Heima er bezt - 01.04.1983, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.04.1983, Blaðsíða 24
Fékk leiðangursstjóri ádrepur nokkr- ar. Hann gat lítið annað gert en klóra sér í kollinum og gat enga viðhlítandi skýringu á þessu matarleysi gefið. Lofaði hann mjög ákveðið, að málið skyldi rannsakað ofan í kjölinn strax að morgni. Varð hann við þessu yfir- lýsingu eins og Jón spæó í framan. Alitu flestir, að ekki væri seinna vænna og töldu nokkrir sig vart lifa þetta af. Þá hnussaði í „saltfiskkaup- andanum“ og var engin furða. Lá um stund í loftinu uppsögn nokkurra leiðangursmanna og tafarlausa brott- för til Þórshafnar. Þrátt fyrir þau stóru orð, varð ekki af framkvæmd (enda liðlega 30 km vegalengd og menn þegar orðnir göngumóðir). Menn drusluðust því í pokana og sofnuðu svefni hinna kviðléttu. FILtudaginn 18. júlí var mannskap- urinn kominn í fjöruna. Kl. var um 08.00. Veður hvorki vont né gott, hægviðri og svalt þokuloft. Haldið var áfram verkinu frá kvöldinu áður, hreinsun heimafjöru. Nokkru eftir að vinna hófst, fékkst loks skýring á hinni litlu matarsendingu frá borði daginn áður. Matsveinninn á Gunn- ari hafði ekki haft hugmynd um, að hann ætti að sjá öllum leiðangrinum fyrir fæði. Elli hafði aftur á móti gert ráð fyrir því. Greinilega hafði eitt- hvað klikkað í kerfinu, sem ekki er óalgengt. Sú klikkun var litin alvar- legum augum og skoðuð í ljósi þess „að matur er mannsins megin“. Á þessu stigi málsins, þótti óráðlegt og raunar þýðingarlaust að fara ofan í saumana, enda átti að gera þá brag- arbót, sem kostur var. Að vísu voru horfurnar ekki sem efnilegastar. Mat- sveinninn hafði einungis keypt kost í þær sálir er um borð voru og ekkert fram yfir það. Það var því ekki mikið til skipta. Sannaðist nú hið forn- kveðna „að enginn kann sig í góðu veðri heiman að búa“. Þó var einn mótleikur, meira að segja nokkuð sterkur — saltfiskurinn. Glotti nú hinn framsýni maður í kamp, en aðrir þögðu — og var það ráðlegast undir þessum kringumstæðum. Var nú Guðmundur sendur á „Villa“ sínum í hvínandi hvelli til Skoruvíkur að sækja fiskinn, er metta skyldi mann- skapinn eins og skrifað stendur í bók einni góðri. Um tíuleytið kom kaffi og brauð frá borði. Var ekki hægt að segja annað, en rösklega hafi verið tekið til matar og var sagt, að einhver gafi tuldrað eitthvað um „baráttuna um brauðið“. Líklega hefur hann eitthvað etist úr. Um hádegið kom svo hinn Langa- nesfrægi saltfiskur, soðinn og salla- fínn frá borði ásamt kartöflum og þrumara. Fór heldur að lyftast brúnin á rekaviðarmönnum og enginn talaði um ólyst né hungurdauða. Fóru flestir að reita af sér fúla brandara, sem ekki eru á þrykk setjandi, nema hvað mætti geta þess, að einhver ræddi það við Ella, að hann ætti að reisa eld- spýtnaverksmiðju að Skálum. Tók Elli ekki ólíklega í það, enda ýmsu vanur. Ekki spillti það matarlystinni, að skilaboð komu frá koícksa á Gunnari, að landmönnum væri fyrir- huguð veisla um borð seinni hluta dagsins. A matseðli var stórsteik og frómasé. Rétt upp úr hádegi var lokið við að hnýta á „trossur“ úr heimafjöru. Var þá liði skipt. Nokkrir urðu eftir, til að hjálpa við að koma „trossunum“ nið- ur stórgrýtta fjöruna. Aðrir áttu að fara með allar