Heima er bezt - 01.04.1983, Page 34
Umsagnir um bækur
Bestur er hann
í heimahögum
Indriði G. Þorsteinsson:
DAGBÓK UM VEGINN.
Rvík 1982. Almenna bókafélagið.
Maður er því vanastur að heyra Indriða
G. Þorsteinsson kveða sér hljóðs í
óbundnu máli, en hér sendir hann frá sér
ljóðabók til skemmtilegrar tilbreytingar.
Hún hefir að vísu komið áður í styttri út-
gáfu, en einhvern veginn farið framhjá
mér, svo að við lá, að ég hrykki við. Og
það verður ekki sagt, að hann sé við eina
fjöl felldur í ljóðum þessum, heldur fer
hann heimshornanna á milli a_ustan frá
Kína og vesturjil Ameríku, og kémur víða
við í leiðinm og gefur sérhverjum sitt.
Hann yrkir jöfnum höndum um Stalin
bónda í Kreml og Ameríku nútímans og
$egir báðum til syndanna, svo að ekki
verður hann sakaður um hlutdrægni milli
austurs og vesturs. En þó að Indriði komi
víða við erlendis, þá finnst mér samt hon-
um takast best þegar hann er í heimahög-
unum á íslandi. Þar á hugurinn heima, svo
að ekki verður um villst. Þannig þykir mér
mest koma til kvæðaflokksins Hendur
feðranna. Þar er að finna þá hlýju, sem
yljar um hjartarætur. Ég rek ekki einstök
kvæði, en líklega man ég lengst myndina
af Sigurði frá Brún. Hún gleymist engum,
sem ann ferðum og öræfum Islands.
Margir
þeirra gleymast
seint
Ámi Johnsen:
Kvistir i lífstrénu.
Rvík 1982. örn og örlygur.
Samtalsþættir við menn eru tiltölulega
ný bókmenntagrein hér á landi. Má
segja, að Valtýr Stefánsson hafi fyrstur
manna hér hafið þá til vegs og virðingar,
enda náði hann slíkum tökum á þeim
þáttum, að enginn hefir enn betur gert. í
bók þeirri, sem hér um ræðir birtir Árni
Johnsen 20 samtalsþætti, frá ýmsum
árum. Mjög eru þeir misstórir og ólíkir að
ýmsu leyti, en eitt er þeim öllum sameig-
inlegt, þeir eru skemmtilegir og skilja eftir
merkilegar myndir í huga lesandans, og
það grunar mig að margir þeirra gleymist
seint. Árni hefir verið hvorttveggja í senn
fundvís á viðmælendur og kunnað að
vinna úr því efni, sem honum hefir
áskotnast og tilreiða það fyrir lesendur.
Kalla má að hér séu menn af öllum stétt-
um þjóðfélagsins, þarna er að finna þá
sem hæst tróna, og hafa verið á allra vör-
um um langt eða stutt skeið, en svo eru
aðrir, sem naumast nokkur hefir vitað af,
nema næstu nágrannar, og af þeim er
einnig brugðið upp ógleymanlegum
myndum, og síðan allt þarna á milli, og
raunar er öllum viðmælendum Áma það
sameiginlegt, að hver fer sina götu og
bindur ekki bagga sína með samferða-
mönnunum. Rismestir verða þættir þeirra
Björns á Löngumýri og Hannibals
Valdimarssonar enda fara þar saman sér-
stæðir persónuleikar og viðburðaríkt lífs-
hlaup, en ekki er ég samt viss um, að les-
andinn finni margar nýjar hliðar á þeim
umfram það sem áður var kunnugt. Og
ekki fæ ég neitað því, að mér þykir
vænna um marga aðra þættina, þar sem
ég hefi aldrei fyrr heyrt viðmælandan
nefndan. Eins og ég gat fyrr eru allir
þættimir góðir, en ef ég ætti að velja að-
eins einn þátt úr öllu safninu, mundi ég
kjósa samtalið við Minnu (Guðfinnu
Breiðfjörð). Þar er hvorttveggja, að höf-
undi tekst sjaldan betur, og í öllu samtal-
inu er fleira umhugsunarvert en í flestum
hinna, en ekki vil ég þó með þessu varpa
rýrð á aðra þætti.
