Heima er bezt - 01.04.1983, Qupperneq 11

Heima er bezt - 01.04.1983, Qupperneq 11
og tel ég mig lánsama að hafa starfað að því frá fyrstu tíð og hafa séð þetta hjúkrunarheimili verða að veruleika. Núna starfa á landinu 11 Soroptimistaklúbbar. Þetta eru svonefndir starfsgreinaklúbbar og koma þar saman konur úr flestum starfsgreinum og með mismunandi bakgrunn og efnahag. Ég held að svona samtök hafi mjög góð áhrif og efli félagsþroska og sjálfsvitund kvenna. Ekki veitir af. Ég hef tekið eftir því að konur svona á aldrinum 40-70 ára eru oft mjög öflugar. Þá er farið að hægjast um í fjölskyldulíf- inu og við höfum orðið meiri ráðstöfunarrétt yfir okkar frítíma. — Finnsí þér fullorðnar konur yfirleitt nýta sér þetta til fulls? — Það er mismunandi. Sumar virðast ekki finna sjálfar sig, en aðrar sækja fram, t.d. þær sem setjast á skólabekk á miðjum aldri, mjög oft með frábærum árangri. Það er bæði þeim og þjóðfélaginu mjög mikils virði. Það eru því miður fordómar í okkar þjóðfélagi gagnvart konum á miðjum aldri, sem koma út í atvinnulífið eftir margra ára eða áratuga störf á heimilum. Þær eru oft meðhöndlaðar eins og þær viti ekkert, kunni ekkert og skilji ekkert. Þær fá að hella upp á könnuna og skúra gólf eða annað álíka. Mér er sem ég sæi framkvæmdastjóra fyrir- tækja taka að sér slík störf. Mér finnst a.m.k. húsmóður- starfið um margt vera mjög skylt framkvæmdastjórastarfi og ætti að vera metið sem starfsreynsla úti á vinnumark- aðinum. Ég veit að mörgum konum sárnar þetta, en þær hafa borið harm sinn í hljóði fram til þessa, en ýmislegt, t.d. kvennaframboð, bendir til þess að þetta sé að breytast. Af öðrum störfum að félagsmálum get ég nefnt að ég hef starfað í Náttúruverndarfélagi Suðvesturlands. Ég hef eðlislægan áhuga á náttúru- og umhverfisvernd. Ég er hrædd við afleiðingarnar af mjög stórvirkum framkvæmd- um sem á örskömmum tíma umturna öllu. Við vitum oft ekkert um út í hvað við erum að fara. Það kemur ekki í ljós fyrr en löngu síðar. Ég á ekki von á því að börnin okkar og barnabörnin hugsi alltaf hlýtt til okkar fyrir framkvæmda- gleðina. En félög eins og NVSV eiga oft erfitt uppdráttar. Mjög fáir einstaklingar eru virkir, en þó er það svo að orðið náttúruvernd heyrist æ oftar nefnt í ýmsu sambandi. T.d. tók ég eftir því fyrir síðustu þingkosningar að flestir ef ekki allir flokkar minntust á náttúruvernd og eflingu hennar í stefnuskrám sínum. Viða erlendis eru samtök af þessu tagi orðin mjög öflug og láta til sín taka. Ég starfa líka í Heilsuhringnum, sem er félagsskapur fólks, sem hefur áhuga á heilsuvernd og heilsurækt. Aðal- starf félagsins hefur verið að gefa út tímaritið „Hollefni og heilsurækt“, þar sem reynt er að miðla fróðleik af ýmsu tagi. Við erum þeirrar skoðunar, að mjög marga sjúkdóma sem hrjá okkur megi rekja til óhollra lifnaðarhátta, t.d. virðist oft vera samband milli sjúkdóma og þeirrar fæðu sem fólk neytir. Oft vantar í hana einhver lífsnauðsynleg efni þótt menn borði sig sadda daglega. Almenningur hefur sýnt þessu starfi okkar mikinn velvilja og áhuga, og oft verðum við þess vör að fólk hefur getað bætt heilsu sína jafnvel með svo einföldu móti að taka lýsi eins og flestir gerðu í barnæsku, en hætta síðan á