Heima er bezt - 01.05.1978, Blaðsíða 24
fjarðarsýslu og Þingeyjarsýslu og þótti
sérlega heppinn og góður læknir. Til
lækningastarfa hafði hann sérstakt
leyfi landlæknis gegn því skilyrði að
hann semdi skýrslur um læknisstörfin.
Eru þessar skýrslur enn til og þykja
hinar merkustu. íslensk læknastétt
hetur viðurkennt séra Jón sem einn úr
sínum hópi með því að skrá nafn hans
í Læknatal. Magnús sonur hans, sem
seinna varð prestur á Grenjaðarstað,
erfði læknishneigðina og er af sumum
talinn faðir hómöepatíunnar á ís-
landi.
3
Á árunum 1814-1815 ferðaðist enskur
prestur, Ebenezer Henderson að
nafni, um landið. Hann var úr söfnuði
púrítana (heittrúarmanna) og kom
hingað til lands í bíblíuhugleiðingum,
og var stofnun íslenska Biblíufélags-
ins (1816) árangur af komu hans. Séra
Henderson skrifaði bók um þetta
ferðalag sitt, og íslendingar hafa ætíð
talið hana hina merkustu heimild um
land og þjóð frá þessum tíma. Hend-
erson kynntist séra Jóni Jónssyni á
Auðbrekku, sem að áeggjan amt-
manns, Stefáns Þórarinssonar, gerðist
leiðsögumaður englendingsins um
Hörgárdal og nágrenni. Séra Jón fór
m.a. með Henderson í stutta heim-
sókn til séra Jóns Þorlássonar á
Ytri-Bægisá. Englendingurinn dáði
þennan fátæka starfsbróður sinn fyrir
þýðingamar á Paradísarmissi landa
sins Miltons og Messíasardrápu þjóð-
verjans Klopstocks sem um tíma var
eins konar hirðskáld Friðriks 5.
danakonungs. Þýðingar séra Jóns á
Bægisá voru andleg afrek í augum
þessa menntaða englendings, og úr
því tækifærið gafst vildi hann ekki
láta hjá líða að heimsækja hann. Verk
Miltons og Klopstocks, kristileg
heimspeki í ljóðaformi, töldust til
heimsbókmenntanna á þessum tíma
og em það að sumu leyti enn.
Ebenezer Henderson fer miklum
lofsyrðum um séra Jón Jónsson á
Auðbrekku, dáir hann sem mann sem
og fyrir þekkingu og lærdóm. Á ein-
um stað í ferðasögunni segir hann
m.a.:
„... Hann gefur æskulýðnum sér-
stakan gaum og álítur fræðslu hans
vandamesta og mikilsverðasta hluta
prestsskapar síns. Sókn hans er ein hin
fjölmennasta, með fram undir fjögur
hundruð sálir. Samt skrifar hann
reglulega sálnaregistur um framferði
þeirra og ástæður. — Jafnframt því
sem séra Jón sér fyrir andlegum þörf-
um fólks sins, eyðir hann allmiklu af
tíma sínum til þess að lækna líkamann
og er frægur um allt Norðurland fyrir
læknisleikni sína...." [43].
Það er aðdáunarvert hversu glögg-
skyggn hinn erlendi ferðalangur hefur
verið, því að víða má finna heimildir
fyrir því hvað hlutur séra Jóns Jóns-
sonar hefur verið mikill í almennri
upplýsingu ungmenna í Eyjafjarðar-
sýslu og Þingeyjarsýslu á þessum ár-
um, — og jafnvel meiri en haft hefur
verið á orði. Engu er líkara en að starf
hans hafi kafnað í frægð skáldsins á
Ytri-Bægisá.
4
Bjöm Jónsson eldri ólst því upp á
siðavöndu og hákristilegu menning-
arheimili. Má vera að sú umvöndun-
ar- og aðfinnslusemi sem hann hafði
orð á sér fyrir seinna á lífsleiðinni eigi
að einhverju leyti rót sína að rekja til
uppeldisins.
