Heima er bezt - 01.01.1980, Qupperneq 41
Valdimarsson var ekki þess verður að önnur eins stúlka og
Halldóra Steinþórsdóttir syrgi hann alla sína ævi. Og svo
skal ég þegja.“
Dóra lét hringana og blaðaslíðruna niður í kommóðu-
skúffu og sagði:
„Ég ætla að geyma þetta hjá svipunni, sem hann
Gunnar gaf mér. Mér finnst ég vera eins og Haraldur
hárfagri, sem sat yfir Snjáfríði Dofradóttur í þrjú ár, en sá
þá að hann hafði verið beittur göldrum og gjörningum. Ég
syrgði í tólf ár, en nú skal því vera lokið.“
„Það er gott,“ sögðum við.
Og svo sagði Sigurður: „Eigum við ekki að koma og líta
eftir lambánum.“
„Jú,“ sagði ég og við fórum út.
31.KAFLI
Blessun vex með barni hverju
Fjórum árum seinna burtkallaðist blessunin hún Guð-
björg frænka mín, hún varð bráðkvödd, það var gott að
hún þurfti ekki að lifa það að verða alveg blind. Þá var
Dóra orðin ein í litlu baðstofunni, hún talaði stundum um
að sér þætti fólkið í Þrándarholti vera orðið of fátt.
Þá skeði það að hún Svanborg systir mín, hún Bogga,
sem nefnd er í byrjun þessara minninga, missti manninn
sinn frá tveimur ungum börnum. Ólöf og Andrés hétu
þau.
Þá kom Dóra að máli við mig og sagði: „Heldurðu ekki
að við ættum að bjóða henni Boggu að koma hingað með
bömin og vera hér?“
„Þú ræður því, ekki skal ég hafa á móti því,“ svaraði ég.
Og það varð úr að Bogga kom, með bæði bömin sín.
Það er sagt að dauður sé barnlaus bær, og ósköp var nú
heimilið i Þrándarholti skemmtilegra eftir að þau komu,
angarnir litlu.
Dóra varð hreint og beint eins og önnur manneskja,
mér fannst hún yngjast um mörg ár.
Bogga svaf í litlu baðstofunni og ólöf litla hjá henni,
hún var var fjögra ára, en Andrés, sem var sjö ára, svaf
inni í húsinu hjá mér.
Dóru fannst ekkert of gott handa börnunum og var sí og
æ að leika við þau og syngja fyrir þau. Og einn sólbjartan
sunnudag, sá ég að hún og Bogga fóru með krakkana
þangað sem búið okkar var í gamla daga. Ég gekk þangað
til þeirra.
Nú var lítið eftir af gullunum, sumt var orðið grasgróið,
þær voru að krafla það upp og krakkarnir líka.
„Jæja,“ sagði Dóra, „manstu þegar þú vildir láta grafa
þetta? Það var eins gott að það var ógert, nú eru böm
komin til að leika sér að því, þetta eru börnin okkar. Það
verður hægt að bæta í búið þeirra, með tímanum, alltaf
fallast til leggir og völur og kjálkar og skeljar getur maður
tint, einhvern góðan veðurdag.“
„Ég þarf bíl til að keyra kindunum,“ sagði Andrés.
„Já, ég skal útvega þér bíl,“ sagði Dóra.
Og hún gerði það, lét smíða handa honum kassabíl á
hjólum, niðri í Beruvík. Ólöf litla fékk stórt brúðurúm.
Nú voru góðir dágar í Þrándarholti.
Ólöf brosir og segir við sjálfa sig: „Ég á nú brúðurúmið
ennþá, lánaði dótturinni það á meðan hún lék sér að
brúðum. En kassabíllinn er nú orðinn ónýtur."
Bærinn í Þrándarholti var orðinn gamall og hrörlegur,
ég hafði einu sinni spurt Dóru að því hvort hún vildi ekki
láta byggja, eins og á Tungufelli, næg voru efnin. Hún átti
vitanlega jörðina og kvikfénað og peninga. Ég átti mikið
af skepnum og var orðinn vel efnaður. En hún var ekki á
því að byggja, sagði að Guðbjörgu myndi leiðast að fara
úr litlu baðstofunni, „og ég kann líka svo vel við mig í
blessuðum gamla bænum,“ sagði hún.
En nú varð annað uppi á teningnum, nú var Guðbjörg
farin og þegar veturinn kom, og var kaldur og harður, þá
fannst Dóru of kalt fyrir börnin og sagði að þau þyrftu að
komast í betri húsakynni. Um vorið var byrjað að byggja
og ári seinna fluttum við úr gamla bænum.
Bjössi frá Tungufelli átti nú þrjú böm, það yngsta var
stúlka, sem hét Helga Guðbjörg, hún var ári yngri en Ólöf
litla.
Bjössi og Úlla komu í heimsókn að Tungufelli, sumarið
eftir að við fluttum í húsið. Einn sunnudag komu þau með
krakkana að Þrándarholti. Þá léku þau sér með heima-
bömunum í gamla búinu okkar. Við Bjössi gengum til
þeirra, hann brosti og sagði: „Nú rætist það sem ég sagði í
gamla daga: að kannski ættu börnin okkar eftir að leika
sér að þessu.“ Það var skemmtilegur dagur.
Framhald í næsta blaði.
Lausn á þraut
Ýmsum þótti þrautin í síðasta blaði full erfið, en hér
kemur lausnin.
Stærri bútinn á að skera í tvennt eins og myndin sýnir.
Annar hlutinn er síðan færður niður um eitt „hak“, og
þá passar minnsti búturinn í gatið sem myndast í
miðjunni.
Heimaerbezt 33