fullorðinsárum. — Þú hefur ásamt öðrum birt „Þœtti um heimsfrœði Helga Pjeturss“. Nú hélt ég að flestir jarðfrœðingar létu sér nœg/a að virða dr. Helga fyrir jarðfrœðirannsóknir hans, en vildu ekkert af heimspeki hans vita. Hvers vegna hefurðu áhuga á henni? — Helgi er einn af þessum góðu rithöfundum sem ég var að stelast til að lesa með skúringunum og skólanáminu. Hann er alveg frábær stílisti. En ég fékk ekki aðeins áhuga •á kenningum hans og stílbrögðum, heldur öllu fremur á manninum sjálfum, persónuleika hans, lífi og starfi, á þró- unarferli hans sjálfs. Á árunum sem ég var heimavinnandi húsmóðir tók ég mig til, ásamt nokkrum vinum mínum, sem eru líkt stemmdir gagnvart Helga og ég, og við söfn- uðum öllu sem Helgi hafði skrifað í blöð, tímarit og bækur bæði á íslensku og erlendum málum. Síðan skráði ég þetta og raðaði í tímaröð og tók saman „Skrá yfir ritverk dr. Helga Pjeturss“ ásamt Samúel D. Jónssyni. Síðan urðu „Þættirnir“ til. Við Þorsteinn Þorsteinsson frá Húsafelli, sem er lesendum þessa blaðs að góðu kunnur, erum aðal- höfundar, en nutum stuðnings og samvinnu Hauks Matt- híassonar, Ólafs Halldórssonar, Samúels D. Jónssonar og Sveinbjörns Þorsteinssonar, auk þess sem Anna Pjeturss, dóttir Helga, hjálpa til við söfnunina og veita okkur ýmsar upplýsingar af mikilli vinsemd. Semsagt: Þegar safnið var orðið til, flokkað og tímasett, settist ég við og las mig í gegnum það, í tímaröð. Þá fékk ég mjög skemmtilega mynd af því, hvernig Helgi þroskaðist og vann sig áfram til þeirra kenninga sem hann setti fram, bæði í jarðfræði og heimsfræði, auk margvíslegra annarra atriða sem hann fékkst við. Þættirnir fjalla aðallega um þroskaár hans, frá því að það fara að birtast eftir hann ritgerðir árið 1895 og fram til 1918, er meginritgerð hans, „Hið mikla samband“, kom út. Ég endaði semsé þar sem flestir byrja. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir Helga að vera til sem smáþjóðarmaður á þessum tíma. Hann var fljúgandi greindur, með ákaflega frjóa hugsun og hafði aflað sér mikillar og fjölþættrar menntunar. Hann kemur svo hingað heim í einangrun og allsleysi, en það er í honum þessi þrjóska að lifa og starfa á íslandi, þótt honum standi allar dyr opnar í útlöndum. En þetta hafa margir Islendingar gert og nærtækasta dæmið fyrir mér er Sigurður Þórarins- son. Mikið megum við vera þakklát fyrir að hann kom heim til okkar aftur. Honum buðust líka góðar stöður í útlöndum. En ég held samt að það hafi verið gæfa Sigurðar að starfa hér og við værum öll fátækari ef hann hefði kosið að setjast að í Svíþjóð eða annars staðar. Sama má segja um Helga Pjeturss, þó að enn hafi augu okkar ekki opnast nema að litlu leyti fyrir ágæti hans. Ég er þeirrar skoðunar að ef menn skoðuðu betur ævi hans og kjör, þá mundi margt breytast í skoðun manna og skilningi á honum. Hann varpaði fram þessum glæsilegu hugmynd- um um líf á öðrum stjörnum og hvernig við værum stöðugt í sambandi við það. En eins og með margar fleiri góðar hugmyndir þá hafa þær hvorki verið sannaðar né afsann- aðar enn sem komið er. Fyrir nokkrum árum þótti það fjarstæða og órar að tala um líf á öðrum stjörnum en núna Heima er bezt 119

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.