Heima er bezt - 01.04.1981, Side 37

Heima er bezt - 01.04.1981, Side 37
Bókatilbad mánaöanns Þrjár úrvalsbækur á aðeins 60 kr. Gene Fowler: Francois Sagan: Málsvarinn mikli Sumarást William J. Fallon var einhver fyrsti lög- fræðingur í Bandaríkjunum sem frægur varð fyrir það sérstaklega, að verja sakamál, og ef til vill sá frægasti þeirra allra. Sú var tíðin, að „Fallon" merkti það sama og ,,bragðarefur“. En Gene Fowler hefur allt aðra sögu að segja. Hann segir okkur söguna af dregnum, sem að vísu var brellinn og mesti hrekkjalómur, en aldrei nein ótukt. Drengnum, sem helst fannst það eiga fyrir sér að liggja, að verða kaþólskur prestur, og sagði við besta vin sinn, þeg- ar hann lá fyrir dauðanum: „Eiginlega held ég að ég hafi aldrei syndgað". En Fallon var bam síns tíma, barn pen- ingaflóðsins og lögleysunnar eftir heimsstyrjöldina fyrri. Falsarar og fjár- glæframenn sáu fljótlega, að hér var maður, sem gat komið þeim úr klóm réttvísinnar, og greiddu honum stórfé fyrir. Söguhetjan, Cécile, er einkadóttir efn- aðs manns um fertugt. Hann er lífsglað- ur, myndarlegur Don Juan, sem lengi hefur verið ekkjumaður. Síðan Cécile kom úr klausturskólanum, hefur hún verið hinn besti félagi föður síns. Hann hefur farið með hana með sér í veislur og á drykkjukrár og hvatt hana til að njóta óspart lífsins gæða, og hann hefur ekki leynt hana hinum fjölmörgu ástarævin- týrum sínum. Hún telur hann yfirborðs- mann og siðleysingja og metur hann heldur meira þess vegna. Francois Sagan var aðeins átján ára gömul þegar hún skrifaði þessa sögu og hlaut bókin gagnrýnendaverðlaunin frönsku, Grand prix critiques. Frásögn höfundarins er einföld, tær, hröð og málalengingalaus, hún skapar viðburði og persónur af merkilegri nákvæmni og öryggi. Sylvia Edvards: Gullnáman Bækurnar um Sallý Baxter fregnritara hafa náð geysilegum vinsældum meðal unglinga. í þessari sögu fer hún til Kanacía til að grafast fyrir um fréttir af gullfundi þar. Lendir hún í mörgum óvæntum og spennandi ævintýrum. Hjón á bænum Bennettville eru sögð hafa fundið gull, en haga sér afskaplega undarlega, tala varla við nokkurn mann, koma einungis í þorpið til að ná í mat, en hverfa síðan burtu. Því undarlegra þar sem áður kjaftaði á þeim hver tuska. Sallý Baxter ætlaði að taka við þau við- tal, en bóndinn skellir á hana hurðinni og vill ekkert við hana tala. Ég undirritaður áskrifandi að Heima er bezt óska eftir að kaupa Sumarást, Gullnámuna og Málsvarann mikla. Nafn Heimilisfang Póstnúmer Póststöð □ Greiðsla kr. 60,00 fylgir. □ Sendið mér bækurnar í póstkröfu. Heima er bezt 145 ATH.: Ef greiðslan er send með, þá er öruggast að senda þetta i lokuðu umslagi og setja i ábyrgðarpóst. Tilboðið gildir til 31. mai.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.