Heima er bezt - 01.04.1983, Síða 7
dómum í því sambandi bæði fyrr og síðar, og það hefur
valdið mér meiri óþægindum en ég er fús til að viðurkenna.
— Varst snemma farin að huga að einhverju raungreina-
námi?
— Fram að fermingaraldri ætlaði ég að verða bóndi
þegar ég yrði stór, ekki bóndakona, enda var það ekki
öfundsvert hlutskipti á þeim árum. Það var einn mesti
þrældómur, sem ég get ímyndað mér að nokkur manneskja
lendi í. Það hefur mikið breyst til hins betra sem betur fer,
þótt enn sé það víða erfitt.
Mamma gaf mér bókina „íslenskar jurtir“ eftir Áskel
Níels Finnsson
á Hafranesi,
fóstri Vilmundar.
Löve og hún vakti í mér náttúrufræðinginn held ég. Næstu
sumur notaði ég hverja stund sem færi gafst til að athuga
jurtir, safna þeim og greina til tegunda og ætta með hjálp
bókarinnar. Það var stórkostleg reynsla. Þá hvarf bóndinn
úr hugskoti mínu, en náttúrufræðingurinn kom í staðinn.
Það veit ég núna.
Ég kynntist svo jarðfræðinni í Menntaskólanum. Við
lásum kennslubók í jarðfræði eftir Guðmund Bárðarson og
Jóhannes Áskelsson var fyrsti jarðfræðikennarinn minn.
Ég hreifst strax af jarðfræðinni. Að vísu var þetta nánast
hrein bókarkennsla, en mér var það eins og opinberun að
uppgötva þessi fræði um jörðina, sem ég hafði verið svo
nákomin allt frá því ég mundi fyrst eftir mér. Ég held að
þessi grein hafi ekki höfðað sérstaklega til skólasystkina
minna umfram aðrar — og þó. LJr mínum árgangi eru tveir
jarðfræðingar aðrir, þau Haukur Tómasson, forstöðumað-
ur Vatnsorkudeildar á Orkustofnun, og bekkjarsystir mín
Margrét Sigvaldadóttir frá Ausu í Borgarfirði. Við fórum
reyndar saman til náms í Þýskalandi í upphafi. Hún
kynntist þar Þjóðverja og flutti með honum til Kanada og
hefur búið þar síðan. Hún er starfandi jarðfræðingur þar
núna það ég best veit.
— Tvœr sem urðu jarðfrœðingar úr sama hekk, það hefur
verið sérstakt.
— Já, það getur verið, en við vissum ekkert um jarð-
fræðiáhuga hvor annarrar fyrr en eftir stúdentspróf, en hún
var sveitastelpa eins og ég.
— Var ekkert annað nám að brjótast í þér?
— Nei, ekki nema að það var algengt að stúlkur sem
höfðu verið í Kvennaskólanum færu í hjúkrunarnám. Ætli
ég hefði ekki farið í hjúkrun ef ég hefði lokið Kvennaskól-
anum í stað þess að fara í landspróf.
— Varstu mikil námsmanneskja?
— Nei, svona rétt rúmlega í meðallagi. Ég skaraði á
engan hátt fram úr í námi. Það þýðir ekki að halda neinu
fram um það. Ég vann töluvert með skólanum og hafði þá
eins og endranær áhuga á svo mörgu öðru, á þessum árum
aðallega bókmenntum. Ég las mikið bæði á íslensku og
þeim málum sem ég réði við.
— Hvað gerðir þú á sumrin meðan þú varst í mennta-
skólanámi?
— Þá var ég í kaupavinnu. Fyrst var ég þrjú sumur á
Hólavatni í Austur-Landeyjum, svo var ég eitt sumar á
Hafranesi við Reyðarfjörð, á æskustöðvum föður míns, því
mig langaði til að kynnast því umhverfi sem hann ólst upp
í. Þá kynntist ég Gesti föðurbróður mínum, sem bjó á
Fáskrúðsfirði. Svo var ég eitt sumar að Laugum í Hruna-
mannahreppi.
Þegar ég varð stúdent 1953 var ég náttúrlega alveg efna-
laus og sá varla framúr því, hvernig ég ætti að standa
straum af háskólanámi, svo ég dreif mig á síld að prófinu
loknu, þótt mesta síldarævintýrinu væri að ljúka um þær
mundir. Ég réði mig á 100 lesta bát, Jón Valgeir RE 95, sem
kokkur. Ég var síðan aftur síldarkokkur á Sindra frá Vest-
mannaeyjum sumarið 1959. Skipstjórinn á Sindra var
Júlíus heitinn í Skuld, sem margir kannast við.
— Hvers vegna gerist þú sjómaður en ferð ekki að vinna í
landi?
— Mig langaði til að prófa sjómennskuna, því að ég á til
sjómanna að telja, faðir minn, föðurafi, móðurbræður og
fleiri frændur voru sjómenn. Við mamma umgengumst
mikið sjómenn og sjómannafjölskyldur. Svo var það afla-
vonin sem lokkaði.
— Ekki hafa margir kvenmenn verið á sjó þá frekar en
núna?
— Nei, og ekki var úthaldið mitt á sjónum nema 2-3
mánuðir í hvort sinn, en þótt ég hefði ekki út úr þessu nema
kauptrygginguna þá var það samt meira kaup en ég gat
nokkurs staðar fengið í landi. Þvi að ég var á karlmanns-
kaupi til sjós. Mér likaði vel á sjónum þótt mér leiddist
kokkaríið. Hef sjálfsagt verið bæði skítkokkur og eitur-
brasari, en ég var samt aldrei látin gjalda þess.
— Hvers vegna fóruð þið Margrét í nám til Þýskalands?
— Ég man það satt að segja ekki. Dvölin þar hefur skilið
svo lítið eftir hjá mér. Ég var þar ekki nema í fjóra mánuði.
Þá gafst ég upp á að vera þar. Mér fannst allt svo ömurlegt.
Þetta var 1954. Ég býst við að ég hafi fengið það sem núna
er kallað menningarsjokk. Allir voru meira og minna i
sárum eftir stríðið og ég var ekki undir það búin að horfa
niður í það hyldjúp örvæntingar, sem speglaðist í augum
fólks og látbragði.
Ég fór heim aftur og fór að vinna á skrifstofu hjá ÁTVR
og síðan hjá heildverslun Davíðs S. Jónsson & Co. Hann
borgaði hærra kaup. Ég var þar í þrjú ár. Áhugi á fram-
haldsnámi var þó alltaf jafn ríkt fyrir hendi og ég fór að
Heima er bezt 115