græjur út á svonefnda Miðeyri. Er hún liðlega 3 km utan við Skála. XJndirritaður varð eftir í heimafjöru. Meðan beðið var eftir enda frá borði, notaði ég tækifærið og skoðaði örlítið nánar gamla íshúsið. Það stóð snerti- spöl frá okkur uppi á bökkunum. Þetta hefur á sínum tíma þótt mynd- arleg bygging. Það er um 17-18 m langt og um sex á breidd. Því er skipt með steinvegg (húsið er steinsteypt) í tvo misstóra hluta. í þeim minni var geymdur snjór, en í þeim stærri var raðað kössum með nokkru millibili. Meðan á söltun stóð, var fiskurinn geymdur í kössunum, en sambland af snjó og salti mokað í bilin. Húsið var furðu heillegt, veggirnir lítið sen ekk- ert sprungnir, en járnklætt og tyrft valmaþakið töluvert farið að rofna og sum staðar alveg fallið. Greinilegt var að síðustu árin hafði húsið verið notað sem staurageymsla., því nokkur stafli af þeim var þar inni. Nú er þetta hús ofurselt miskunnarlausum örlögun- um. Þau hafa riðið undarlega marg- slungið net um þessa byggð, gefið henni nafn í sögunni, en svipt hana síðan reisn sinni og tilgangi — eða hvað? Ég veit ekki svarið og enginn í þessari veröld. í þessum þönkum settist ég undir húsvegginn og tuggði punt, horfði eftir sæbarðri, klettóttri ströndinni, sem er og hefur verið um- vafin angan seltu, þangs og blóma. Svo hrökk ég upp við köll. Blaðran var að koma með enda í „trossurnar“ okkar. Um kl. 18.00 var ég kominn um borð í Gunnar. Síðasta „trossan“ úr heimafjöru var að silast út. Lest báts- ins var orðin full og byrjað að setja á þilfar. Eftir góðan kaffisopa gekk ég á stjórnpall. Þaðan var gott að fylgjast með lestuninni. Mennirnir um borð kunnu sitt fag og unnu það allt að því vélrænt. Þeir voru búnir að handfjatla nokkur hundruð rekadrumba þennan tíma og „æfingin skapar meistarann“. Síðan var akkeri létt og haldið út með nesinu til Miðeyrar. Lagst var undan henni um 300 m frá landi á fjögurra faðma dýpi. I fjörunni var að sjá slatta af rekavið. Var þegar hafist handa við að hala hann út. Búið var að binda allt nýtilegt timbur í „tross- ur“. Mennirnir, sem strandhögg höfðu gert á Miðeyri, tíndust því smátt og smátt um borð, enda stutt í steikina. Ur af Miðeyri er nánast ekki um bjarg að ræða, heldur bratta, skriðu- runna hlíð með tveim megin kletta- beltum. Þau voru hvorki þverhnípt né samfelld. Má auðveldlega rekja sig ofan af landinu niður í fjöruna. Hæð nessins er þarna um 70-80 m. Mikið ber á rauðum setlögum í hlíðinni. En hér var ekki tími til jarðfræðilegra at- hugana, heldur stóðum við í nokkurs konar strandhöggi og skammt látið stórra högga á milli. Eftir vel heppn- aða landgöngu á Miðeyri, gaf leið- angursstjóri út þá yfirlýsingu, að næst yrði haldið til Lambeyrar. Taldi hann gefið, að þar myndum við fylla bát- inn. Heldur er lengra milli Miðeyrar og Lambeyrar en Miðeyrar og Skála eða liðlega 4 km. Eru þá eftir tæpir 6 km út í Font. Lambeyri er ysti staður á Langanesi, þar sem reka festir a.m.k. sem nokkru máli skiptir og varla hægt að taka land utar nema í einhverri rjómablíðu. Hún er afar sjaldgæf við Langanes, straumar stríðir og landvar lítið. Framhald í nœsta blaði. 132 Heima er bezl Heima er bezt 133

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.