Heima er bezt - 01.09.1983, Page 17

Heima er bezt - 01.09.1983, Page 17
Einn formannanna sem um getur í vísunum, Sigurður Guðmunds- son. Formenn á Svalbarðs- strönd, sem nefndir eru í Formannavísum Bjarna Gíslasonar, frá Meðal- heimi á Svalbarðsströnd árið 1900: Benedikt á áraönd við útveg sama. Þú mátt ei honum, gæfa, gleyma, gakktu og teldu börnin heima. Jónatan á siglusvan, þó sjórinn rjúki og hátt við súðir hrannir kvaki heilum stendur ei að baki. Þó að garði golan harða Gýmisstrindi, Rögnvaldur á rangagandi rær óhræddur upp að landi. Guðmundur oft greiddi net með góðum arði. Hjá sendi fleina sels á storði sást þó einatt hvítt á borði. Stefán lætur knörrinn kljúfa kembingsreitinn, þótt Fáfnis-dýnu-freyrinn mæti fylli ekki Eiríks sæti. Efnið búið, enduð líka er nú ríma. Ef einhver hefði af því gaman eg fór þessu að tylla saman. Auðnan fylgi, ykkur bræður, alla daga. Þess ég bið af heilum huga. En heimskra bænir lítið duga. Langir dagar leiðast mér og langar nætur. Þetta styttist, því er betur, þrýtur bráðum lífsins vetur. Kemur sumar, hverfur vetrar- kaldur vindur. Þá fæ ég báðar heilar hendur. Hugurinn við þetta stendur. Ennþá stendur feðrafoldin fjarri hinum heitu löndum, litagrænum, Irtil ey í norðursænum. Að hennar ströndum boðinn berst með björtum fána og herjar þar á storð og steina, er standa á veröi kringum eyna. Stöndum eins og botnfast bjarg í brimsóróa, og látum okkur alveg nægja, að einhvern tíma muni hægja. 1. Valdimar Grímsson Garðsvík, síðar bóndi i Leifshúsum, f. 23/4 1860, d. 13/6 1944. 2. Aðalsteinn Halldórsson Leifshúsum, síðar á Geldingsá, Sólheimum, og Húsavík, f. 14/1 1883, d. 5/9 1952. 3. Árni Guðmundsson Þórisstöðum, bóndi, hreppstjóri og fengsæll hákarla- formaður, f. 1 /3 1859, d. 28/10 1950. 4. Ásgeir Stefánsson bóndi Gautsstöðum, f. 9/5 1861. 5. Guðmundur Sigurðsson Neðri-Dálks- stöðum, smiður, f. 12/4 1851, d. 4/11 1900. 6. Indriði Magnússon Sæbóli. 7. Jóhann Stefánsson Bakka. 8. Sigurður Guðmundsson Neðri-Dálks- stöðum, f. 28/4 1876, Var um skeið á Svalbarðseyri, en síðast á Akureyri. 9. Helgi Laxdal Jónsson bóndi Tungu, f. 5/1 1856, d. 14/4 1918. 10. Benedikt Sigurbjörnsson, f. 3/4 1876, d. 12/1 1962. Byggðí býlið Grund, bjó síðar á Veigastöðum og Jarlsstöðum. 11. Kristján Buch Svalbarði, seinna bóndi Ljótsstöðum og Litlu-Tjörnum. 12. Kristján Jóelsson bóndi Mógili. 13. Stefán Stefánsson Stefánshúsi, f. 9/8 1873. Lengi bóndi á Syðri-Varðgjá og Svalbarði. 14. Sigurður Kristjánsson Stefánsbæ ÍMó- gilsfjöru, var frá Fagrabæ. 15. Benedikt Jónsson bóndi á Breiðabóli, f. 21/6 1864, d. 18/12 1945. 16. Jónatan Jónatansson bóndi Sigluvík, f. 25/9 1 869, d. 12/2 1924. 17. RögnvaldurGuðnason Dældum, byggði Mæri, nú Hallandsnes. 18. Guðmundur Guðmundsson Hallandi, f. 1845, d. 20/11 1920. Hann byggði Helgafell, en flutti síðar til Akureyrar. 19. Stefán Jónasson Veigastöðum, hjá Eiriki Halldórssyni. Var um langt skeið skipstjóri og athafnasamur útgerðar- maður á Akureyri. Af þeim 20 mönnum, sem Bjarni nefnir, varð Stefán elstur, dó á Akureyri árið 1982 þá 100 ára gamall. 20. Eiríkur Halldórsson bóndi Veigastöð- um,f. 20/12 1871, d. 8/9 1909. Eg er hissa, allir farnir eru að hlæja. Mér heyrðist einhver hérna segja: „Hættu nú, og farðu að þegja.“ Heimaerbezt 285

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.