjarkosningar á einum mánuði, er meira en gerst hefir nokkru sinni fyrr. Eftir öllum sól- armerkjum að dæma verður baráttan bæði löng og hörð, jafnvel harðari en nokkru sinni fyrr, því að margt þykir mér benda til, að þjóðin hafi skipað sér í andsnúnari fylkingar, og af meiri hörku en títt er, þótt oft hafi verið rysjótt og róstusamt í stjórnmálaheimi vorum. Ég ætla hér hvorki að spá um hugsanleg vopnaviðskipti og úrslit né halda fram málstað eins flokks eða flokka, heldur ræða nokkur atriði, sem snerta alla, hvort heldur sem þeir skipa sér til hægri eða vinstri. Vér búum við lýðræðisskipulag. Stjórnmálaflokkarnir keppast um að lýsa fylgi sínu við það, og jafnvel þeir, sem ef til vill vildu það feigt í hjarta sínu þora ekki annað en láta sem þeir vilji halda reglur lýðræðisins í heiðri. En þó að vér aðhyllumst lýðræði, og vitum að það veitir öllum landslýð meira persónufrelsi, en nokkurt annað stjómarform, þá erum vér ekki blindir fyrir því, að það er ekki gallalaust, og margt misjafnt getur gerst innan þess. Þetta nota andstæðingar lýðræðisins sér óspart, og þar verður við komið hinum hættulegasta áróðri. Menn eru löngum fljótir til að fordæma allan skóginn ef þeir finna eitt visið laufblað, eins og skáldið segir. En ef vér af þessum sökum vildum varpa lýðræðinu og því frelsi, sem það veitir fyrir borð, væri oss ekki ólíkt farið og lækni, sem kysi heldur að ráða sjúklingi sínum bana en leita að bót við meinsemd hans. Eins og nú háttar í heiminum er meginbaráttan um heimsyfirráðin stríð milli einræðis og lýðræðis. Allt ann- að, sem milli ber eru raunar aukaatriði, enda þótt reynt sé að láta svo líta út að það sé meginmálið. Ekkert frjálst þjóðfélag er ósnortið af þessari baráttu, en vitanlega eru þau þjóðfélög ein frjáls, þar sem þegnarnir fá látið skoð- anir sínar í ljós, deilt og gagnrýnt. Þessi barátta er því einnig háð innan vors fámenna þjóðfélags, kannske harðari en víða annars staðar vegna þess að návígið er meira. Og ef til vill er hvergi eins ríkuleg viðleitni að hylja hina raunverulegu stefnu, einkum þeirra, sem óska lýð- ræðið feigt. En því miður eru þeir alltof margir, sem gæla við ein- ræði og ofbeldi, og grípa hvert tækifæri, sem gefst til árása á lýðræðiskerfið þegar einhver mistök verða, eða leggja verður á einhver höft. Og sá áróður er því hættulegri sem hann er oft gerður undir yfirskini frelsishyggju. Og þeim tekst býsnavel að villa mörgum sýn með hugtakaruglingi og fagurgala. Vér, sem fædd erum og upp alin í lýðræðiskerfi, gerum oss of sjaldan ljósa kosti þess. Vér teljum þá jafnsjálfsagða og að vér öndum að oss hreinu andrúmslofti eða drekkum ómengað vatn. Vér vitum það að vér megum hugsa, tala og rita óhindrað, svo lengi sem vér höldum oss innan laga og velsæmis. Vér megum fara allra vorra ferða innanlands og utan, lesa þær bækur og blöð sem oss lystir, leita þeirra starfa, sem vér girnumst og iðka þau trúarbrögð, sem oss eru hugstæðust. Og síðast en ekki síst, vér megum taka þátt í þjóðmálum eftir því sem oss þykir vænlegast og beita allri gagnrýni á stjómvöld og ráðamenn. Og að lok- um getum vér tálmunarlaust beitt atkvæði voru gegn þeim mönnum eða flokki, sem oss er andstæður. Ekkert af þessu er leyfilegt í einræðisskipulagi. Þar er einstakling- urinn eins og hjól í vél, sem verður að snúast eftir því sem vélinni er stjórnað. Þar skiptir engu máli hvaða nafni einræðið er nefnt, hvort það heitir kommúnismi, nasismi, herforingjastjórn eða eitthvað annað. Ég nefndi áðan hreint loft og ómengað vatn. Hvemig ætli oss mundi bregða við, ef vér vöknuðum við það ein- hvern daginn að loftið væri eitrað eða vatnið sjúkdóms- valdur? Að vísu hvorugt svo, að það ylli oss bráðum sjúkdómi eða bana, en vér drægjumst upp vanheilir og þróttlitlir uns yfir lyki fyrir aldur fram, en mitt í þjáning- um vorum yrði oss það ljóst, að vér hefðum ósjálfrátt eða sjálfrátt valdið því að svona fór. Gáleysi vort eða ef til vill öllu heldur andvaraleysi hefði valdið því hvemig fór. En samsvarandi mundi gerast ef vér af gáleysi gælum við einræðisöflin, og veikjum lýðfrelsið með hverskonar ónauðsynlegum árásum og rótamagi. Sú mengun, sem vér þá völdum er allri annarri verri. Ég gat þess áður að ýmislegt mætti finna að lýðræðis- kerfinu. Einn helsti galli þess er flokksræðið. Fámennir hópar móta stefnuna og tekst með áróðri að telja al- menningi trú um, að hið eina rétta sé að fylgja flokknum gegnum þykkt og þunnt. Allt, sem hann geri sé rétt og enginn megi skerast úr leik, jafnvel þótt um smámál sé að ræða. Hér er vitanlega um háskasamlegan misskilning að ræða, og innan flokksbandanna skapast smám saman nær fullkomið einræði. Að vísu verða hagsmunamál dagsins ætíð ofarlega í hug vorum, þegar rætt er um þjóðmál, en þau eru samt minna virði en meginstefnan. I lýðræðisríki er atkvæðisrétturinn hið eina vopn hins 146 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.