Eigi að síður þótti hann „... að öllu
leyti hinn elskulegasti maður í um-
gengni, hýr og glaðlyndur, mjög gest-
risinn og sérstaklega alúðlegur við alla
þá sem heimsóttu hann, tryggur og
vinfastur, vel menntaður og dável
greindur, en nokkuð fljótfær því sál-
arfjörið var svo mikið. Reglumaður
var hann hinn mesti, guðrækinn og
kirkjurækinn, ...“ svo vitnað sé til eft-
irmæla um hann í blaðinu Fróða, eftir
Skapta Jósefsson ritstjóra. [44]. Voru
þessir menn þó engir vinir.
Ég tel þessa lýsingu Skapta rétta svo
langt sem hún nær. En þó getur hann
ekki seiglunnar sem var eitt höfuð-
lyndiseinkenni Björns Jónssonar, því
hann var bókstaflega ódrepandi á
hverju sem gekk i margvíslegu bar-
dúsi hans um dagana.
Þessi lýsing Skapta Jósefssonar er
ólíkt sanngjamari en sú sem Klemens
Jónsson bregður upp af Bimi á einum
stað i Akureyrarsögunni (bls. 105), en
þar segir hann m.a.:
„...í rauninni var Björn Jónsson
frjálslyndur maður. Þó tók hann
greinar gegn Jóni Sigurðssyni, en
hann skorti menntun og einurð til að
halda nokkurri verulegri stefnu fram.
((
Það er ekki beinlínis hægt að halda
því fram að hér sé rangt frá skýrt af
Klemensi, en þessi orð hans eru mikil
tímaskekkja. Hvaða umbótamaður
um og eftir miðja 19. öld hafði ein-
hverja fastmótaða stefnu í framfara-
og þjóðemismálum? Jafnvel er hæpið
að orða Jón Sigurðsson forseta við
slíkt á fyrstu göngu stjórnmálanna.
Var hann þó eini maðurinn sem mætti
tengja við stefnufestu í stjórnmálum,
eftir þeim skilningi sem nútímamað-
urinn leggur í þetta hugtak. Einurðin í
málafylgju kemur ekki inn í málið fyrr
en með innreið pólitískra kerfa.
Klemens ritar orð sín eftir að full-
veldið var orðið staðreynd (1918), og
þá hafði mikið vatn runnið til sjávar á
pólitískum þroskaferli þessarar þjóð-
ar.
Enginn skyldi halda að Bjöm Jóns-
son eldri og aðrir samtíma framfara-
menn hafi á augabragði gert sér grein
fyrir því eftir hvaða pólitískum
brautum framfarimar ættu að renna,
þótt þeir hrifust með af hinum nýja
straumi sem flæddi yfir þjóðfélagið.
En þeir gerðu sér grein fyrir að eitt-
hvað mikið var að ske sem sjálfsagt
væri að hagnýta sér. Margir þessara
framfaramanna voru síður en svo
þjóðernissinnaðir, sem auðvelt á að
vera að sanna, en sú tilfinning jókst
eftir því sem þeim lærðist að breyt-
ingar á lífskjörum manna voru ná-
tengdar baráttunni fyrir auknu þjóð-
frelsi.
En þessir menn áttu óskina, eldinn
og seigluna. Og það varð síðar sögu-
legt hlutverk Jóns forseta að tengja
þessar eigindir ákveðinni pólitískri
braut sem dugði til sigurs í sjálfstæð-
isbaráttunni, þótt áralagið væri æði
oft skrykkjótt lengi fram eftir árum.
Þegar skrifað er um þessa 19. ald-
armenn verður að setja sig í þeirra
spor og kringumstæður, en ekki
dæma þá eftir þróuninni, eftir að
168 Heima er bezt