Heima er bezt - 01.09.1983, Qupperneq 28

Heima er bezt - 01.09.1983, Qupperneq 28
íbúafj öldi landsins Árið 1950, eða þegar flestar sveitaraf- stöðvar voru í notkun, voru íbúar landsins sem hér segir: Þessi rafstöð á Snæfellsnesi má muna sinn fífil fegri. Mynd: ÓHT. Reykjavík ásamt umliggjandi þéttbýli ........ 58.400 Aðrir kaupstaðir............................. 32.000 Kauptún...................................... 19.400 Sveitir landsins............................. 34.400 Samtals: 144.200 Kaupstaðirnir og kauptúnin eru víðs- vegar kring um landið á ströndum þess, og sveitir landsins á láglendinu á ströndunum og í dölum upp frá þeim. Þar er dreifbýli og langt á milli manna og því dýrt að veita rafmagni til notk- unar þar, en notkun lítil hjá hverjum bónda. Umrætt ár voru 1,4 íbúar á hverjum ferkílómetra landsins, allt þéttbýlið meðtalið, en allt miðbik landsins og hálendið er óbyggt, enda aðeins 20% landsins ræktanlegt. Hlutverk Orkusjóðs var m.a. að lána bændum allt að 2/3 stofnkostnaðar við heima- virkjanir. . . Frekari þróun Þó farið væri að veita rafmagni frá al- menningsrafstöðvum út um þéttbýlustu sveitir landsins á 5. áratugnum, var tal- ið að almennar sveitaveitur væru of dýrar fyrir það litla afl sem um þær yrði sent, svo aö sveitirnar urðu af þeim ástæðum útundan í rafvæðingu frá samveitunum. Menn reyndu því íaukn- um mæli að virkja þá læki og þær smáár sem næstar voru sveitabæjum. Línur frá þessum heimilisrafstöðvum voru stuttar og lágspenntar. Þó þetta væri sumstaðar dýrt í upphafi, vildu menn samt nokkuð til vinna til að fá rafmagn, ef hægt var að fá lán til þess með viðunandi kjörum. Árið 1946 voru svo sett raforkulög og upp úr því stofnaðar Rafmagnsveitur ríkisins og Héraðsrafmagnsveitur ríkisins, sem hafa skyldu það hlutverk m.a. að rafvæða sveitirnar. Einnig var stofnaður Raforkusjóður, sem síðar hét Orkusjóður, og var hlutverk hans m.a. ,,að veita einstökum bændum, sem einir eða fleiri saman reisa vatns- aflsrafstöðvar til heimilisnota utan þess svæðis, sem Héraðsraf- magnsveitum er ætlað að ná til í náinni framtíð, lán að upphæð allt að 2/3 stofnkostnaðar viðkom- andi vatnsvirkjana og línulagna heim að bæjarvegg (sbr. lög nr. 12.2 apríl 1946, V. kafla, 35. grein, Raforkulög.) Þessi lög um fjármögnun einkaraf- stöðva urðu til þess, að fjölmargir bændur fóru að virkja læki sína til heimilisnota, til viðbótar við það sem áður var búið að virkja. Heimildum íþessa ritsmíð var safnað víða að, t.d. úr ölium þeim útgátum, sem komið hafa af bókinni „Rafveitur á islandi" sem Rafmagnseftirlit ríkisins hefir gefið út af og til frá 1939, úrskjalasafnl og spjaldskrám Rafmagnseftirlits ríkisins, úr ýmsum ritum sem Samband íslenskra rafveitna hefir gefið út, hjá Sveini Þórðarsyni starfsmanni Rafmagnseftirlitsins, hjá Gísla Björnssyni, áður rafveitustjóra á Höfn í Hornafirði, hjá Einari Sverrissynl, Kaldrananesi, Mýrdal, hjá bræðrunum Sigurjóni og Eiríki Björnssonum frá Svínadal í Skaftártungum, hjá Sigfúsi H. Vlgfússyni, Geirlandi í Kirkjubæjarhreppi og víðar að. Allir þessir menn og margir aðrir hafa unnið meira og minna við smíði og uppsetningu sveita- rafstöðvanna og kann ég þeim öflum bestu þakkir fyrir góða samvinnu og upplýslngar. Reykjavík ídesember 1982 Agúst Ha|b|aub Margir fyrri eigendur sveita- rafstöðvanna sjá nú eftir að hafa ekki haldið þeim við, því þeir sem það ha fa gert spara drjúgum.. . Dreifing frá samveitum Með lögum nr. 53. 21. apríl 1954 var svo gert sérstakt átak til að rafvæða allt landið á næstu 10 árum og var strax hafist handa við það. Þetta varð til þess, að margir sem höfðu komið sér upp einkarafstöðvum áður, fengu nú rafmagn frá samveitum til viðbótar. og aðrir sem höfðu ætlað sér að byggja einkavatnsaflstöðvar, hættu við það. Rafmagnsveitur ríkisins höfðu líka það sjónarmið, að bændur skyldu hætta við einkastöðvarnar og láta samveituraf- magnið duga. Ástæðan fyrir þessu sjónarmiði var m.a. sú, að þá gátu Rafmagnsveiturnar selt meira rafmagn og til fleiri aðila, svo að hægara var þá um vik að rökstyðja þörfina fyrir sam- veitur út um sveitir landsins. Þegar svo samveiturafmagn var komið í sveitirnar, fóru margir þeir aðil- ar, sem áttu einkarafstöðvar, að slá slöku við rekstur og viðhald þeirra, sérstaklega þeirra litlu. Það fór þvívíða svo, að menn hættu að nota þær og þær dröbbuðust niður og eyðilögðust. Mönnum þótti auðveldara og fyrir- hafnarminna að fá alltaf rafmagnið frá 296 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.