Heima er bezt - 01.04.1983, Side 17
allra á heimilinu sem leiftur frá loga-
björtu ljósi. Þau voru bæði mjög
frjálslynd í trúarefnum og aðhylltust
kenningar spiritismans, strax og þær
bærðu á sér hér á landi. Keyptu þau
tímarit Sálarrannsóknarfélags ís-
lands, Morgun, frá fyrsta hefti, lásu
niður í kjölinn og ræddu um —
deildu, ef því var að skipta við þá, sem
voru á öndverðum meiði. Trúar-
kreddur og bókstafsþrælar voru þeim
þyrnir í augum. Meiningin er, að trú-
arlífið á heimilinu hafi verið bæði
heilbrigt og auðugt.
Kirkjurækni var, og oft farið til
messu að Illugastöðum. Skiptu þá
veður og vegalengd ekki svo miklu
máli. Á milli Sörlastaða og Illugastaða
eru um 10 km„ þótti mér kirkjugatan
stundum talsvert löng, þegar ég þurfti
að sækja barnaspurningar. En það er
önnur saga.
Þess er áður getið, að móðir mín var
heimilisrækin. Hún hélt sig vel að
verki jafnan og lét fátt glepja sig — en
til að ræða við gesti gaf hún sér
gjarnan allrúman tíma. Af því hafði
hún ríka ánægju og var mjög lifandi í
viðræðu. Stundum greip hún í spil og
hafði gaman af. Við systkinin vorum
þyrst í að spila og því fús til að taka
slag með henni, og svo voru nógir
aðrir til í leikinn. Faðir minn hafði
hinsvegar lítinn áhuga á spilum og
þau skipti voru teljandi, sem hann sat
við þau. Hann leitaði annað, ætti
hann lausa stund. Á sumardaginn
fyrsta var stundum farið í útileiki, ef
vel viðraði og komu þá á vettvang þeir
sem vettlingi gátu valdið. Hann var
mjög hátíðlegur haldinn. Honum
fylgdi sérstakur gleði- og unaðsblær,
þótt hann heilsaði ekki alltaf með
geislabrosi. Honum hefi ég ætíð unn-
að fram yfir flesta daga aðra.
Ejótt eftir að ég fór að geta lesið,
sem einhverju nam, varð það einhver
mín mesta lífsnautn. Las ég flest sem
ég náði í. Fermingarárið mitt las ég
íslendingasögurnar allflestar. Og þótt
ljótt sé frá að segja hugsaði ég víst
meira um margt, sem þær höfðu að
flytja, heldur en kenningar barnalær-
dómskversins blessaðs um trú og sið-
gæði, sem voru þó vissulega þörf vís-
un til vegar. En kverlesturinn var mér
leið skyldukvöð. Um sextán ára ald-
urinn var lestrarástríða mín orðin svo
mögnuð, að ég var farin að fella niður
verk því nær hvenær sem mér sýndist,
til þess að geta lagst í bækur. Þá fannst
móður minni mælirinn fullur — og
var það að vonum. Kom hún að máli
við mig og lýsti því yfir, að þetta
framferði mitt yrði ekki liðið lengur,
ég væri að bregðast skyldum og trún-
aði og yrði að taka mig á. „Skyldan
fyrst — skemmtunin svo“, sagði hún,
og var fastmælt. Fá orð en skýr. Mér
sárnaði mjög og fannst þetta lítt þol-
andi skilningsleysi og hrein rangs-
leitni. En þegar ég gáði betur að, fann
ég að þetta var réttmæt áminning og
af heilindum gefin. Hún orkaði því,
að eftir þetta tók ég tæpast bók nema í
tómstundum mínum, en nætursvefni
mínum fórnaði ég ósleitilega. Las ég
oft þar til elda tók af degi.
Til að gjöra tilvistina örlítið fjöl-
skrúðugri og til að vega eitthvað upp á
móti því tapi sem varð þegar bóklest-
ur minn hlaut umtalsverða takmörk-
un, tók ég að hneigjast til skáldskapar.
