Heima er bezt - 01.04.1983, Side 29

Heima er bezt - 01.04.1983, Side 29
lveg er það dásamlegt, hversu mikið sumum mönnum er gefið af snarræði og hæfileikum til að hitta á þau ráð, sem duga á hættustundum. Slíkir menn eru nefnilega til, sem alltaf sjá einhverjar leiðir út úr hverjum vanda, þótt flestum öðrum sýnist öll sund lokuð og glötunin vís. En þegar ég heyri sagt frá miklum afrekum og sérlega hug- kvæmum viðbrögðum manna til að bjarga sér og öðrum úr yfirþyrmandi vanda, þá skal það ekki bregðast að mér komi gamall vinur minn í hug og verður mér þá ósjálfrátt á, að jafna til hans, þegar dáðir eru drýgðar af hvað mestri ráðsnilld. Þessi gamli vinur minn er enn á lífi, en orðinn háaldr- aður, svo að vafalaust er eitthvað farið að draga úr karl- mennsku hans og snarræði, en illa er ég svikinn, ef ekki bregður stundum fyrir eldsnöggum glampa í augum hans, er hann minnist viðburða frá fyrri ævi eða heyrir sagt frá einhverjum frábærum hreystiverkum. Margt gæti ég sagt frá afrekum þessa einstæða karlmennis, því að af miklu er að taka af sönnum sögum, er um hann hafa gengið manna á meðal. Þá hafa og myndast um hann ýmsar frásagnir, sem ekki eru eins staðgóðar og með allmiklum þjóðsagnablæ. En það er jafnan einkenni mikilla afreksmanna, að þeim er eignað sitt af hverju, sem ekki hefur við rök að styðjast. Slíkar sögur kunna að þykja harla ótrúlega og fjarstæðu- kenndar, þegar fólk heyrir þær fyrst, en ekki líður á löngu, þar til flestir trúa þeim og bæta jafnvel við þær frá eigin brjósti og segja þær öðrum. Þessi heiðursmaður og góði vinur minn í æsku var mikill myndarbóndi í sinni sveit, og með því að hann var gangnaforingi og talinn með afbrigðum snarráður og óvíl- inn, fannst mér alltaf sem um hann léki einhver sérstakur ævintýraljómi. Hann var bráðduglegur að hvaða vinnu sem hann gekk og svo verklaginn, að segja mátti að allt léki í höndum hans. En þeir eiginleikar voru þó smámunir einir hjá því, hversu viðbragðsfljótur, hugkvæmur og snarráður hann var, þegar mikið lá við. Gæti ég sagt af því margar sögur, en læt það bíða betri tíma. Þó get ég ekki látið hjá líða að rifja hér upp eina endurminningu um þenna óvenjulega mann, úr því að ég er byrjaður á því á annað borð að segja frá honum. Saga þessi gerðist löngu áður en afréttargirðingar voru settar upp til að halda fé sem lengst í heimahögum á vorin. í þá daga var það líka venja að reka geldfé og jafnvel lambær lengst inn á heiðar og afréttarlönd snemma sum- ars. Reyndar þurfti ekki að reka, nema sumt af fénu, því að það leitaði mjög sjálft til fjalla strax og eitthvað fór að gróa, enda finnur sauðkindin það af hyggjuviti sínu að hvergi eru grös bragðbetri eða safaríkari en á hálendinu. Hún veit nefnilega sínu viti sauðkindin. Það voru dýrlegir dagar, þegar svo var farið inn á afrétt snemma sumars til að smala og rýja og frá þeim ferðum á ég margar gullfallegar endurminningar. Þá var lagt upp eldsnemma morguns og þeyst á rennivökrum gæðingum inn undir jökul og síðan smalað allan daginn niður heið- arnar. Undir kvöld var safnið því næst rekið inn í rétt og síðan hófst rúningur og stóð venjulega yfir fram undir morgun eða lengur. Réttin stóð á svo nefndri Sæluhúsflöt og þar var einnig gamall leitarmannakofi og í honum höfðum við bækistöð okkar, meðan á þessu stóð, snæddum nesti, hituðum kaffi og sváfum stundum eitthvað um há- nóttina, einkum ef veður var ekki sem best. En svefninn var lítill og oft var ég fjarska syfjaður á heimleiðinni úr þessum fjallferðum á vorin. Er mér í fersku minni, hversu þrálát- lega jarmur áa og lamba hljómaði í eyrum líkt og bergmál frá réttinni og ætlaði aldrei að þagna, þegar vakan var orðin yfirmáta löng. En allt þetta hvarf þó brátt og komst í samt lag, er jafnvægi komst á aftur um hvíld og svefn. Og engum sagði ég frá því, að ég hefði blundað hvað eftir annað á leiðinni heim og aðeins hrokkið upp við það, að ég hallaðist svo mjög í hnakknum að ég var næstum því dott- inn af baki. En það var ekki þetta, sem ég ætlaði að segja frá að þessu 136 Heima er bezt sinni, heldur var það hinn ráðsnjalli leitarstjóri og góð- vinur minn í