Frekja Alþýðu-
bandalags og
kommúnista
Rónald Símonarson:
Bræður munu berjast.
Rvík 1982. örn og örlygur.
„Þetta er ekki verk fyrir listfræðilega
fagurkera, heldur óp um raunveruleika
sem er innan seilingar fyrir okkur öll.“
Þessi orð úr umsögn um bókina á kápu
hennar hitta svo vel í mark að fátítt er. Það
er óneitanlega rétt að sagan er hrjúí oft
meira en nauðsyn krefur, og höfundur
gæti hafa sagt sumt betur, en efnið er
honum meira áhugamál en stílbrellur og
gamansemi. Svo má kalla að hver blað-
síða, jafnvel hver setning sé áminning og
aðvörun til vor allra. Sagan er látin gerast
á árunum 1991-98 og fjallar um stjórnlaga
byltingu, sem gerð er af kommúnistum
undir forystu Alþýðubandalagsins, að því
er virðist á þingræðislegan hátt, en með
undirferli, sem hinir flokkarnir átta sig
ekki á fyrr en um seinan. Þá er búið að
rjúfa þingið, forsetinn fallinn frá, og hið
austræna stjórnarfar komið á með
fangelsunum, fangabúðum, sem settar eru
norður í Grímsey, og raunar allt í þeim
sama stíl. En undir sögulokin hafa lýð-
ræðissinnar loks tekið höndum saman og
stofnað vopnaðar baráttusveitir, til að
hrinda af sér ófögnuðinum. Lesandanum
skilst að þær muni sigra eftir harða bar-
daga og blóðsúthellingar. Ég efast ekki
um, að margir muni telja þetta fjarstæðu-
kennt efni, og slíkir hlutir, sem þessir geti
ekki gerst hér á landi, og vafalaust munu
gagnrýnendur kommúnista reyna að
þegja bókina í hel eða beita höfundinn
öðrum brögðum svo að hann þagni. Og
það er hættan, sem vofir yfir. Hættan sem
höfundur vill vara þjóðina við. Því ef vér
lesum bókina með nokkurri athygli, er
ljóst að margt af því sem þar er lýst er að
gerast meðal vor á þessu ári eða jafnvel
mánuðum, í skjóli stjórnar þeirrar, er vér
sjálf höfum kosið. Frekja Alþýðubanda-
iagsins og Kommunista er sama, og nöt-
undur lýsir, þeir hafa haft neitunarvald
innan ríkisstjórnarinnar og beitt því hvað
eftir annað. Annars vegar standa þeir
einhuga um austrænt stjórnarfar, en hins
vegar eru sundraðir og stefnulitlir lýð-
ræðisflokkar, sem jagast um smámuni í
stað þess að snúast einhuga gegn hætt-
unni. Hvarvetna hafa kommúnistar getað
troðið mönnum sínum í lykilaðstöðu, og
fyrr en varir geta þeir íátið til skarar
skríða. Áróður þeirra í fjölmiðlunum er
þrotlaust en oft lævíslega hulinn, svo að
menn taka hann trúanlegan. Svo raun-
sæjar eru lýsingar söguhöfundar, að
ekkert vantar nema nöfnin á forystulið-
inu, til þess að vér værum að lesa um
þjóðfélagsástandið eins og það er í dag.
Athafnirnar og aðferðirnar eru þær sömu.
Þannig er sagan rödd hrópandans, sem sér
hvert stefnir og þorir að blása í herlúður-
inn gegn hættusveitunum. Það er ekki oft,
sem skáldsagnahöfundar vorir hafa tekið
svo hraustlega á málunum. Og mörgum
þeirra er tamara að rífa niður þjóðskipu-
lag vort en að heita á þjóðina til vamar. En
með þessari sögu hefir Rónald kvatt sér
hljóðs og raust hans má ekki þagna.
St. Std.
142 Heima er bezt