Beygðist til þess krókurinn þegar á
bernskudögum mínum, en bærði lítið
á sér um hríð, — braust svo út við
breytta hætti. Það var gott að setja
saman vísu eða smáljóð, eða móta
drátt í sögukorn á ferð út um hagann,
þegar unað var með náttúrunni og
dýrunum. Fegurð og friðsæld um-
hverfisins kallaði á viðbrögð í þessa
veru. Bæði lyrikin og rómantíkin
höfðu bestu skilyrði til að dafna. Það
var líka þægilegt oft við vinnu að
hlusta eftir stefjahreimi eða hnýta
söguþráð eða lifa sig inn í æfintýri.
Það þurfti engan veginn að koma
niður á starfinu, þótt fyrir gæti komið,
að drauma- og djásnaheimurinn
væri nær og virkari, en grá hvers-
dagsveröldin, sem varð þó að sigra i
samkeppninni, ef vel átti að fara.
Eíkki man ég nú gjörla hvenær ég
fór að móta hugsanir mínar í hend-
ingar, svo að mark væri á takandi. En
heilt og fágað kvæði varð ekki til fyrr
en um það bil að ég fyllti sextán ár.
Síðan hefir þessi viðleitni til tjáningar
verið virkt afl í lífæð minni, — veitt
mér hugarhægð og gjört mig ríkari en
ella.
Segja mátti að í Sörlastaðaheimili
væri skáldæðin sláandi. Faðir minn
og bróðir áttu báðir létt með að búa
hugsanir sínar í rím og iðkuðu það
nokkuð, og líka voru þeir hneigðir til
ritstarfa. Móðir mín var og unnandi
skáldskapar og allvel hagorð, en flík-
aði því lítt, kastaði þó fram stöku og
stöku á góðri stund. Það var stundum
leikur okkar fjögurra, þá létt var yfir
að smíða vísu á þann veg, að við
mæltum fram sína hendinguna hvert
og þurfti sá sem byrjaði sjaldan að
bíða lengi eftir loka svari. Þetta var
auk ánægjunnar, gott að því leyti, að
það skerpti hugsun og jók rímleikni.
Aður en faðir minn fór á skólann í
Ölafsdal, hafði hann numið orgelleik
hjá Sigurgeiri Jónssyni á Stóruvöllum
í Bárðardal, sem kom um sína daga
mörgum manninum til þroska í þeirri
mennt. Síðan eignaðist hann orgel,
lítið en hljómfallegt. Átti hann það til
æfiloka og munu eigi aðrir hlutir í
eigu hans hafa verið honum öllu
kærari. Hann var fundvís á stundir til
að eiga með þessu hljóðfæri sinu.
Stopular vildu þær að vísu verða
suma tíma, og oft stuttar, en veittu
yndi og lífsfyllingu hvenær sem þeirra
var notið, — ekki einungis honum,
heidur öllum á heimilinu. Það var
mikið sungið heima. Feðgarnir voru
góðir tenórar og mamma og Jónasína
föðursystir höfðu báðar fallega
sópranrödd. Þá var Hjalti móður-
bróðir hinn besti söngmaður. Öllum
þeim var söngurinn „unaðsmál“.
Sörlastaðafólk tók jafnan virkan
þátt í kirkjusöng á Illugastöðum og
stundum var faðir minn þar í hlut-
verki organista, en eigi fastráðinn til
þess starfs að jafnaði.
Ljúft er að sofna út frá hljóðfæra-
leik og söng, og þess naut ég sem barn.
Flestir söfnuðust í kring um orgelið og
pabba, en oft kom móðir mín að
rekkju minni, settist hjá mér og söng
lágt og friðandi. Þá rödd nam ég best,
þótt hinar, sem meira var beitt bæri
yfir. Enn er það svo, að stundum
þegar svefninn fer að mér, er sem mér
ómi við eyra þýð lágstillt rödd, og ég
finni á vanga mér hönd, sem mildar
mein.
Festi minninganna ber margar
perlur.
Heima er bezt 125