Heima er bezt - 01.05.1978, Blaðsíða 19
Húsið hennar Klöru Antonsen (nýbýli).
gluggum. Næst brekku er steyptur áburðarkjallari, en
fram af honum eru aðeins steyptar súlur, sem efri hæðin
hvílir á, en sundur hlutuð að endilöngu. Annar hluti af-
þiljaður og lokaður með hurð, hinn opinn, þar eru geymd
amboð, orf, hrífur, hverfisteinn handsnúinn, og öll önnur
handverkfæri, sem tilheyra störfum bóndans, þar var
einnig þvottur þurrkaður. Til efri hæðar er gengið eftir
stuttri landbrú frá brekku að hlið áburðarkjallara sunnan
megin, næst dyrum er hún þakin timbri en möl fjær. Hurð
opnast út, við tekur gangur, til hægri við hann er
mjólkurhús, er geymir foma búshluti, skilvindu, strokk og
önnur áhöld, sem notuð voru til mjólkurvinnslu. Á vinstri
hönd er geymsla, gömul aktýgi hanga þar á uglu, og fleira
er þar inni, sem bústörfin krefjast, niðurbútað birki, sem
ætlað er í arinn ef rafmagn bregst. í enda gangsins eru dyr
sem gengið er um til fjóss, þar eru básar fyrir þrjár kýr og
kvígu, fjórar geitur, til hægri básar fyrir tvo hesta. Gólf er
úr timbri, þykkum breiðum plönkum, er hvíla á 8—10
þumlunga sverum burðarbitum, gólf slitin, en allt er fágað
og hreint, loft er yfir fjósi. Úr gripahúsum er gengið til
hlöðu, sem mun rúma mikið meir en fóður handa þessu
búi, enda veggja- og rishá. Allt er vel að viðum vandað,
enda enn í fullu gildi þó fjörutíu ár séu að baki. Þessi
húsaskipan var víðast viðhöfð í Noregi á þeirri tíð
og fyrr.
Gömlu skötuhjúin ganga hægt upp túnið til morgun-
verðar.
„Hérna í fjallinu handan dalsins gengu geiturnar mín-
ar. Þegar ég vildi fá þær heim í mjaltir á málum, kallaði ég
bara „geita geit“, og bankaði í mjólkurfötuna. Þá komu
þær hlaupandi blessaðar. Þá var nú betra að vera viðstödd
þegar þær komu, annars fóru þær aftur, þá þýddi ekkert
að kalla, fyrr en í næsta mál. Þær eru bæði vitrar og stoltar
geiturnar", segir Klara Antonsen.
Á víð og dreif um túnið eru bjarkar- og seljuplöntur að
teygja sig upp úr grasinu. Væri það ekki slegið yrði það
orðinn skógarlundur eftir nokkur ár. Nú hefst morgun-
verður, en svo sannarlega hefur þessi morgunstund gefið
gull í mund, og þau eru ennþá drjúg morgunverkin. Bíll-
inn er kominn að vegamótum. Frú Klara bíður þar með
gestum sínum, það er kveðjustund. Bóndanum frá íslandi
er efst í hug innilegt þakklæti, hjarta hans er svo undar-
lega heitt þessa stund, hann leggur hönd um herðar þess-
arar öldnu konu og kyssir hana á kinnina, það er vinar-
kveðja frá íslandi. Hann heyrir að það er klappað í bíln-
um, og einhvern segja: „Svona á það að vera“.
Jörgen Dahl Ballangen segir við karl er í bílinn kemur:
„Leið þér vel í nótt?“
„Það gerði mér“, svarar karl, „og nú hef ég fundið allt
sem ég leitaði að í Noregi, einnig vissu um að í þessu landi
á ég bæði frændur og vini. Sú vissa er það dýrmætasta,
sem ég fer með heim úr þessari ferð“.
Ekið er af stað til samkomuhússins í Ballangen. Þar
liggja saman leiðir, og framámenn sveitarinnar kvaddir.
Svo er haldið í suðurátt. Fyrst er landið líkt og umhverfi
Narvíkur, dalir, fjöll, skógar og vötn skiptast á, en fljót-
lega breytir um svip er nær dregur sjó, enda erum við
hér skammt frá Vesturhafinu, þar sem vestan- og
norðanvindar næða á vesturströnd landsins. Ekið er í
gegnum fyrstu jarðgöngin, nokkur hundruð metra löng.
Þar er rokkið inni þó raflýst séu, tvær eru akreinar og
göngubrautir. Einhver ónotakennd grípur um sig hjá
gömlum karli að vera inn í miðju fjalli, en brátt blasir við
skógarhlíð, blátt sund og smá bær, það er Skarberget.Hér
verða bílarnir ferjaðir yfir til Bognes, aðeins annar bíllinn
kemst yfir í næstu ferð, því margir bílar biðu. Tveir aldr-
aðir bændur, annar eyfirskur, tylla sér afsíðis meðan
beðið er, þeir virðast hugsi. Svo segir eyfirski bóndinn eins
Klara Antonsen og Guðrún Guðmundsdóttir.
Heima er bezt 163