Heima er bezt - 01.04.1983, Síða 31

Heima er bezt - 01.04.1983, Síða 31
VÍSNAÞÁTTUR - JÓN ÚR VÖR Ltfnar hagur núáný Fyrir áratugum, þegar Pálmi heitinn Jónsson á Akur- eyri gaf út Hjartaásinn og fleiri merkisrit, sat ég stundum á hans vegum uppi á Landsbókasasfni og leitaði að vísum í handritum og gömlum prentuðum heimildum. Varð til allmikið handrit, sem innlyksa varð svo í prentsmiðju, þegar hann féll frá. Þó að það vœri mín eign lét ég það átölulaust, þótt útgefendur, sem vantaði eyðufylli í rit sín, gengu í þennan forða á meðan entist. Verst var þó það, að prófarkir voru illa lesnar og allskonar villur komust á kreik, sem vísna- menn hafa svo verið að endurprenta í öðrum ritum allt fram að þessu. Því, ef vitleysa er komin af stað, er hún endurtekin og hleður jafnvel utan á sig eins og snjókúla. Ég hef haldið áfram þessari vísnasöfnun, og á því í fórum mínum mikið safn af efni, sem œtlað hefur verið til prentunar. Svo hefur samist milli mín og útgefanda þessa rits, að öðruhvoru birtust hér vísnaþœttir. Ég mun leggja áherslu á að komast í samband við vísnavini víðsvegar á landinu, einkum með það í huga að fá fram leiðréttingar og bestu gerðir vísna og þá ekki síst reyna að grafast fyrir um höfunda og afla upplýsinga um þá og tilefni tœkifœrisvísna. Jakob Aþaníusson, f. 1820, d. 1915, mun hafa verið ætt- aður úr Stranda- og Húnavatnssýslum, en lengst af búsett- ur í Barðastrandasýslu, lengi oddviti og hreppstjóri á Barðaströnd. Hann var lausaleiksbarn en naut að nokkru ætternis síns og var í fimm ár í vist á prestssetri, fékk þar nokkra tilsögn og aðgang að bókum. Jakob var meðal kunnustu hagyrðinga á sinni tíð og Þorsteinn Erlingsson skáld ritaði eftir honum sagnir sem út komu í bók áratugum eftir lát þeirra beggja. Bókin heitir Sagnir Jakobs gamla. Þótt Jakob væri um það bil tíu árum eldri en Matthías Jochumsson voru þeir samtíða á bæ, þegar hið verðandi þjóðskáld var á barnsaldri. Þeir elduðu snemma saman grátt silfur og nefnir Matthías hann í ævisögu sinni. Sá er þetta ritar var í æsku kunnugur dætrum Jakobs, sem þá voru gamlar konur. Eftirfarandi vísur eru hafðar eftir Ástu Jakobsdóttur: Þeir Matthías og Jakob voru að raka tað af túni og þá varð þessi vísa til. Hausinn á þér, Matti minn, máttu þessu trúa, hann er eins og uppblásin úti á velli hrúga. Jakob var barnmargur. Einhverju sinni þegar hann var orðinn gamall sat hann við vinnu sína, en telpuhnokki vildi gera gælur við hann. Þótti honum töf að. Hann orti: Ei við skulum undan kvarta œvi þungum kjörunum. Kysstu mig með hug og hjarta, en hreyfðu ekki á þér vörunum. Kunnasta vísa Jakobs er sú, er nú kemur. Sagði Ásta mér að Þorsteinn Erlingsson hefði látið Hannes Hafstein heyra hana og hefði þeim komið saman um, að hún væri hverju góðskáldi samboðin. Mun sá dómur hafa glatt gamla manninn. Hann þótti níðskældinn og ekki allsstaðar vin- sæll. Hylur gceran sauðar svarta soltinn úlf með geði þungu, dúfu augu höggorms hjarta, hunangsvarir eiturtungu. Nærri 1830 deyr Hreggviður bóndi Eiríksson á Kaldrana í Húnaþingi. Dr. Guðbrandur Vigfússon eignar honum þessa snjöllu vísu. Hún er hér rétt með farin, sjá athuga- semd í ísafold 3. nóv. 1886, en sumir vilja hafa hana öðru- vísi. Ef einhver kann gleggri skil á þessu, væri gott að frétta af því: Enginn veit um afdrif hans, utan hvað menn sáu, að skaflaförin skeifberans á skör til heljar lágu. Heimaerbezt 139

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.