Heima er bezt - 01.09.1983, Qupperneq 14
OSKAR ÞORÐARSON FRA HAGA
Hrakningar
Veturinn 1942-43 var ég einn af þremur í áhöfn 29 smálesta báts sem Sœvar hét.
Við vorum í flutningum fyrir breska flotann í Hvalfirði. Það var kallað ,,transport‘\
Bátsfélagar mínir voru Guðmundur Bœringsson formaður og Sœmundur Helgason
vélamaður. A ýmsu gekk í misjöfnum veðrum og við margvísleg störf.
Birgðaskipið Blenheim sem getið er um var sagt27 þúsund tonn.
Á óveðursnóttum gekk á ýmsu hjá
okkur á Sævari og vissulega áttu
áhafnir annarra báta við svipaða
erfiðleika að stríða. Veðrabrigði voru
stundum snögg og hörð, en þó taldist
það til undantekninga þegar við urð-
um að færa bátinn þrisvar sinnum
sömu nóttina.
Um kvöldið, þegar vinnu lauk, var
vaxandi suðaustanátt. Hugðist Guð-
mundur þrauka við hlið Blenheims,
gerði ekki ráð fyrir að veður versnaði
til muna. Fljótlega varð þó séð að
veðrið mundi fara versnandi og leyst-
um við þá bátinn og andæfðum um
stund í skjóli birgðaskipsins og þeirra
skipa annarra sem lágu utan á síðum
þess. En þar sem sýnt var að á þann
hátt yrði um algera vökunótt að ræða
hjá okkur, var það ráð tekið að leita
athvarfs við bauju sem var í nánd við
Þyrilsnes.
Þetta var stór bauja lfldega einir 4
til 5 metrar í þvermál, hringlaga og
slétt að ofan og voru á henni nokkrir
járnhringir með jöfnu millibili. Lagði
Guðmundur bátnum að baujunni en
ég stökk út á hana með kaðal er ég
hugðist bregða um einhvern hringj-
anna.
Það var orðið hvasst, mikill öldu-
gangur og sjódrif yfir baujuna næst-
um stanslaust. Mjög erfitt var að
halda bátnum við baujuna og næstum
í sama mund og ég var kominn út á
hana hreif rokið bátinn frá og ég varð
þar eftir. Ég varð að sleppa kaðlinum
og húka nú á baujunni og hélt mér í
einn hringjanna. Eg lá á hnjánum og
var svo sem ekki í neinni hættu þótt
mér þætti dvölin óþægileg. Baujan
var þung í veltunni og hafði dálítið
óreglulegar hreyfingar. Ég varð strax
rennvotur enda var ég aðeins í venju-
legum vinnufötum.
Þegar tekist hafði að snúa bátnum
og bógur hans nam við baujuna á
nýjan leik var Sæmundur kominn upp
á dekkið og kastaði til mín kaðlinum
og gekk nú allt eins og í sögu og ég
komst um borð í bátinn. Var nú kað-
allinn gefinn út og sett fast.
Ekki var sérlega næðissamt á leg-
unni. Báturinn rykkti óþyrmilega í
spottann og baujan streyttist á móti.
Mér fannst eins og þau toguðust á.
Ekki var í mörg hús að venda og því
þraukuðum við þarna alllengi og
Guðmundur var ekki ánægður, fannst
öryggið helst til lítið og ekki að vita
hve lengi kaðallinn héldi, mundi
sennilega núast sundur í járnhringn-
um á baujunni og slitna. Vindur
snerist meir og meir til suðurs og stóð
þá orðið á land, í Þyrilsnesið. Það var
ekki ýkja langt upp í grjótið.
Guðmundur ákvað þvi fljótlega að
sleppa og leita vars við stóru bryggj-
una í Hvítanesi. Það var gufurok og ef
að lflcum léti yrði suðvestan stórviðri
með nóttinni sem svo sennilega færð-
ist í vestur eða norðvestur seinnihluta
nætur. Þetta var líklega ein þessara
djúpu, kröppu lægða sem koma á
vetrarmánuðum suðvestan úr hafi og
fara í einum hasti norðaustur af land-
inu og snúa vindinum kringum sig.
Svolítið skrítið finnst manni. En hvað
um það? Við Hvítanessbryggjuna var
aðstaðan þolanleg þegar við komum
þangað. Þar voru nokkur skip. Stórt
skip sem var næst bryggjunni veitti
sæmilegt skjól fyrir minni skipin og
bátana, sem þar höfðu leitað vars. Við
bundum bátinn og gengum frá öllu
eins tryggilega og okkur var unnt. Það
var lágsjávað og það hafði sitt að
segja, til hins betra.
Ékki fórum við að sofa við svo búið
heldur dokuðum nokkuð við, drukk-
um kaffi og formennirnir á þeim ís-
lensku bátum, sem þarna voru staddir,
ég held að þeir hafi verið tveir eða
þrír, ræddust við og spáðu í fram-
haldið. Eitthvað lagði ég mig síðan en
það var ekki ýkjalengi og ég var æði
syfjaður þegar Guðmundur vakti mig
eftir miðnættið.
„Nú er hann rokinn i vestrið,“ sagði
hann. „Við verðum að fara frá.“
Það var orð að sönnu, komið var
norðvestan rok með snjókomu og
frosti og öldurnar komu nú nær beint
yfir fjörðinn og lömdu bátinn óspart.
Stóra skipið sem veitt hafði okkur
nokkurt skjól var nú á förum. Ekki var
það þó af völdum veðursins sem það
fór, heldur hafði það áætlun sem ekki
varð slegið á frest. Þetta var norskur
koladallur og það var mikið stíma-
brak og óþægindi fyrir hina meðan
hann var að þokast burt í óveðrinu og
myrkrinu. Auk þessa versnaði aðstaða
okkar með flóðinu. Ég var þess full-
viss að bátsfélagar mínir hefðu ekki
árætt að sofa og vélin var í gangi. Það
var mitt verk að leysa bátinn.
Sjórinn hafði sest á dekkið, það ýrði
úr öldunum og orðið hált hvar sem
stigið var. Eftir litla stund var bátur-
inn laus og tók aftur á móti öldunum.
Hinir bátarnir voru líka að fara frá.
Við lónuðum dálitla stund. Guð-
282 Heima er bezl