Heima er bezt - 01.09.1983, Side 16
Bjarni Gíslason,
Meðalheimi
Ólundin þá eyðileggja ætlar karlinn,
á sund ég fer í Sónarpollinn
og syndi þar sem annar skollinn.
Formannavísur
Við alla vinnu algerlega er ég hættur,
aldrei núna sézt ég sveittur,
af sjóarstörfum lítið þreyttur.
kveðnar árið 1900
Formenn telja fer ég nú á flæðahönum,
sem eru að veiða síld úr sjónum
og safna íhreppinn mörgum krónum:
Höfundur vísnanna, Bjarni Gíslason, f. 6/7 1838, dó 25/4
1912. Hann var vel hagmæltur, gerði „Sveitabragi“ og kast-
aði fram vel gerðum lausavísum.
Bjarni var lengi sjómaður og því þaulkunnugur veiðiskap
og sjósókn. Hann átti lengi heima að Meðalheimi á Sval-
barðsströnd og jafnan kenndur við þann bæ.
Á síðari hluta 19. aldarinnar, hófu Norðmenn hér síld-
veiðar ílagnet, fyrirdrátt og lása (nótabrúk). Þeir
höfðu uppsátur og síldarsöltun á Svalbarðseyri, Dæld-
um og á ýmsum stöðum við Eyjafjörð og Austfjörðum.
Af þeim lærðu bændur veiðiaðferðir, hagnýtingu veið-
arfæra og meðferð aflans.
Bátar voru til á hverjum bæ, víðast bátavör til lend-
ingar og sjóbúðir til aðgerðar og geymslu veiðarfæra.
Hver bóndi átti allmikið af þeim, svo sem síldarnet af
fleiri möskvastærðum: Smá-, milli- og hafsíldarnet,
fyrirdráttarnet, tó, niðurstöður, dregg, krökur, kúta og
baujur af ýmsum gerðum.
Bændur áttu handfæri, sökkur, hneifar og gogga.
Línu, bjóð, hjól, stokkatré og netakúlur. Þá þurftu að
vera til kljár, vaðsteinar og blýkúlur, korkur af ýmsum
gerðum og bubl (biður). í sveitinni var lifað jöfnum
höndum af sjósókn og landbúnaði.
Bátana höfðu menn gerða sem allra best að öllum
búnaði, með seglum og öðru, sem til þurfti. Öllu þessu
þurfti að halda sem best við, bæta, laga og endurnýja.
Fólkið ólst uþp við nýtni, vandvirkni og hirðusemi.
Þá fundu menn að ,,hollur er heima fenginn baggi“.
Guðmundur Benediktsson frá Breiðabóli.
Valdimar oft veiði fær úr vota sænum.
Gjörir bjargast betur vonum.
Blessun drottins fylgi honum.
Aðalsteinn ég ungan líka ætti að finna,
er leiðir fram á lýsuranna,
leiðar halda ígultanna.
Árni lætur öldur vaða árahænginn.
Móti honum megnar enginn,
mætan hefur síldarfenginn.
Einatt dregur Ásgeir síld úr engiþara.
Trygglundaður týrinn geira
talar ei sem hver vill heyra.
Guðmundi á græðisljóni gjálp þar springur.
Einatt heppnast aflafengur.
Aðgætinn og bezti drengur.
Indriði ei óttast gjörir ölduskarann.
Harðfengi og huga ber hann.
Með handfljótustu mönnum er hann.
Af aflahöppum hefur Jóhann hag og yndi.
Greiðir net úr geddusandi,
gagnsmaður á sjó og landi.
Á sellingshúna Sigurður á síiahveli
aldrei gjörir hopa á hæli,
þó hrukkótt ránarjóðin skæli.
Helgi gjörir hrinda bát á hnýðingsmóinn.
Er og verður aflalaginn,
með ýmsu vinnur sér í haginn.
Benedikt ei bilar hót við bárusagga.
Að hraustri vörn mun einginn yggja ’ann,
en ei má bresta fyrirhyggjan.
Guðmundur Benediktsson
frá Breiðabóli, nú búandi að
Hörg í Svalbarðsstrandar-
hreppi, hefur varðveitt For-
mannavísur Bjarna Gísla-
sonar frá glötun. Fyrir til-
mæli kunnugra hefur hann
nú fengið Heima er bezt
þær til birtingar og kann
blaðið honum bestu þakkir
fyrir.
Kristján Buch, er kann að stýra keipaselnum.
Þarf ei frýja hugar halnum,
þó hrannir brotni á keilusalnum.
Stór sem risi og sterkur nóg er Stefán karlinn.
Blöskrar ei þó boðaföllin
beri hærra en lægstu fjöllin.
Án vafa telja verð ég hann með virðum hinum:
Einatt dregur síld úr sænum
Sigurður í Stefánsbænum.
284 Heima er bezl