Heima er bezt - 01.09.1983, Qupperneq 26

Heima er bezt - 01.09.1983, Qupperneq 26
Sveitarafvæðing á Islandi Litlar vatnsaf Israfstöðvar Bjarni Runólfsson var sjálf- menntaöur eldhugi og smíð- aði a.m.k. 120 túrbínur á ár- unum 1927—1937. . . Forvígismenn Ekki fór hjá því, að fólk í sveitum lands- ins kynntist kostum og þægindum raf- magnsins í þéttbýlisstöðunum í kring um sig, þó að ekki væru þá tök á að leiða rafmagnið út um sveitirnar vegna mikilla vegalengda frá orkuverunum og fátæktar bændanna. Margir tæknifróð- ir menn höfðu á þessum árum komið til sögunnar hér á landi í sambandi við áðurgreindar rafstöðvar og rafveitur. Sumir þessara manna kunnu skil á mælingum og athugunum, sem gera þarf, til þess að hægt sé að byggja vatsaflsvirkjun. Hvöttu þeir þændur til þess að athuga möguleika á að virkja læki og ár í nágrenni bæja sinna, og voru þeim hjálplegir við mælingar og áætlanir fyrir smávirkjanir til heimilis- notkunar. Hér má aftur nefna Halldór Guðmundsson, Eirík Ormsson, Eirík Hjartarson, og marga aðra. Síðast en ekki síst má nefna Bjarna Runólfsson frá Hólmi í Landbroti, en hann var sjálfmenntaður en eldheitur áhuga- og framkvæmdamaður á þessu sviði, ásamt öðrum góðum mönnum, sem hann hafði í þjónustu sinni. Þessir menn og margir aðrir lærðu af reynsl- unni og gátu sumir þeirra lesið erlend mál, og notfært sér þannig handbækur og annan fróðleik um þessa hluti. Bjarni var t.d. mikill völundur til allra verka. Hann kom sér upp vélsmiðju á heimili sínu og voru þar smíðaðar a.m.k. 120 túrbínur á árunum 1927-1937, sem notaðarvoru ísveitum Bjarni Runólfsson. landsins, og víðar, til rafmagnsfram- leiðslu. Margir aðrir sjálfmenntaðir menn komu til sögunnar í sveitum landsins, sem unnu að túrbínusmíði, gerð þrýsti- vatnspípna, mælingum á fallhæð, vatnsmagni, og vatnsvegum smávirkj- ana hér á landi. Nefna má Eirík og Sigurjón Björnssyni frá Svínadal í Skaftártungum, sem báðir unnu um tíma með Bjarna Runólfssyni, Einar Sverrisson bónda í Kaldrananesi í Mýrdal, Sigfús H. Vigfússon bónda í Geirlandi í Kirkjubæjarhreppi, Helga Arason bónda og vélsmið á Fagur- hólsmýri, Hofshreppi, A-Skaftafells- sýslu, Skarphéðin á Vagnsstöðum, Borgarhafnarhreppi, A-Skaftafells- sýslu, og marga aðra, sem of langt yrði upp að telja. Á síðari árum má svo nefna vél- smiðjur í Reykjavík, sem fóru að smíða túrbínur. Einnig einstaklinga, svo sem Jón Sigurgeirsson, Árteigi, Köldukinn, og fleiri. Bjarni á Hólmi og aðrir áhuga- menn hvöttu bændur mjög til að virkja hjá sér, ef skilyrði voru fyrir hendi. Bjarni mældi fyrir stöðvunum sem hann reisti, smíðaði túrbínurnar í mörgum tilfellum, eða pantaði þær frá útlönd- um. Hann pantaði rafalana og rafbún- aðinn, stálpípur fyrir aðrennsli vatns, ef þannig hagaði til og einnig efni ílínur. Stundum voru trépípur pantaðar frá útlöndum og stundum voru þær heimasmíðaðar. Framkvæmdir við smávirkjanir Að sjálfsögðu var mikil vinna, sem leysa þurfti af hendi, þegar byggja skyldi smávirkjun. Fyrir utan hina sérhæfðu fagvinnu þurfti að byggja Iftið hús utan um vélasamstæðuna, sem var þá oft úr torfi og grjóti og með bárujárnsþaki. Stundum voru þetta timburbyggingar og stundum steinhús. Síðan þurfti að gera stíflu í lækinn, sem virkjaður var. Oft voru það jarðstíflur með lítilli inn- taksþró og botnrás, sem hægt var að opna til hreinsunar á þrónni og yfirfalli til að taka við flóðum í læknum. Stund- um voru þetta veglegri mannvirki, oft úr timbri eða þá steinsteypu, og fór það eftir efnum manna og aðstæðum á hverjum stað. f inntaksþrónni var venjulega járnrist fyrir pípuopinu, sem hindraði að möl og grjót færi inn í píp- una. Lokubúnaður á stíflu var venju- lega hleri, sem hægt var að setja fyrir pípuna með höndunum. Þrýstivatns- pípan var oftast niðurgrafin, ef hægt var, og þurfti að jafna vel undir hana og ganga frá festingum, þar sem beygjur voru á henni. Oft þurfti að gera skurði í landið ofan við stífluna til þess að safna vatni úr mýrum og öðrum lækjum að inntakinu. Einnig þurfti stundum að grafa skurð fyrir vatnið, sem rann frá rafstöóinni. Alla þessa vinnu, sem upp var talin, þ.e. smíði á húsi, gerð stíflu, samsetn- ingu og frágang pípu, jarðvinnu margskonar, og lagningu línu að bæj- um, gátu bændur sjálfir gert. Fengu þeir venjulega hjálp vandamanna og nágranna við verkið gegn endurgjaldi með vinnu síðar, ef með þurfti. Það sem kaupa þurfti, var því allt erlent efni, timbur og sement, rafali og mælitæki, efni í þrýstivatnspípu, raflagnarefni utanhúss og innan, svo og túrbínan, sem oft var innlend. Einnig þurfti að kaupa alla sérhæfða vinnu, sem oftast var leyst af hendi af Bjarna Runólfssyni, mönnum hans eða öðrum slíkum. Stærðir þessara sveitarafstöðva voru mjög mismunandi, allt frá nokkur hundruð vöttum upp í nokkra tugi kíló- vatta. Fór það eftir ýmsu svo sem efna- hag manna, lánsmöguleikum, fjölda heimila, sem nota skyldu orkuna, stærð fallvatnsins og fallhæð, verði á hverju virkjuðu kW, aflþörfinni hjá mönnum o.fl. Á síðustu árum hefir þetta farið upp í 150-200 kW. Margt við heimavirkjanirnar gátu bændur sjálfir gert. . . 294 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.