Heima er bezt - 01.01.1980, Síða 21

Heima er bezt - 01.01.1980, Síða 21
syðri bakka árinnar liggur hafnar- garður langt fram, ca 2 km. Nyrðri garður hafnarinnar liggur fram í sjó austanvert í Clontarf, svo hafnar- svæðið er mjög stórt, allt að 1 km, þar sem höfnin er breiðust. Skipgengt er upp ána að stórri brú austarlega í borginni, og hafnaraðstaða á syðri árbakka. Það er ákaflega fagurt að líta norð- ur yfir flóann í morgunsárinu, af klettanefinu ofan hafnarinnar í Dun Laoghaire, svo það er með nokkurri tregðu að haldið er heim að hótelinu til morgunverðar kl. 8 Þó er húsið og umhverfi þess mjög aðlaðandi, gott þar að dvelja og neyta árdegisverðar í einum af sölum þess, sem geymir nokkra forna muni, haglega gerða. Á veggnum gegnt dyrum er afarstór spegill, umgerð hans er myndskreytt, handskorin að sjá, en ef til vill unnin á annan hátt. Á efri hornum spegilsins eru fuglar með' þanda vængi, gæti verið tákn um ferðamanninn, sem berst vítt um lönd. Ekki fékkst úr því skorið hvað þessir fuglar hétu, en virtust austurlenskrar ættar. Einnig eru handrið meðfram stigum skorin og skreytt. Fararstjórar höfðu þann hátt á, að vera til viðtals eftir morg- unverð, í forstofu hótelsins. Nú hafði Agnar fréttir að færa, í gær hafði hann farið í stórverslun, við næstu götu vestan hótelsins „Uppstræti“, þar fengust kristalsvörur frá Waterford, einmitt frá þeirri verksmiðju, er okkur var ætlað að skoða. Sjálfur hafði hann gert þar góð kaup, fékk um 40% af- slátt, og það mundu allir íslendingar fá, um það hafði hann samið. Þessi frétt varð að lokum að einskonar hvalrekasögu, sem gekk frá manni til manns. Margir munu að lokum hafa opnað pyngju sína og veitt sér þann munað, að eignast nokkur glös af hinum heimsins dýrasta kristal. Því er heldur ekki að neita, að það er sérstakur un- aður að skála við góða vini í glösum með slíka hljómfegurð. Og víst var það höfðinglegt af verslunarstjóran- um að veita svo ríflegan afslátt, að öðrum kosti hefði það verið flestum ofviða, að eignast slíka kjörgripi. Flestir munu hafa notað daginn til verslunarferða. Þeir, er mállausir voru Hliðið að Moran Park í Dublin. sammæltu sig þeim, sem mæltu á enska tungu. Fylgst er með fimm- manna hópi, sem heldur þeirra erinda til miðborgarinnar, undir forustu Sig- urðar og Valgerðar á Geitaskarði. Aðrir í för, Þorbjörg á Læk með karl- inn í eftirdragi og Kristjana á Brúar- Reykjum, röskleika kona. Haldið er til járnbrautarstöðvar, neðst við Marinegötu, og farið með henni til Dublin. Á leið sinni hefur hún fimm viðkomustaði, fólk kemur og fer. Mest af leiðinni liggur brautin fram með Blackrock, „Svörtu vöggunni“. Gróðri vafðar klettabrúnir, trjágarðar og blómaskraut Blackrock Park, falla undur vel að dimmbláu hafi. Að lok- um liggur leiðin upp frá ströndinni og inn til borgarinnar, að járnbrautar- stöð við Pearse stræti, skammt frá Trinity College-, Þrenningar-Háskól- anum. Eftir dálitla villu og vafstur, var komist til aðalverslunarhverfis borg- arinnar og tekið til verka. Gengið búð úr búð og konurnar teknar við stjórn. Verð á fatnaði mjög hagstætt, miðað við heima. Góð karlmannaföt aðeins á hálfvirði, svipað verðhlutfall var á kven- og barnafatnaði og íslending- um gefin afsláttur. En búðarráp er ekki tekið með sitj- andi sælu og svo fór að lokum að konurnar týndust, en karlinn orðinn haltur á öðrum fæti, þó hann bæri sig vel og reyndi að ganga óhaltur. Báðir voru karlarnir vanir leitarmenn, ann- ar í Langadal norður, en hinn úr Hreppum suður. Sigurður tók við leitarstjórn, setur karlinn í varðstöðu á götuhorni, en gengur sjálfur úr einni verslun til annarrar. Gengur svo langa hríð, en allt án árangurs. Eftir langa og stranga göngu, kom Sigurður að lokum auga á gráan hadd konu sinn- ar, handan götunnar, með hinar tvær á eftir sér. Nú skyldi hópnum haldið saman, en þá vildi hjörðin stjórna hirðunum, slíku voru þeir óvanir og undu hið versta. Hvílst var smástund fyrir utan eina af stjórnstöðvum borgarinnar, og séð fyrir líkamlegum þörfum, svo ætluðu konurnar að taka endasprett. Þó körlunum væri þetta búðaráp ógeðfellt, höfðu þeir hugsað sér að vera elskulegir félagar, en ekki neinir skuggavaldar þennan eina dag, en þar með væri þeirra þátttöku lokið í slík- um ferðum, um efndir þar á verður ekki rætt. Handan götunnar sunnan hótelsins er lítil steinkirkja, sem mun hafa verið helguð sjómönnum. Þessa litlu kirkju, sem er þó allstór á íslenskan mæli- kvarða, á að endurbyggja og breyta í sjóminjasafn. f kvöld eru þar smiðir að vinnu, en starfsdagur að kvöldi. Þeir brosa þegar karlinn ávarpar þá á íslensku, síðar dönsku og að lokum nokkrum enskuslettum, eða svo taldi hann vera. Að lokum buðu þeir karli inn og þar var margt að sjá, er seinna kemur við sögu. Að kvöldverði loknum halda nokkrir á hundaveðhlaup í úthverfi borgarinnar undir fararstjórn Agnars. Við eða í flestum borgum eru slíkar hlaupabrautir, og hundaveðhlaup eftirsóttar skemmtanir. Sérstakt hundakyn er notað til slíkra hlaupa, svokallaðir mjóhundar og mjög hlaupalegir. Hundunum er raðað upp í hlaupastöðu, vissum fjölda í hvern riðil, eins og íþróttafólki. Rafdrifin kanína skýst upp fyrir framan þá, og þá er ekki að sökum að spyrja. Hundarnir æða af stað og keppast um að ná dýrinu, sem hefur aðeins meiri hraða en þeir og verður ekki náð, en skýst í holu við endamark. Þetta þykir hin besta skemmtan á að horfa. Þannig lauk þessum fyrsta degi í höfuðborg frlands, með að horfa á eina af eftirsóttustu skemmtunum frændþjóðar. " □ Heima er bezt 17

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.