Heima er bezt - 01.01.1980, Side 22

Heima er bezt - 01.01.1980, Side 22
GUÐBRANDUR MAGNÚSSON: Stolnu seðlamir Morg útlend skip liggja við bryggjuna í Reykjavíkurhöfn að kvöldi hins 20. nóvember 1920. Það er slydda og hvasst. Öldurnar berja á hafnargarðinum og velta skipunum í höfninni. Blautar snúrur, kaðlar og segl slást til og fáir eru á ferli. Norska barkskipið „Cis“ liggur innarlega í höfninni. Þar má sjá flöktandi ljós í káetu skipstjóra, og ef við lítum inn fyrir sjáum við miðaldra mann sitja þar einan að drykkju. Hárið er farið að grána, og hann hefur þennan ein- kennilega roða í kinnum sem ein- kennir marga drykkjumenn. Fyrir utan á hafnargarðinum, ganga tvær stúlkur með sjölin vafin þétt um sig. Þær eru orðnar blautar og kaldar. „Við skulum drífa okkur heim aft- ur,“ segir önnur þeirra, „hér er ekkert að fá í kvöld.“ „Nei, ekki alveg strax, við skulum ganga þarna niður að norska skip- inu.“ í sömu mund lítur skipstjórinn út og sér þær. Hann stendur upp og gengur upp á þilfarið og bendir stúlkunum að koma. „Viljið þið ekki koma og hlýja ykk- ur svolítið hérna í káetunni minni?“ Stúlkurnar láta ekki segja sér þetta tvisvar, og klifra niður í skipið. Skip- stjórinn gengur á undan þeim, opnar káetudyrnar, og hneigir sig hermann- lega um leið og hann býður þeim að ganga inn. Síðan lokar hann á eftir sér og gengur á eftir þeim niður brattan stiga, vísar stúlkunum inn í káetuna og býður þeim sæti. Hann spyr hvað þær heiti, og eftir smá-handapat skilja stúlkurnar um hvað hann er að spyrja. „Ég heiti Friðsemd og hún Vikt- oría,“ segir önnur þeirra og bendir á stöllu sína. Skipstjórinn býður stúlkunum vín í glas, sem þær þiggja. Þær súpa, svelg- ist á, hósta og reyna að ná andanum. Skipstjórinn hlær hrossahlátri að þessum tilburðum stúlknanna, en verður svo alvarlegur í bragði, og dregur fram veski. Hann sýnir stúlk- unum myndir af konu sinni og tveim strákum. Báðir eru áberandi líkir skipstjóranum, og honum vöknar um augu þegar hann skoðar myndirnar. „Þennan tók hafið frá mér,“ segir hann dapurlega og bendir á þann stærri, „betur að það hefði verið ég.“ Síðan sýpur hann hressilega af glasi sínu og leyfir stúlkunum að skoða myndirnar. Þegar stúlkurnar hafa verið í káet- unni dágóða stund við gott atlæti og umönnun, er kallað á skipstjórann ofan af þilfari. Honum bregður við, og ýtir stúlkunum inn í lítið herbergi inn af káetunni, setur veskið í jakka sem þar hékk, og lokar. Stúlkurnar heyra að einhver kemur niður og fer að tala við skipstjórann. Friðsemd lítur í kringum sig, og sér hvar jakki skipstjórans hangir þarna á snaga. Hún tekur hann og athugar alla vasa, og finnur í veskinu þrjá peningaseðla. Hún stingur þeim á sig og lætur veskið aftur á sinn stað. Eftir dágóða stund opnar skipstjóri hurð- ina og hleypir þeim út. Friðsemd og Islensk sakamál Viktoría sveipa sig sjölunum og fara út í kuldann og rokið eftir að hafa kvatt skipstjóra. Daginn eftir fóru þær stöllur á veitingahúsið „Norðurpólinn“, og settust þar við borð. Kom þá ein starfskonan þarna, Guðrún að nafni, til þeirra og spurði með þjósti: „Hvað eruð þið að vilja hingað skjáturnar ykkar?“ „Við ætlum að fá okkur kaffi,“ sagði Friðsemd ögrandi. „Mér dettur svo sannarlega ekki í hug að afgreiða ykkur fyrr en ég hef fengið greiðsluna í hendur.“ „Hér er hún“, sagði þá Friðsemd og rétti Guðrúnu einn af þeim seðlum sem hún hafði stolið af norska skip- stjóranum. Guðrún starði opinmynnt á seðil- inn. „Hvar náðir þú nú í þennan?“. „Það kemur þér ekkert við, og komdu nú með kaffið.“ Guðrún fór og kom að vörmu spori aftur með kaffið, Tók hún seðilinn og spurði Friðsemd hvort hún vissi hvers lenskur hann væri. Friðsemd sagði þetta vera 20 krónur danskar. Þá brosti Guðrún sínu blíðasta og spurði Friðsemd hvort hún hefði fleiri svona seðla. Friðsemd sagðist hafa tvo til viðbótar. Bauðst þá Guðrún til að kaupa þá alla þrjá á 60 krónur og féllst Friðsemd á það. Þóttist hún hafa gert góð skipti, en hitt vissi hún ekki, að seðlarnir voru dollaraseðlar, og því verðmætari en hún hafði haldið. 18 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.