Heima er bezt - 01.09.1983, Síða 25

Heima er bezt - 01.09.1983, Síða 25
Inngangur og sögulegt yfirlit Á síðustu árum aldarinnar sem leið var fyrst farið að tala um rafmagn hér á landi. Maður að nafni Frímann B. Arn- grímsson hafði numið þau fræði ÍKan- ada. Hann var rafmagnsverkfræðingur og hafði unnið við ýmis rafmagnsfyrir- tæki áður en hann kom hingað að boða mönnum notagildi rafmagnsins, en það var árið 1894. Á árunum þar á eftir hélt hann marga fyrirlestra hér á landi um rafmagnsmál og hvatti menn mjög til að virkja íslensk fallvötn til rafmagnsfram- leiðslu. Hann lýsti þvf skilmerkilega, hvaða gagn menn gætu haft af raf- magninu og hvaða áhrif, efnahagsleg, félagsleg og mannvistarleg, rafmagnið mundi hafa á mannlífið, ef menn tækju það í þjónustu sína. Þessi áróður Frí- manns hafði mikil áhrif á marga og fóru menn að huga að þessum málum. En þegar Frímann hætti áróðrinum hér heima og hélt aftur utan, fór að fyrnast yfir þessi mál, enda ýmis önnur mál á döfinni, sem tóku hugi manna, svo sem vatnsveitumál, endurskoðun stjórnar- skrárinnar, væntanlegur aðskilnaður íslendinga og Dana, stofnun háskól- ans, stofnun berklahælis og holds- veikrahælis o.fl. Þrátt fyrir þetta voru fyrstu rafljósin kveikt hér á landi árið 1899, en það var í prentsmiðju ísafoldar í Reykjavík. Rafali var tengdur við hraðpressu, sem prentsmiðjan var búin að fá og var hún drifin af olíumótor. Þetta voru kolboga- Ijós og voru sett upp nánast til gamans og í tilraunaskyni, en Ijósin voru í vinnustofu Eyjólfs Þorkelssonar úr- smiðs og í prentsmiðjunni ísafold, en Eyjólfur hafði staöið fyrir þessum fram- kvæmdum með rafmagnsbúnaðinn. Síðan liðu 5 ár og lítið gerðist í raf- magnsmálum íslendinga. En árið 1904 setti Jóhannes Reykdal upp rafstöð í Hafnarfjarðarlæk og miðlaði hann straum frá henni til 16 húsa í nágrenninu. Honum til aðstoðar var Halldór nokkur Guðmundsson, sem nýlega hafði lokið prófi í þessum fræð- um í Þýskalandi og kom hann síðan mikið við sögu rafmagnsmála á íslandi á árunum þar á eftir. Þessi fyrsti rafali var 9 kW að stærð, en fljótt fannst Jó- hannesi hann vera of lítill og setti því aðra stöð upp árið 1906 og var hún 37 kW. Eftir að fyrsta vélin var komin í Hafnarfirði, fór Halldór Guðmundsson utan til Noregs á vegum Reykjavíkur- bæjar til þess að kynna sér rafvæðingu þar. Þegar heim kom, lagði hann fram fróðlega skýrslu um þessa kynnisferð sína. Síðan vann hann mikið af raf- magnsmálum hér á landi. Hann var hrifinn af Sogsfossum til virkjunar, en taldi þá samt of stóra fyrir hinn litla markað. Elliðaárnar komu mjög til greina, en þær voru í eigu útlendinga og voru auk þess óöruggar að vetrar- lagi. Hann réði því Reykvíkingum til að nota díselvélar til rafmagnsframleiðslu fyrst í stað og fóru margir að ráðum hans og var hann mönnum innan handar við uppsetningu slíkra raf- stöðva á næstu árum. Halldór Guðmundsson kom síðan mjög við sögu rafmagnsmála út um landið og vann að uppsetningu raf- stöðva og lagningu rafmagnsleiðslna frá þeim á árunum 1910—1920. Á þeim árum voru því reistar vatnsaflsstöðvar t.d. á Eskifirði, Vík í Mýrdal, Seyðis- Fyrstu vatnsaflsrafstöðina setti Jóhannes Reykdal upp í Hafnarfirði 1904. . . firði, Siglufirði, Bíldudal, Patreksfirði og Húsavík. Auk þess fengu Vest- mannaeyingar rafmagn frá díselrafstöð árið 1915. Þegar hér var komið sögu, var virkjað vatnsafl hér á landi komið upp í 370 hestöfl. í Reykjavík var reist gasstöð til Ijósa og suðu fyrir almenning og mun það hafa tafið fyrir virkjun vatnsafls til raforkuframleiðslu. Árið 1915 voru svo sett lög um rafveitur, sem síðan voru felld inn ívatnalögin, sem sett voru árið 1923. í Reykjavík var svo endanlega samþykkt, árið 1918, að gera vatns- aflsvirkjun til almenningsnota og urðu Elliðaárnar nú fyrir valinu. Komst fyrsti áfangi þeirrar virkjunar í gagnið árið 1921. Síðan komu aðrar vatnsaflsstöðvartil sögunnar fyrir kaupstaði og kauptún landsins og má þar til að nefna m.a. Glerárvirkjun fyrir Akureyri, rafstöðvar fyrir Fáskrúðsfjörð, Sauðárkrók, Blönduós, Hofsós, Reyðarfjörð, Hveragerði, ísafjörð, Dalvík og fleiri. Allar þessar rafstöðvar og fleiri, voru til almenningsnota í þéttbýli landsins og voru í eigu viðkomandi sveitarfélaga eða almenningsfélaga. Svo voru ýmsir staðir, sem ekki höfðu vatnsafl í ná- grenni sínu, en þeirra raforkuþörf var mætt að nokkru leyti með rafmagni frá díselvélasamstæðum, sem komið var upp til almenningsnota. Einnig settu margir einstaklingar upp díselstöðvar, til eigin nota, t.d. síldarverksmðjur, frystihús og mörg iðnaðarfyrirtæki, auk annarra almennra notenda. / ,,Dynskógum“, hinu vandaða riti Vestur- Skaftfellinga 1983, birtist þaulunnin, yfirgripsmikil og skemmtileg grein eftir Þórólf Árnason véla- verkfræðing um raf- væðingu í Vestur-Skafta- fellssýslu. Þar er m.a. þessi mynd af rafstöðv- arhúsunum tveimur hjá Seglbúðum, annað frá árinu 1926 en hitt frá 1956. Aðaldreifingaraðili ,,Dynskóga“ er Björgvin Salómonsson, Reykja- VÍk. Mynd: Þ.Á. Skýrslu Ágústs fylgir skrá yfir allar vatns- aflsrafstöðvar, sem reistar hafa verið fyrir sveitabæi á fslandi frá upphafi og eru þær taldar upp í hverjum hrepp og sýslu vestur og norður um land, haldið frá Reykjavik, kring um landið. Þar er skýrt frá lögsagnar- umdæmi, heiti sveitarfélags, heiti sveita- bæja, fjölda heimila sem fá rafmagn frá hverri stöð, afli stöðvar, spennu og straum- tegund, gerð túrbínu, hvenær stöðvarnar voru teknar í gagnið, ef vitað er, hvenær endurbyggðar og hvenær lagðar niður. Síð- an kemur skrá yfir hversu margar stöðvar voru reistar íhverjum hreppi landsins og samanlagt afl þeirra, hversu margar voru f gangi á þessu ári og hve margar af þeim eru á bæjum sem hafa ekki rafmagn frá samveitum. Heimaerbezt 293

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.