Heima er bezt - 01.09.1983, Qupperneq 8

Heima er bezt - 01.09.1983, Qupperneq 8
Túrbínur eru af mörgum og ólíkum gerðum. Hér er Jón að tylla leiðiskóflum í nýja vatnsvél sem er í smíðum á verkstœðinu. Þetta er sjaldgœf útgáfa og á að fara í virkjun á Válþjófsstöðum í Oxarfirði. Guðmundur Björnsson verkfræðingur teiknaði vélina. 39 stöðvar í slóð Jóns Sigurgeirssonar: Lækjamót við Fáskrúðsfjörð. Skriðufell í Jökulsárhlíð. Grófarsel í Jökulsárhlíð. Fossvellir í Jökulsárhlíð. Hvanná á Jökuldal. Helluland í Bakkafirði. Ártún á Langanesi. Smjörhóll í Öxarfirði. Leifsstaðir í Öxarfirði. Þverá í Öxarfirði. Skógar í Reykjahverfi. Núpar í Aðaldal. Stóru-Laugar í Reykjadal. Nípá í Kinn. Granastaðir í Kinn. Árteigur í Kinn. Syðri-Skál í Kinn. Sigurðarstaðir í Bárðardal. Svartárkot í Bárðardal. Kambsstaðir í Ljósavatnsskarði. Reykir í Fnjóskadal. Hóll í Fnjóskadal. Hléskógar í Höfðahverfi. Þormóðsstaðir í Eyjafirði. Eyvindarstaðir í Eyjafirði. Fagranes, Reykjaströnd. Þverá, Húnavatnssýslu. Kerlingarfjöll. Mörtunga á Síðu. Húsafell í Borgarfirði. Hnjótur í Örlygshöfn. Foss í Arnarfirði. Hvesta í Arnarfirði. Feigsdalur í Arnarfirði. Hjallatún í Tálknafirði. Lambeyri í Tálknafirði. Botn í Súgandafirði. Valþjófsstaðir í Núpasveit. Ystafell í Kinn (endurbyggð túrbína). Björnsson verkfræðingur frá Kópaskeri, er miðlaði speki sinni með ánægju og útbúið hefur 2 vinnuteikningar fyrir Jón. En fyrstu fyrirmyndirnar að túrbínum fékk Jón úr dönsku handbókinni „Lommebog for mekanikere“. Einnig reyndist honum notadrjúg „íslensk vatnsvélafræði“, eftir Þórð Runólfsson, sem kennd hefur verið í Vélskóla íslands. Um árabil teiknaði og hannaði Jón sjálfur túrbínur og annað sem til virkjana þarf eftir formúlum í bókum. Hann komst upp á lag með að tileinka sér grundvallaratriðin í þeirri verkfræði sem til þurfti og lagði flóknar reiknireglur á minnið. Eða eins og hann segir við mig til skýringar með bros á vör: „í sambandi við bunutúrbínur er þess að geta, að aflið vex í hlutfalli við fallhæðaraukninguna, þótt hraðaaukn- ingin sé mikið minni. Vatnshraðinn í þrengingunni í vélinni er rótin af fallhæðinni x 19,64“. Þegar Jón finnur að skilningur minn á þessum raunvís- indum er takmarkaður kemur fræðarinn upp í honum, og greinilega er það honum ánægja að miðla af þekkingu sinni á ýmsum dásemdum náttúrulögmálanna. Er það ekki líka einkenni hinna hógværu snillinga, hvílíka hrifningu þeir láta í ljósi yfir nákvæmu samspili og verkunum fyrirbær- anna í kringum okkur? Þeir beinlínis ljóma þegar þeim tekst að leiða manni fyrir sjónir hvernig í málunum liggur, án þess að hreykja sér af innsæi sínu eða yfirburðastöðu. Jón heldur áfram að mennta mig: „Hugsum okkur 20 g þunga kúlu, sem látin er liggja í vatnsstraumi, en ekki það sterkum að hann megni að flytja hana úr stað. Hugsum okkur svo að við getum temprað vatnsstrauminn, svo að kúlan hreyfist. Og taktu nú eftir: Ef við aukum síðan þann vatnsstraum um helming, þá getur hann ekki aðeins flutt 40 g þunga kúlu, eins og ætla mætti, heldur flutt hnullung sem er 1280 g að þyngd.“ Mér finnst þetta í fyrstu undarleg rökfræði og spyr: „Ef 276 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.