æsku, Ólafur bóndi í Hlíð. Það var í einni af þessum vorsmalamennskum, sem saga þessi gerðist. Veður var hið fegursta, þegar við lögðum upp, og nóttlaus vor- aldar veröld í byggð, en þó einkum til fjalla, því að þar er alltaf bjartara á surhrin. Allt gekk eins og í sögu og Ólafur leitarstjóri reið jafnan fremstur í flokki sinna manna og fór mikinn. Á leiðarenda ekki langt frá hvítri jökulbreiðunni, áðum við góða stund, slepptum hestunum á beit á grænum bala, sem þarna var efsta gróðurvinin, snæddum nesti og hvíldum okkur. En ekki var lengi til setunnar boðið, því að brátt kvaddi Ólafur okkur saman á melöldu einni og raðaði okkur niður á leitir. Sagði hann hverjum okkar vendilega, hvar við ættum að smala og hvernig og lagði ríkt á við okkur, að láta nú ekki fé sleppa og verða eftir. Síðan stigum við á bak og hófum smölun, hver á sinni leit, og ekki sáum við hver til annars, nema öðru hverju, því að við vorum fáliðaðir og heiðarnar ákaflega víðlendar. Veðrið hélst ágætt allan daginn og smalamennskan gekk svo sem best varð á kosið, en samt var mjög liðið að kvöldi, þegar safnið var rekið inn í réttina á Sæluhúsflöt. Við settumst undir réttarvegg og spjölluðum saman um stund, áður en hafist skyldi handa við rúninginn. Menn voru hressir og allir höfðu frá einhverju að segja, er á daginn hafði drifið, og bar margt á góma. En hvar er einn okkar? Hvar er Eyjólfur í Tóftum?, spurði Ólafur í Hlíð allt í einu og spratt um leið á fætur. Enginn gat svarað og mönnum brá illa við, er þeir uppgötvuðu að Eyjólfur var ekki lengur með í ferðinni. Hófst nú talsverð rekistefna og leitarstjóri okkar spurðist vendilega fyrir um, hverjir hefðu séð hann um daginn, hvar hann hefði þá verið og hvert hann hefði haldið. Niðurstaða rannsóknanna leiddi í ljós, að síðast hafði til Eyjólfs sést, þar sem hann reið með Grendalsá fram á miðjum afrétti. Það var ekki um að villast, að eitt- hvað meira en lítið hafði tafið manninn og jafnvel kynni hann að hafa orðið fyrir slysi. Okkur varð ekki um sel, því að það er annað en gaman, þegar menn týnast á fjöllum. Ólafur leitarstjóri var ekki lengi að ákveða sig fremur en fyrri daginn. Hann náði þegar í hesta sína og lagaði beisli og hnakk. Síðan mæltist hann til, að piltar tækju til við að rýja, nema hvað hann bað mig, sem var þá ekki nema unglingur og ekki til stórræða, að koma með sér. Brátt lögðum við upp og riðum létt upp heiðamar og suður með Grendalsánni, sem víða féll þarna í djúpu og hrikalegu gljúfri. Ólafur sagði ekki orð, en skimaði fráum sjónum til allra átta, hvar sem við fórum. Eftir alllanga ferð komum við í nágrenni við þá staði, þar sem síðast hafði sést til Eyjólfs. Þar hægðum við á ferðinni og tókum að leita að slóðum og öðrum ummerkjum eftir för hans. v3 þurftum ekki lengi að leita, því að innan lítillar stundar komum við auga á hest Eyjólfs, þar sem hann stóð á beit á grænum bakka árinnar niður í gilinu. Hann var með hnakk og beisli, svo að við þóttumst vita að Eyjólfur væri ekki langt undan. Ólafur var talsvert kvíðinn þarna á gilbarminum og hafði á orði, að líklega hefði hann gert skyssu með því að senda Eyjólf niður með Grendalsá, þar sem hann væri lítill klettamaður og lofthræddur með afbrigðum. Mér varð litið suður eftir gilinu. Það var síður en svo árennilegt. Hengiflug var á báðar hliðar, en hér og þar voru snarbrattir grasgeirar inn á milli hamranna. Vesalings Eyjólfur, hugsaði ég. Hvað hafði hann að gera í þetta gljúfur? Hann sem var talinn hálfgerður klaufi. Það stafaði trúlega af því, að hann hafði mjög lélega sjón og varð sífellt að ganga með þykk og mikil stækkunargleraugu, er gerðu hann eitthvað öðru vísi en aðra menn. Líklega hefur hann skilið hestinn eftir þarna niðri við ána og farið að eltast við kindur, er runnið hafa suður gilið, og ætlað að koma þeim upp eftir einhverjum grasgeiranna. Ólafur í Hlíð sagði fátt. Hann brá hönd fyrir auga og horfði fast og lengi suður gilið. En það var ekkert að sjá, svo að við fórum af baki og teymdum hestana niður að ánni og skildum þá eftir hjá hesti Eyjólfs. Heimaerbezt 137

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.