Heima er bezt - 01.04.1983, Qupperneq 22
Guðjón Sveinsson
á Breiðdalsvík
segir frá
Engel&kag j'a
Fontur
Btno^>^Lambe>'ri
/Miíeyrí
þlSTIL FJÖ RÐUR
þÓRSHÖFi
I júlí 1980 fóru kappar að sækja
rekavið á Langanes, alls um 30
manns í fjórum bílum og 250
lesta ,,tappatogara“, Gunnari. í
fyrsta hluta frásagnar sinnar
sagði Guðjón frá gömlu Skála-
byggðinni og ferðinni þangað.
En nú er komið að starfinu
sjálfu.
egar ég kom í fjöruna í Árvík, voru
sjónvarpsmenn að taka land. Komu
þeir með gúmmíbát frá borði. Var
bátur sá tengiliður milli skips og lands
alla daga leiðangursins og stöðvaðist
nánast aldrei nema blánóttina. Þetta
var einkar lipurt fley og gat lent nærri
hvar sem var, þótt nokkur ylgja væri,
sérstaklega undir lokin. Fékk hann
strax nafnið Blaðran.
Fyrsta lendingin gekk því vel.
Sandfjara er í víkinni, en annars stað-
ar með ströndinni er fjaran stórgrýtt.
Vinna var hafin af fullum krafti. Hún
fór þannig fram í stuttu máli: Neðri-
teinatógum af þorskanetum var lagt
um fjöruna. Síðan var grennri taum-
um, einkum gömlum lóðum, brugðið
utan um trjábolina og þeir síðan festir
í netateinana. í stærstu trén voru
reknar lykkjur úr 10 mm kambstáli og
bundið í þær. Þegar lokið var að binda
rekavið á eina „trossuna“, ef svo
mætti að orði komast, kom Blaðran
með enda í land. Var það einnig
teinatóg. Endarnir voru síðan hnýttir
saman og gúmmíbáturinn brunaði út
að Gunnari. Þar var tóginu brugðið á
netaskífuna og „trjátrossan“ dregin úr
fjöru og fram að skipi. Þar var stroffu
slegið á hvern trjábol og þeir síðan
hífðir hver af öðrum um borð á
bómuspilinu. Það mátti oft sjá girni-
lega „trossu“ milli skips og lands. Var
ánægjusvipur á fararstjóra. Hann
stjórnaði aðgerðum í fjörunni. Einnig
hafði hann samband við skipverja
gegnum litla talstöð. Þannig mátti
stjórna flestum þáttum verksins með
nokkurri nákvæmni.
130 Heimaerbezt
REKAVIÐAR
Skipstjóri á Gunnari var Jónas Pét-
ur Jónsson frá Reyðarfirði. Aðalkarl-
arnir í leiðangrinum voru því nafnar
og mátti segja, að þeir stæðu sem
klettar í stöðu sinni. Lestarstjóri á
Gunnari var Kjartan Vilbergsson frá
Stöðvarfirði, gamalreyndur kapteinn
og útgerðarmaður. Hann hafði verið
skipstjóri á Drífunni í leiðangri Elisar
Péturs árið áður. Þeir Kjartan og
Jónas voru gamlir „sjóhundar“.
Meðal annars þekktu þeir vel til við
Langanes, höfðu margan þorskinn
innbyrt á þeim miðum og þaulkunn-
ugir staðháttum öllum.
-Eins og áður hefur verið drepið á
hófst vinnan í svonefndri Árvflc. Er
hún kippkorn innan við Skála. Bergið
ofan víkurinnar er eitthvað á annað
hundrað metra, víðast vel gróið en
nokkuð sprungið. Ofan það fellur lítil
spræna, sem heitir þó því virðulega
nafni Bergá. Að henni mátti leiðang-
urinn taka rekavið. Innan árinnar er
komið í landareign Kumblavíkur. Á
einum stað er hægt að komast fót-
gangandi niður í Árvík. Er það um all
bratta gjótu. Var tóg haft þar til ör-
yggis og hægðarauka. Flestir höfðu
stuðning af því en einstaka fjalla-
garpur gaf skít í slíkt.
Er hallaði að hádegi, fóru einhverjir
að hafa orð á því við fararstjóra, hvort
ekki færi að koma hádegisverður frá
borði eins og ráð hafði verið fyrir gert.
Elis bað menn vera rólega, að því
kæmi von bráðar. Við þau ummæli
ukust mönnum kraftar og gengu ber-
serksgang að rekanum. Stuttu síðar
kallaði Elli, að nú kæmi maturinn.
Brugðust menn skjótt við og slógu
upp „borðum og bekkjum" undir
bjarginu. Efni var nóg. Svo renndi
Blaðran upp í fjöruna. Frá henni voru
ýmis konar blikkílát borin til „borð-
salar“. En þegar skyggnst var í dall-
ana, urðu margir fyrir vonbrigðum
stórum. í stað stórsteikur, sem nokkrir
höfðu slegið föstu að kæmi, blöstu við
smurðar brauðsneiðar með „mala-
koff“, marmelaði o.fl. Nú er ekki svo,
að smurbrauð með áleggi sé ekki
hverjum manni bjóðandi. En þegar
maginn er orðinn léttur, eftir fremur
snollaðan kost frá því á Þórshöfn fyrir
tæpum sólarhring, þá er a.m.k. þeim
matlystugustu nokkur vorkunn. Kom
því kurr í mannskapinn. Elli reyndi að
róa menn með þeirri skýringu, að
þetta væri forréttur. Brátt kæmi ærleg
máltíð, kokkurinn hefði í ærnu að
snúast. Létu menn segjast og gleyptu í
sig smurbrauðið, sem banhungraðir
úlfar. Þrátt fyrir fullyrðingar farar-
stjóra um vel útilátinn hádegisverð fór
þó svo, að hann barst ekki að landi
þennan dag. Og þótt nokkrir nöldr-
uðu, var ekkert gert frekar í málinu.
(Hefði verið sett í nefnd á einhverri
ráðstefnu).
Um kl. 19.00 var vinnu hætt, lest
bátsins hálffull orðin. Hafði Árvíkin
verið hreinsuð af öllum nothæfum
reka, einnig hálfnað úr heimafjöru, en
svo var strendlengjan niður af Skálum
kölluð. Ofan við heimafjöruna eru
ekki björg, heldur háir bakkar. En
fjaran er stórgrýtt og langtum erfiðara
að ná „trossunum“ út en í Árvík.
Einnig þurfti að fara að því með
verulegri gát, átök voru mikil og ekk-
ert spaug að verða fyrir rekaviðar-
drumb eða fá snoppung frá teinatógi,
ef það slitnaði. Hafði verkið gengið
betur en ráð hafði verið fyrir gert,
þrátt fyrir allan sultarsönginn.
Haldið var heim að Skoruvík á
tveim jafnfljótum. Á leiðinni mættum
við sjónvarpsmönnum. Þeir höfðu
notað daginn og farið með Birni vítt
og breitt um nesið m.a. farið út á Font.
Var Björn farinn til Þórshafnar, en
Guðmundur bóndi á Randversstöð-