Heima er bezt - 01.05.1978, Blaðsíða 32
ingu. í sumar ætlar hún að dveljast á æskuslóðunum
norður í landi. En hvað það er dásamlegt að koma heim,
þó hér sé hrjóstrugt og kuldalegt hjá því, sem hún hefur
vanist undanfarið.
Með skipinu er einnig ungur piltur frá Eyrarvíkur-
kauptúni, Sven ívarssen, norskur í föðurætt. Hann er
einnig að koma frá námi, en á eftir tvö ár. Hann er að
nema lögfræði og þykir hinn efnilegasti á allan hátt. 1
sumar verður hann heima og starfar við verslunina. Faðir
hans er faktor í Eyrarvíkurkauptúni.
Fyrir hugskotssjónum Valgerðar stendur mynd hins
unga manns ómáð með öllu og það er eins og minning-
arnar öðlist líf og liti. Hún er orðin ung aftur.
— Ó Sven, elsku vinur minn! Ef þú vissir, hvað ég hef
saknað þín. Manstu kvöldið, sem við komum heim?
Kvöldið, sem skipið sigldi inn höfnina. Og nú stígur sagan
fram með hjálp minninganna.
Vala, eins og hún var kölluð þá og Sven hafa þekkst
lítillega sem börn og unglingar, en aðeins sést tvisvar úti í
Danmörku. Hún var í kvennaskóla úti á landi, en hann í
háskóla í Kaupmannahöfn. Þau kynntust aðallega á
heimleiðinni yfir hafið og fór vel á með þeim og nú eru
þau orðin meira en lítið ástfangin. Margir á skipinu
fylgjast með þróun kunningsskapar þeirra og það er allra
manna mál að hér fari saman gæfa og gjörvileiki beggja
og að þau séu eins og sköpuð hvort handa öðru.
Vala og Sven sitja á bekk á þilfarinu er skipið siglir hægt
inn höfnina. Hann tekur um hönd hennar.
— Vala mín, þakka þér innilega fyrir samfylgdina
heim.
Hún horfir í augu hans, rjóð og hálf feimin, en hrifn-
ingin leynir sér ekki.
— Vala, þú ert svo falleg, elsku Vala. Viltu verða mér
samferða alla tíð? Hann smáherðir takið um hönd hennar
og dökkur, óstyrilátur lokkur strýkst við vanga hennar.
— Sven, hvíslar hún, — þú meiðir mig.
Hann losar um takið og segir lágt: — Ég sleppi þér
aldrei fyrr en þú segir já.
Hún brosir fagnandi. — Auðvitað segi ég já.
Hann hvíslar ákafur: — Nú á ég þig. Þú mátt fá mig í
staðinn. Eru það ekki slétt „býtti“? Ég, plataði þig, því ég
sleppi þér ekki samt. Hann kyssir hana létt á kinnina.
— Biddu bara, þetta er aðeins byrjunin. Þau horfa hvort
á annað brosandi og sæl.
— Já, segir hann. — Við förum saman í land, verðum
saman hér og förum saman norður, heim. Gaman verður
að vita, hvað fólkið segir
Þau stóðu upp. Nú er skipið að leggjast að.
— Þú kemur með mér heim til Ölmu, föðursystur
minnar. Mig langar til að sýna henni þig. Hún er um
fimmtugt, hefur aldrei gifst, hvernig sem á því stendur.
Hún er besta frænka í heimi, að mér finnst.
Vala lét hann ráða. Þau kvöddu kunningjana á skipinu
og Sven náði í mann, sem flutti farangur þeirra heim til
Ölmu, en það var ekki löng leið, því höfuðstaður landsins
var ekki svo stór í þá daga. Alma bjó í litlu, snyrtilegu
timburhúsi og kom til dyrannna, lítil, gráhærð en ótrúlega
ungleg.
Sven tók hana í faðminn og knúskyssti hana svo hún
náði varla andanum. — Komdu blessuð og sæl frænka
mín.
— Nu er du glad Sven, sagði Alma og leit spyrjandi á
hann.
— Já, það er ég.
— Hver er með þér? spurði hún þegar hún sá Völu,
sem stóð við dyrnar. Hún leit athugulum augum á hana,
en rétti henni svo höndina og brosti um leið og hún kynnti
sig. Vala gerði hið sama.
— Má ég „presentere“. Þetta er hún Vala, konuefnið
mitt.
Hvernig líst þér á það, frænka mín?
— Du Sven, ert mesti æringi ég þekkja. Alma horfði á
þau til skiptis. Svo faðmaði hún þau að sér og kyssti á
vangana. — Guð blessi ykkur, börnin mín, sagði hún
hrærð. — Megi hamingjan fylgja ykkur ævinlega. Um
leið sneri hún sér snögglega við og Vala sá, að hún strauk
sér yfir augun, en líklega hafa það verið gleðitár? Hvað gat
það annað verið?
Þau dvöldu í besta yfirlæti hjá Ölmu nokkra daga. Fóru
út, hittu skyldfólk og kunningja, en sælust voru þau, er
þau fóru ein saman í gönguferðir um nágrennið, út á Nes,
suður í hraun eða fengu lánaðan bát og reru út á Skerja-
fjörðinn. Sven lét smíða hringana og þau ætluðu að setja
þá upp heima á 23. ára afmælisdaginn hans, þann 5. júní.
— Sven! Þú varst svo kátur og léttur í lund og öllum,
sem þekktu þig þótti vænt um þig. Vinur minn! Ég hef
sjaldan verið glöð síðan ég missti þig. Ég man þig enn, svo
háan, íturvaxinn með dökka, liðaða hárið og óstýriláta
lokkana, sem þú sagðir að væri norsk ættarfylgja. Svo
man ég brosið þitt bjarta og hýra. Þú vildir alla gleðja og
bæta úr því sem miður fór, hvar sem þú komst.
Aldrei gleymi ég ferðinni norður með strandferðaskip-
inu, í sumardýrð og sólskini. Að minnsta kosti finnst mér
núna, að það hafi alltaf verið sólskin allt þetta vor og
sumar. Líklega er það vegna þess, að ég lifði mesta lífs-
hamingju á þessu eina sumri.
Við dvöidum tvo daga heima hjá þér í Eyrarvík.
Manstu hvað þau voru ánægð með okkur og vildu allt
fyrir okkur gera? Ennþá held ég sambandi við þitt fólk, en
það er nú orðið fátt eftir af því hér.
Svo komum við að Fellsgrund. Þaðan hafði ég ekkert
frétt lengi og þú þekktir lítið til þar þá. Við- Arndís
kynntumst fyrst er hún var við nám hjá pabba ásamt fleiri
unglingum í nokkrar vikur. Við urðum góðar vinkonur.
Ég vona, að enginn hafi tekið eftir því, hve mér brá er ég
heilsaði henni og sá strax hvað hún var alvarleg og
óhamingjusöm. Ég sá líka að hún var komin langt á leið.
Við fengum þar góðar viðtökur og innilegar hamingju-
óskir, en ég sá á Arndísi að hana langaði til að tala við mig
eina. Og þegar við sáum okkur færi, fórum við inn í
hjónahúsið. Hurðin var ekki fyrr fallin að stöfum en
Arndís fleygði sér hágrátandi i fang mér.
— Elsku vina mín, stilltu þig, barnsins vegna, sagði ég.
176 Heima er bezl