Heima er bezt - 01.01.1980, Side 16

Heima er bezt - 01.01.1980, Side 16
Séðyfir Vaglaskóg. Ljósm. B. Sig. Það haustar. Frostnóttin fyrsta skilur eftir sig bliknuð blöð. Einstök tré skera sig úr, ljósgul á dökkgrænum hlíðarfeldinum, séð úr fjarlægð. Og litunum fjölgar smátt og smátt. Loks verður skógurinn „þúsund litur." Einstök ár — kanske tvö til fjögur á heilli mannsævi — bera mjög af um litadýrð, verða ógleymanleg. — Eða eru það máske hughrif á örlaga- stundum, sem villa sýn og veita var- anlegt gildi? Laufvindar: Er þetta mjúkláta, hugþekka orð einkaeign norðlenskra dala? Það laðar fram minningar um lauffall við vissar aðstæður: — Sunn- anáttin ríkir. Regnið dynur handan jökla og skúrir leiðir með fjöllum niður í daladrög. En norður í skógun- um er þurrt — jafnvel sólskin. Það þýtur í trjátoppum við og við, og snarpir vindsveipir þyrla laufi yfir hálfsölnuð grös. Á milli slær í logn. — Ef til vill kyrrir með kvöldinu. Rísl laufanna hljóðnar, þó að enn svífi eitt og eitt þeirra til jarðar. Það er sem skógurinn varpi öndinni í bið eftir þráðri hvíld. Síðhaustið þokast nær. Frostþeli kemur í svörðinn. Greinar trjánna standa naktar, og það er líkt sem þau stirðni, tapi sveigjanleik sínum og mýkt: „Þú skilur það, Vaglaskógur, að skammæ er lífsins gjöf. Þá leggurðu vor þitt og vonir í vetrarins marmaragröf.“ Svo segir séra Helgi Sveinsson aft- ur. Bráðum fellur fyrsti snjórinn. Veturinn í skóginum á einnig sína fjölbreytni. Það snjóar — snjóar kanske dag eftir dag. Skógurinn drúpir undir ofurþunga. Jafnfallin mjöllin á jörðu niðri getur orðið svo djúp og laus að engum sé fær. En tíminn líður og snjórinn þéttist. Fyrr á árum fengu bændur í sveit- inni að höggva skóg á haustin, grisja hann eftir settum reglum. Þeir drógu viðinn saman í kesti við ruddan veg og biðu sleðafæris. Þá var hann sóttur og notaður til eldsneytis og fóðurdrýg- inda. Slík för gat orðið nokkurt ævin- týri útaf fyrir sig. Ef hláka hafði gengið um miðjan 12 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.