Heima er bezt - 01.04.1983, Page 32

Heima er bezt - 01.04.1983, Page 32
í Sunnanfara í mars 1895 birtist þessi vorvísa, höfundar ekki getið, enda mun hún mjög gömul. Senn kemur sumarið, sólin blessuð skín. Víst batnar veðrið þá veturinn dv'm. Jóhann Samsonarson hét maður. Hann átti um skeið heima á Sólheimum í Laxárdal, dó á fjórða tug nítjándu aldar. Mig vantar nánari upplýsingar og fleiri vísur hans. Jóhann þótti vel hagorður. Hann mun vera höfundur þessarar stöku: Lifnar hagur nú á ný, nýr skal bragur spunninn. Dýr og fagur austri í upp er dagur runninn. Á árunum fyrir og eftir síðustu aldamót var Sigurður Kristjánsson einn afkastamesti bókaútgefandi landsins, frægastur er hann vegna íslendingasagnaútgáfu sinnar. Hann orti lausavisur við hátíðleg tækifæri, t.d. þegar Steingrímur skáld Thorsteinsson varð áttræður 19. maí 1911. Eftirfarandi vísa er birt í ísafold um það leyti: Vorsins son. Þinn andans yl ungir og gamlir finna, er sœkja auð og scelu til sólarlanda þinna. Meðal frægra bóka, sem Sigurður Kristjánsson gaf út, var hugvekjusafn séra Páls Sigurðssonar, föður Árna pró- fessors. Þær hugvekjur stungu mjög í stúf við þær húslestr- arbækur, sem áður voru notaðar á landinu. Séra Páll var mjög frjálslyndur prestur. Milli hans og séra Matthíasar var mikil vinátta. Þegar þessi bók var fullprentuð orti útgef- andinn: Djöfla óðum fœkkar fans fyrir góðum penna, uns á hlóðum andskotans engar glóðir brenna. Vísan birtist í 7. tölubl. Óðins 1905, í heimildarleysi, eins og þar er komist að orði. Jón úr Vör. ...... ~ ÚR POKAHORNINU KomiS hafa í leitirnar fáein eintök í prentuðum en óbundnum örkum af nokkr- um vinsælum bókum, sem hafa verið algjörlega ófáanlegar um árabil. Þessi eintök hafa nú verið bundin og eru til sölu, en þetta eru allra síðustu eintökin, svo vissara er fyrir þá sem áhuga hafa að panta strax. C. W. Ceram: Grafir og grónar rústir Verð kr. 1000,00 Edward Schuré: Vígðir meistarar Verð kr. 600,00 Theódór Gunnlaugsson: Nú brosir nóttin Verð kr. 500,00 Walter Lord: Sú nótt gleymist aldrei Verð kr. 500,00 Betty Smith: Hamingjudraumur skrifstofustúlkunnar Verð kr. 250,00 Vestur íslenskar æviskrár I-IV Verð kr. 2000,00 BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR Tryggvabraut 18-20, 600 Akureyri, © 96-22500 140 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.